Eflum geðheilbrigðisþjónustuna Svandís Svavarsdóttir skrifar 2. janúar 2018 07:00 Góð geðheilsa er undirstaða lífsgæða. Samkvæmt upplýsingum frá landlækni frá því í september 2017 hefur geðheilsu ungs fólks hrakað á undanförnum árum. Geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk þarf því að efla og styrkja sérstaklega, til að stemma stigu við þeirri þróun. Ég mun leggja ríka áherslu á eflingu geðheilbrigðisþjónustu í embætti mínu sem heilbrigðisráðherra, með það meginmarkmið að leiðarljósi að tryggja skuli öllum jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Sérstök áhersla er lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu í fjárlögum ársins 2018. Efla þarf geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, og í fjárlögum ársins 2018 eru stigin skref í átt að þeirri eflingu. Fjárveiting til sjúkrahúsþjónustu hækkar um 200 milljónir króna samkvæmt fjárlögum ársins 2018. Því framlagi er ætlað að efla geðheilbrigðisþjónustu innan Landspítala sérstaklega svo mögulegt sé að bjóða upp á góða geðheilbrigðisþjónustu á deildum spítalans. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fær 45 milljóna viðbótarframlag, sem er ætlað til þess að stytta biðtíma eftir þjónustu á deildum BUGL, sem er verkefni sem sérstaklega brýnt er að ráðast í. Gagnsemi sálfræðiþjónustu er gríðarmikil. Aukið aðgengi almennings að sálfræðiþjónustu er mikilvægur liður í góðri geðheilbrigðisþjónustu og auka þarf fjárframlög til þessa málaflokks. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2018 rennur 60 milljóna króna framlag til heilsugæslunnar, sem er sérstaklega ætlað til að fjölga sálfræðingum og þverfaglegum geðheilsuteymum innan heilsugæslunnar og auka aðgengi fólks að hugrænni atferlismeðferð. Ég mun einnig leggja ríka áherslu á að geðheilbrigðisáætlun til ársins 2020 verði hrint í framkvæmd og hún fjármögnuð til fulls. Einnig mun ég leggja áherslu á að heilbrigðisráðuneytið styðji eins og kostur er við frjáls félagasamtök sem starfa á sviði geðheilbrigðisþjónustu, enda gegna frjáls félagasamtök lykilhlutverki á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustu.Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Góð geðheilsa er undirstaða lífsgæða. Samkvæmt upplýsingum frá landlækni frá því í september 2017 hefur geðheilsu ungs fólks hrakað á undanförnum árum. Geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk þarf því að efla og styrkja sérstaklega, til að stemma stigu við þeirri þróun. Ég mun leggja ríka áherslu á eflingu geðheilbrigðisþjónustu í embætti mínu sem heilbrigðisráðherra, með það meginmarkmið að leiðarljósi að tryggja skuli öllum jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Sérstök áhersla er lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu í fjárlögum ársins 2018. Efla þarf geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, og í fjárlögum ársins 2018 eru stigin skref í átt að þeirri eflingu. Fjárveiting til sjúkrahúsþjónustu hækkar um 200 milljónir króna samkvæmt fjárlögum ársins 2018. Því framlagi er ætlað að efla geðheilbrigðisþjónustu innan Landspítala sérstaklega svo mögulegt sé að bjóða upp á góða geðheilbrigðisþjónustu á deildum spítalans. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fær 45 milljóna viðbótarframlag, sem er ætlað til þess að stytta biðtíma eftir þjónustu á deildum BUGL, sem er verkefni sem sérstaklega brýnt er að ráðast í. Gagnsemi sálfræðiþjónustu er gríðarmikil. Aukið aðgengi almennings að sálfræðiþjónustu er mikilvægur liður í góðri geðheilbrigðisþjónustu og auka þarf fjárframlög til þessa málaflokks. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2018 rennur 60 milljóna króna framlag til heilsugæslunnar, sem er sérstaklega ætlað til að fjölga sálfræðingum og þverfaglegum geðheilsuteymum innan heilsugæslunnar og auka aðgengi fólks að hugrænni atferlismeðferð. Ég mun einnig leggja ríka áherslu á að geðheilbrigðisáætlun til ársins 2020 verði hrint í framkvæmd og hún fjármögnuð til fulls. Einnig mun ég leggja áherslu á að heilbrigðisráðuneytið styðji eins og kostur er við frjáls félagasamtök sem starfa á sviði geðheilbrigðisþjónustu, enda gegna frjáls félagasamtök lykilhlutverki á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustu.Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun