Gefa ekki upp afstöðu sína til Sigríðar Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2017 06:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson studdu ekki stjórnarmyndun VG við Framsókn og Sjálfstæðisflokks. Þau vildu ekki gefa út afdráttarlaus svör hvort þau trestu Sigríði Andersen til áframhaldandi starfa sem Dómsmálaráðherra. vísir/stefán Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, vilja ekki gefa upp hvort þau styðji Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja margir í grasrót VG að Sigríður víki til að hreinsa andrúmsloftið innan ríkisstjórnarinnar. Ljóst sé að æðsti dómstóll landsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt í vor. Í grasrót VG sé það talið mikilvægt fyrir flokkinn að sýna það í verki að ný vinnubrögð verði tekin upp á Alþingi. Rósa Björk og Andrés Ingi samþykktu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og segjast nú bíða athugunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á embættisfærslum dómsmálaráðherra. Rósa segist ætla að taka afstöðu til vantrausts á dómsmálaráðherra þegar og ef slík tillaga kemur fram. Hún sagði það óábyrgt að hafa uppi einhverjar yfirlýsingar í fjölmiðlum á þessu stigi. „Dómurinn talar sínu máli og viðbrögð ráðherrans finnst mér alls ekki til sóma,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi Jónsson hafði einnig miklar efasemdir um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hann segist ekki geta ráðið því hverjir séu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. „Ég var einn þeirra sem gagnrýndu þessi vinnubrögð á sínum tíma, í vor. Núna vil ég leyfa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fara yfir málið og þar stendur það í dag,“ segir Andrés Ingi. Þegar hann er spurður út í það hvort Sigríður njóti trausts hans sem ráðherra segir hann afstöðu sína hafa legið fyrir síðan í vor. „Hún situr sem ráðherra í umboði síns flokks og ég vel ekki ráðherra dómsmála. Afstaða mín varðandi skipan dómara í Landsrétt er sú sama og hjá okkur í VG í vor.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir málið í farvegi innan þingsins en að Sigríður hafi traust sitt. „Ég styð þessa ríkisstjórn og þar með styð ég Sigríði Andersen,“ segir Bjarkey. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Tengdar fréttir Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, vilja ekki gefa upp hvort þau styðji Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja margir í grasrót VG að Sigríður víki til að hreinsa andrúmsloftið innan ríkisstjórnarinnar. Ljóst sé að æðsti dómstóll landsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt í vor. Í grasrót VG sé það talið mikilvægt fyrir flokkinn að sýna það í verki að ný vinnubrögð verði tekin upp á Alþingi. Rósa Björk og Andrés Ingi samþykktu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og segjast nú bíða athugunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á embættisfærslum dómsmálaráðherra. Rósa segist ætla að taka afstöðu til vantrausts á dómsmálaráðherra þegar og ef slík tillaga kemur fram. Hún sagði það óábyrgt að hafa uppi einhverjar yfirlýsingar í fjölmiðlum á þessu stigi. „Dómurinn talar sínu máli og viðbrögð ráðherrans finnst mér alls ekki til sóma,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi Jónsson hafði einnig miklar efasemdir um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hann segist ekki geta ráðið því hverjir séu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. „Ég var einn þeirra sem gagnrýndu þessi vinnubrögð á sínum tíma, í vor. Núna vil ég leyfa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fara yfir málið og þar stendur það í dag,“ segir Andrés Ingi. Þegar hann er spurður út í það hvort Sigríður njóti trausts hans sem ráðherra segir hann afstöðu sína hafa legið fyrir síðan í vor. „Hún situr sem ráðherra í umboði síns flokks og ég vel ekki ráðherra dómsmála. Afstaða mín varðandi skipan dómara í Landsrétt er sú sama og hjá okkur í VG í vor.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir málið í farvegi innan þingsins en að Sigríður hafi traust sitt. „Ég styð þessa ríkisstjórn og þar með styð ég Sigríði Andersen,“ segir Bjarkey.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Tengdar fréttir Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42
Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03