Mikill vöxtur á netverslun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2017 19:56 Dæmi eru um að innlend netverslun hafi aukist um sextíu prósent milli ára fyrir jólin. Raftæki, bækur og leikföng eru vinsælustu vörurnar fyrir jólin og koma allt upp í fimm þúsund pantanir á dag hjá þjónustuaðilum, stærstu daga ársins. Tilfinning framkvæmdastjóra Samtaka Verslunar og þjónustu er að jólaverslun hafi verið ansi góð þetta árið, enda fari hún hönd í hönd við kaupmátt þjóðarinnar. Netverslun er þar ekki undanskilin. „Síðasta árið, það er að segja frá 2015 til 2016, jókst hún um á milli sextíu og sjötíu prósent, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það eru allar vísbendingar sem benda til þess að aukningin verði ekki minni í ár. „Það sem er áhyggjuefni fyrir okkur í hagsmunagæslunni er hins vegar það að of stór hluti af þessari aukningu er erlend netverslun. Samtök verslunar og þjónustu hafa reynt að snúa vörn í sókn og upplýsa félagsmenn um nýjustu tækni. „Það er í rauninni það mikilvægasta fyrir atvinnurekendur í verslun í dag. Að vera sífellt á tánum og tileinka sér þessa nýju tækni sem kemur með sífellt auknum hraða á hverju ári og liggur við oftar,“ segir Andrés.Mun meiri aukning en áður Heimkaup.is hefur beint algjörlega sjónum að netverslun og mætti segja að hafi tileinkað sér nýja tækni og aðferðir í faginu. Og framkvæmdastjóri segir netverslunina blómstra í desember. „Hún hefur orðið meiri en við áttum von á og meiri aukning en við höfum séð,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa. „Við höfum oft séð aukningu en það sem af er desember erum við með sextíu prósent aukningu á milli ára. Sem er mun meira en við höfum séð áður.“ Guðmundur segir sannarlega vera samkeppni við erlenda netverslun en desember sé mánuðurinn þeirra. „Við sendum samdægurs. Þannig að fólk, svona, eftir sem að líður nær jólum, hættir hjá þeim en þetta fer upp hjá okkur á móti.“ Guðmundur segir fólk treysta betur á heimsendingarþjónustu en áður og að vinsælustu jólagjafirnar í netversluninni séu raftæki, bækur og leikföng. Aðal kúnnarnir eru ungar konur á framabraut. „Konur, kannski á aldrinum 25 til 35 eru mjög áberandi og kannski alveg upp í 45. Þetta eru 75 prósent viðskiptanna. Þessar konur. Þær hafa lítinn tíma og vilja þægindin. Þetta er okkar sterkasti hópur. Langsterkasti,“ segir Guðmundur. Neytendur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Dæmi eru um að innlend netverslun hafi aukist um sextíu prósent milli ára fyrir jólin. Raftæki, bækur og leikföng eru vinsælustu vörurnar fyrir jólin og koma allt upp í fimm þúsund pantanir á dag hjá þjónustuaðilum, stærstu daga ársins. Tilfinning framkvæmdastjóra Samtaka Verslunar og þjónustu er að jólaverslun hafi verið ansi góð þetta árið, enda fari hún hönd í hönd við kaupmátt þjóðarinnar. Netverslun er þar ekki undanskilin. „Síðasta árið, það er að segja frá 2015 til 2016, jókst hún um á milli sextíu og sjötíu prósent, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það eru allar vísbendingar sem benda til þess að aukningin verði ekki minni í ár. „Það sem er áhyggjuefni fyrir okkur í hagsmunagæslunni er hins vegar það að of stór hluti af þessari aukningu er erlend netverslun. Samtök verslunar og þjónustu hafa reynt að snúa vörn í sókn og upplýsa félagsmenn um nýjustu tækni. „Það er í rauninni það mikilvægasta fyrir atvinnurekendur í verslun í dag. Að vera sífellt á tánum og tileinka sér þessa nýju tækni sem kemur með sífellt auknum hraða á hverju ári og liggur við oftar,“ segir Andrés.Mun meiri aukning en áður Heimkaup.is hefur beint algjörlega sjónum að netverslun og mætti segja að hafi tileinkað sér nýja tækni og aðferðir í faginu. Og framkvæmdastjóri segir netverslunina blómstra í desember. „Hún hefur orðið meiri en við áttum von á og meiri aukning en við höfum séð,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa. „Við höfum oft séð aukningu en það sem af er desember erum við með sextíu prósent aukningu á milli ára. Sem er mun meira en við höfum séð áður.“ Guðmundur segir sannarlega vera samkeppni við erlenda netverslun en desember sé mánuðurinn þeirra. „Við sendum samdægurs. Þannig að fólk, svona, eftir sem að líður nær jólum, hættir hjá þeim en þetta fer upp hjá okkur á móti.“ Guðmundur segir fólk treysta betur á heimsendingarþjónustu en áður og að vinsælustu jólagjafirnar í netversluninni séu raftæki, bækur og leikföng. Aðal kúnnarnir eru ungar konur á framabraut. „Konur, kannski á aldrinum 25 til 35 eru mjög áberandi og kannski alveg upp í 45. Þetta eru 75 prósent viðskiptanna. Þessar konur. Þær hafa lítinn tíma og vilja þægindin. Þetta er okkar sterkasti hópur. Langsterkasti,“ segir Guðmundur.
Neytendur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira