Skúli Óskarsson tekinn í Heiðurshöll ÍSÍ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. desember 2017 20:15 Skúli Óskarsson tekur við viðurkenningunni í kvöld vísir/ernir Skúli Óskarsson var tekinn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna sem fram fór í Hörpu í kvöld. Austfirðingurinn og fyrrum kraftlyftingamaðurinn setti heimsmet í réttstöðulyftu árið 1980 og var tvisvar kjörinn íþróttamaður ársins, árin 1978 og 1980. Skúli hóf kraftlyftingar á sjöunda áratugnum og keppti á sínu fyrsta móti árið 1970. Hann setti hvert Íslandsmetið á fætur öðru á komandi árum og náði silfri í léttvigtarflokki á Heimsmeistaramótinu árið 1978. Skúli lyfti 315,15 kg í réttstöðulyftu árið 1980, sem var heimsmet. Það var í fyrsta skipti sem Íslendingur setti heimsmet í almennt viðurkenndri íþrótt. Skúli náði þó aldrei að vinna heimsmeistaratitil, eitt silfur og tvö bronsverðlaun urðu að nægja. Hann átti þó þrjá Norðurlandameistaratitla og fjölmarga titla innanlands. Vilhjálmur Einarsson var fyrstur útnefndur í Heiðurshöllina í janúar 2012. Síðan þá hafa fimmtán aðrir fylgt eftir Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir, Jóhannes Jósefsson, Sigurjón Pétursson, Albert Guðmundsson, Kristín Rós Hákonardóttir, Ásgeir Sigurvinsson, Pétur Guðmundsson, Gunnar A. Huseby, Torfi Bryngeirsson, Ríkharður Jónsson, Sigríður Sigurðardóttir, Guðmundur Gíslason, Geir Hallsteinsson og Jón Kaldal. Skúli er því sá sautjándi sem tekinn er í Heiðurshöllina. Heiðurshöll ÍSÍ var stofnuð árið 2012 og er það framkvæmdastjórn ÍSÍ sem útnefnir einstaklinga í heiðurshöllina. Heiðurshöllinn var sett á laggirnar til þess að skapa vettvang til að setja á frekari stall framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum. Aðrar íþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sjá meira
Skúli Óskarsson var tekinn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna sem fram fór í Hörpu í kvöld. Austfirðingurinn og fyrrum kraftlyftingamaðurinn setti heimsmet í réttstöðulyftu árið 1980 og var tvisvar kjörinn íþróttamaður ársins, árin 1978 og 1980. Skúli hóf kraftlyftingar á sjöunda áratugnum og keppti á sínu fyrsta móti árið 1970. Hann setti hvert Íslandsmetið á fætur öðru á komandi árum og náði silfri í léttvigtarflokki á Heimsmeistaramótinu árið 1978. Skúli lyfti 315,15 kg í réttstöðulyftu árið 1980, sem var heimsmet. Það var í fyrsta skipti sem Íslendingur setti heimsmet í almennt viðurkenndri íþrótt. Skúli náði þó aldrei að vinna heimsmeistaratitil, eitt silfur og tvö bronsverðlaun urðu að nægja. Hann átti þó þrjá Norðurlandameistaratitla og fjölmarga titla innanlands. Vilhjálmur Einarsson var fyrstur útnefndur í Heiðurshöllina í janúar 2012. Síðan þá hafa fimmtán aðrir fylgt eftir Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir, Jóhannes Jósefsson, Sigurjón Pétursson, Albert Guðmundsson, Kristín Rós Hákonardóttir, Ásgeir Sigurvinsson, Pétur Guðmundsson, Gunnar A. Huseby, Torfi Bryngeirsson, Ríkharður Jónsson, Sigríður Sigurðardóttir, Guðmundur Gíslason, Geir Hallsteinsson og Jón Kaldal. Skúli er því sá sautjándi sem tekinn er í Heiðurshöllina. Heiðurshöll ÍSÍ var stofnuð árið 2012 og er það framkvæmdastjórn ÍSÍ sem útnefnir einstaklinga í heiðurshöllina. Heiðurshöllinn var sett á laggirnar til þess að skapa vettvang til að setja á frekari stall framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sjá meira