Trampólín tók á loft í Lindahverfi: Vaknaði við að glerbrotum rigndi yfir hann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2018 11:57 Björgunarsveitarmenn að störfum í Kópavogi í morgun. Sigurður Ólafur Sigurðsson Ungum pilti sem býr í Lindahverfi í Kópavogi var mjög brugðið þegar hann vaknaði í morgun við það að glerbrotum rigndi yfir hann. Ástæðan var sú að trampólín sem tekið hafði á loft í óveðrinu fauk á rúðuna í herbergi piltsins og braut hana. Pilturinn skarst við það að fá yfir sig glerbrotin og þurfti aðhlynningu á slysadeild. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að þetta sé eina útkallið í óveðrinu í morgun þar sem trampólín kom við sögu. Skemmdirnar sem það olli séu áminning um að passa upp á að festa trampólín vel niður. Fyrir utan að brjóta rúðuna í húsinu með fyrrgreindum afleiðingum fyrir unga piltinn skemmdi trampólínið þakkant og fór utan í einhverja bíla. Davíð segir að trampólínið hafi verið boltað niður en á endanum hafi boltarnir gefið sig. Um klukkan tíu í morgun höfðu allir hópar frá björgunarsveitunum á höfuðborgarsvæðinu lokið við þau verkefni sem tengdust óveðrinu. Alls sinntu tæplega sjötíu björgunarsveitarmenn um fjörutíu verkefnum víða um höfuðborgarsvæðið en flest verkefnin voru fok á á lausamunum og lausar þakplötur og þakkantar. Þá fóru nokkrar sveitir út í Reykjanesbæ og Grindavík í nótt. Þar var mest um lausar þakplötur. Veður Tengdar fréttir Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19 „Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum“ Magnús Hákonarson var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. 9. janúar 2018 10:34 Fastir í vélum á Keflavíkurflugvelli í allt að 80 mínútur vegna veðursins Byrjað var að setja rana við allar vélar sem lentar voru á Keflavíkurflugvelli klukkan 10:20 í morgun. 9. janúar 2018 11:06 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Ungum pilti sem býr í Lindahverfi í Kópavogi var mjög brugðið þegar hann vaknaði í morgun við það að glerbrotum rigndi yfir hann. Ástæðan var sú að trampólín sem tekið hafði á loft í óveðrinu fauk á rúðuna í herbergi piltsins og braut hana. Pilturinn skarst við það að fá yfir sig glerbrotin og þurfti aðhlynningu á slysadeild. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að þetta sé eina útkallið í óveðrinu í morgun þar sem trampólín kom við sögu. Skemmdirnar sem það olli séu áminning um að passa upp á að festa trampólín vel niður. Fyrir utan að brjóta rúðuna í húsinu með fyrrgreindum afleiðingum fyrir unga piltinn skemmdi trampólínið þakkant og fór utan í einhverja bíla. Davíð segir að trampólínið hafi verið boltað niður en á endanum hafi boltarnir gefið sig. Um klukkan tíu í morgun höfðu allir hópar frá björgunarsveitunum á höfuðborgarsvæðinu lokið við þau verkefni sem tengdust óveðrinu. Alls sinntu tæplega sjötíu björgunarsveitarmenn um fjörutíu verkefnum víða um höfuðborgarsvæðið en flest verkefnin voru fok á á lausamunum og lausar þakplötur og þakkantar. Þá fóru nokkrar sveitir út í Reykjanesbæ og Grindavík í nótt. Þar var mest um lausar þakplötur.
Veður Tengdar fréttir Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19 „Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum“ Magnús Hákonarson var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. 9. janúar 2018 10:34 Fastir í vélum á Keflavíkurflugvelli í allt að 80 mínútur vegna veðursins Byrjað var að setja rana við allar vélar sem lentar voru á Keflavíkurflugvelli klukkan 10:20 í morgun. 9. janúar 2018 11:06 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19
„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum“ Magnús Hákonarson var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. 9. janúar 2018 10:34
Fastir í vélum á Keflavíkurflugvelli í allt að 80 mínútur vegna veðursins Byrjað var að setja rana við allar vélar sem lentar voru á Keflavíkurflugvelli klukkan 10:20 í morgun. 9. janúar 2018 11:06