Tónlist um tunglsjúka nótt Jónas Sen skrifar 14. desember 2017 11:15 Geisladiskur Hafdís Bjarnadóttir: Já Útgáfa: Hafdís Bjarnadóttir Hér á Íslandi getur „já“ þýtt ótal margt. Það fer eftir því hvernig það er sagt; blíðlega, í spurnartón, hranalega, reiðilega, glaðlega og þar fram eftir götunum. Svo er það líka sagt á innsoginu, eða tvisvar, „já, já“ – jafnvel oftar. Þessar ólíku hliðar orðsins eru yrkisefni Hafdísar Bjarnadóttur tónskálds í fyrsta verkinu á geisladiski sem ber einmitt heitið Já. Hún klippti öll „jáin“ úr upptöku af samræðu á kaffihúsi og bjó til tónlist úr þeim. Undir er líflegur taktur og blásturshljóðfæri sem líkja eftir því hvernig hægt er að segja þetta orð. Inn í það fléttast laglína sem er leikin á rafgítar, skemmtileg og grípandi. Andrúmsloftið er glaðlegt og frjálst; útkoman minnir dálítið á þýsku tilraunarokksveitina Can, sælla minninga. Hafdís er vaxandi tónskáld, um það er engum blöðum að fletta. Hún hefur margoft vakið athygli fyrir framsækið tónmál sem er fágað, fínlegt og hugvitsamlegt. Hún kann list hófseminnar, fer vissulega langt með hugmyndir sínar, en ekki um of. Sum tónskáld missa sig út í fanatík, festast í einhverju tilteknu og týnast þar. Hafdís er hins vegar full af skáldskap og hún kemur honum frá sér með frjóu ímyndunarafli. Spennandi fjölbreytni ríkir á geisladiskinum. Þar eru upptökur af umhverfishljóðum, sveimkenndur kórsöngur, þráhyggjukenndur tréblástur og poppaðir raftónar með líflegum trommuleik. Allan tímann svífur húmor yfir vötnunum, án þess þó að platan sé beinlínis fyndin. Hafdís einfaldlega umfaðmar ólíka tónlistarstíla og hrærir þeim saman á persónulegan og áhrifaríkan hátt. Tónlistin er samt ekki fyrir alla. Sum verkin eru býsna ómstríð og gætu kallað fram ofnæmisviðbrögð hjá viðkvæmum. En jafnvel þar er smekkvísi í fyrirrúmi, það er aldrei gengið yfir strikið. Alltaf er eitthvað kræsilegt handan við hornið ef hlustandinn bara bíður í smá stund. Hafdís Bjarnadóttir bregður á leik. fréttablaðið/stefánHafdís var staðartónskáld á Sumartónleikum í Skálholti fyrir nokkru. Síðasta tónsmíðin á diskinum, Tunglsjúkar nætur, er samið fyrir kammerkórinn Hljómeyki fyrir hátíðina. Á diskinum blandast kórsöngurinn og rafhljóð saman við upptöku af Einari Má Guðmundssyni að lesa upp ljóðið sem liggur til grundvallar. Útkoman er íhugul en notalega kæruleysisleg, og hún smám saman verður að einhverju ómældu, óljósu og óumræðilegu sem er afar fallegt. Flutningurinn á öllum verkunum er til fyrirmyndar. Þetta er fjölbreyttur hópur söngvara og hljóðfæraleikara sem of langt mál væri að telja upp hér. En túlkun þeirra er áhrifamikil, í senn ljóðræn og snörp, dreymin og kraftmikil. Heildarmyndin er svo sannarlega hrífandi. Jónas SenNiðurstaða: Athyglisverð og skemmtileg tónlist, glæsilegur flutningur. Tónlistargagnrýni Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Geisladiskur Hafdís Bjarnadóttir: Já Útgáfa: Hafdís Bjarnadóttir Hér á Íslandi getur „já“ þýtt ótal margt. Það fer eftir því hvernig það er sagt; blíðlega, í spurnartón, hranalega, reiðilega, glaðlega og þar fram eftir götunum. Svo er það líka sagt á innsoginu, eða tvisvar, „já, já“ – jafnvel oftar. Þessar ólíku hliðar orðsins eru yrkisefni Hafdísar Bjarnadóttur tónskálds í fyrsta verkinu á geisladiski sem ber einmitt heitið Já. Hún klippti öll „jáin“ úr upptöku af samræðu á kaffihúsi og bjó til tónlist úr þeim. Undir er líflegur taktur og blásturshljóðfæri sem líkja eftir því hvernig hægt er að segja þetta orð. Inn í það fléttast laglína sem er leikin á rafgítar, skemmtileg og grípandi. Andrúmsloftið er glaðlegt og frjálst; útkoman minnir dálítið á þýsku tilraunarokksveitina Can, sælla minninga. Hafdís er vaxandi tónskáld, um það er engum blöðum að fletta. Hún hefur margoft vakið athygli fyrir framsækið tónmál sem er fágað, fínlegt og hugvitsamlegt. Hún kann list hófseminnar, fer vissulega langt með hugmyndir sínar, en ekki um of. Sum tónskáld missa sig út í fanatík, festast í einhverju tilteknu og týnast þar. Hafdís er hins vegar full af skáldskap og hún kemur honum frá sér með frjóu ímyndunarafli. Spennandi fjölbreytni ríkir á geisladiskinum. Þar eru upptökur af umhverfishljóðum, sveimkenndur kórsöngur, þráhyggjukenndur tréblástur og poppaðir raftónar með líflegum trommuleik. Allan tímann svífur húmor yfir vötnunum, án þess þó að platan sé beinlínis fyndin. Hafdís einfaldlega umfaðmar ólíka tónlistarstíla og hrærir þeim saman á persónulegan og áhrifaríkan hátt. Tónlistin er samt ekki fyrir alla. Sum verkin eru býsna ómstríð og gætu kallað fram ofnæmisviðbrögð hjá viðkvæmum. En jafnvel þar er smekkvísi í fyrirrúmi, það er aldrei gengið yfir strikið. Alltaf er eitthvað kræsilegt handan við hornið ef hlustandinn bara bíður í smá stund. Hafdís Bjarnadóttir bregður á leik. fréttablaðið/stefánHafdís var staðartónskáld á Sumartónleikum í Skálholti fyrir nokkru. Síðasta tónsmíðin á diskinum, Tunglsjúkar nætur, er samið fyrir kammerkórinn Hljómeyki fyrir hátíðina. Á diskinum blandast kórsöngurinn og rafhljóð saman við upptöku af Einari Má Guðmundssyni að lesa upp ljóðið sem liggur til grundvallar. Útkoman er íhugul en notalega kæruleysisleg, og hún smám saman verður að einhverju ómældu, óljósu og óumræðilegu sem er afar fallegt. Flutningurinn á öllum verkunum er til fyrirmyndar. Þetta er fjölbreyttur hópur söngvara og hljóðfæraleikara sem of langt mál væri að telja upp hér. En túlkun þeirra er áhrifamikil, í senn ljóðræn og snörp, dreymin og kraftmikil. Heildarmyndin er svo sannarlega hrífandi. Jónas SenNiðurstaða: Athyglisverð og skemmtileg tónlist, glæsilegur flutningur.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira