Útlit er fyrir mun færri hælisumsóknir í ár: Mikið hefur dregið úr umsóknum frá borgurum ríkja sem flokkuð eru sem örugg Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. desember 2017 20:15 Talsvert hefur dregið úr hælisumsóknum fólks frá öruggum upprunaríkjum síðustu mánuði og lítur allt út fyrir mun færri umsóknir í ár en spár Útlendingastofnunar gerðu ráð fyrir. Á sama tíma hefur umsóknum um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku fjölgað um tæp 30 prósent á milli ára. Árið 2015 sóttu 354 einstaklingar um hæli á Íslandi, sem var tvöföldun frá fyrra ári. Í fyrra voru svo öll met slegin og sóttu 1133 um hæli. Reglulega voru sagðar fréttir af vandræðagangi Útlendingastofnunar með að koma fólkinu fyrir í húsnæði en öll búsetuúrræði voru yfirfull enda ekki búist við svo miklum fjölda. Fyrir árið í ár gerðu spár Útlendingastofnunar ráð fyrir á bilinu 1700 til 2000 hælisumsóknum. Eins og staðan er í dag lítur allt út fyrir að spáin gangi ekki eftir en það sem af er ári hafa rúmlega þúsund manns sótt um hæli. „Síðustu mánuði höfum við verið að sjá fækkun á milli mánaða í umsóknum og við höfum líka verið að sjá að umsóknum frá öruggum upprunaríkjum er að fækka hjá okkur er núna orðið rétt um þriðjungur þeirra umsókna sem við höfum fengið í nóvember,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, en í ágúst voru umsóknir fólks frá öruggum upprunaríkjum um sjötíu prósent en það eru þau ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru almennt talin virt. „Okkar megin frá er það mjög jákvætt að það dragi úr umsóknum frá öruggum upprunaríkjum“ Þorsteinn telur að nokkrir samverkandi þættir hafi áhrif á þróunina. „Fyrr á þessu ári setti stofnunin til dæmis Georgíu á lista yfir örugg upprunaríki. Svo í september kemur ný reglugerð sem byggir undir þriggja daga málsmeðferð. Þetta geta líka verið aðstæður sem eru uppi í heimríkjum hjá þessum þjóðum eða hreinlega að það sé verið að leita til annarra ríkja með umsóknir af þessum toga,“ segir Þorsteinn. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað hefur umsóknum um dvalarleyfi fjölgað talsvert eða um 26 % á milli ára en frá janúar til nóvember árið 2016 sóttu 4312 manns um dvalarleyfi en á sama tímabili í ár eru umsóknirnar orðnar 5428. „Fyrst og fremst kannski umsóknir sem eru á grundvelli atvinnuþátttöku en þar erum við að sjá um það bil 60 prósent aukningu samanborið við sama tímabil í fyrra og námsmannaleyfi, þeim er að fjölga um 22 prósent,“ segir Þorsteinn. Fjölgun umsókna um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu skýrist fyrst og fremst af mikilli eftirspurn eftir vinnuafli hér á landi. Skólagjöld gætu útskýrt fjölgun umsókna um námsmannaleyfi „Sem dæmi eru Finnar að hefja upptöku á skólagjöldum fyrir ríkisborgara sem koma utan Evrópu og það skilst mér að sé ekki gert á Íslandi og getur það verið ein ástæða fyrir því að þeim fjölgar hér,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira
Talsvert hefur dregið úr hælisumsóknum fólks frá öruggum upprunaríkjum síðustu mánuði og lítur allt út fyrir mun færri umsóknir í ár en spár Útlendingastofnunar gerðu ráð fyrir. Á sama tíma hefur umsóknum um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku fjölgað um tæp 30 prósent á milli ára. Árið 2015 sóttu 354 einstaklingar um hæli á Íslandi, sem var tvöföldun frá fyrra ári. Í fyrra voru svo öll met slegin og sóttu 1133 um hæli. Reglulega voru sagðar fréttir af vandræðagangi Útlendingastofnunar með að koma fólkinu fyrir í húsnæði en öll búsetuúrræði voru yfirfull enda ekki búist við svo miklum fjölda. Fyrir árið í ár gerðu spár Útlendingastofnunar ráð fyrir á bilinu 1700 til 2000 hælisumsóknum. Eins og staðan er í dag lítur allt út fyrir að spáin gangi ekki eftir en það sem af er ári hafa rúmlega þúsund manns sótt um hæli. „Síðustu mánuði höfum við verið að sjá fækkun á milli mánaða í umsóknum og við höfum líka verið að sjá að umsóknum frá öruggum upprunaríkjum er að fækka hjá okkur er núna orðið rétt um þriðjungur þeirra umsókna sem við höfum fengið í nóvember,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, en í ágúst voru umsóknir fólks frá öruggum upprunaríkjum um sjötíu prósent en það eru þau ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru almennt talin virt. „Okkar megin frá er það mjög jákvætt að það dragi úr umsóknum frá öruggum upprunaríkjum“ Þorsteinn telur að nokkrir samverkandi þættir hafi áhrif á þróunina. „Fyrr á þessu ári setti stofnunin til dæmis Georgíu á lista yfir örugg upprunaríki. Svo í september kemur ný reglugerð sem byggir undir þriggja daga málsmeðferð. Þetta geta líka verið aðstæður sem eru uppi í heimríkjum hjá þessum þjóðum eða hreinlega að það sé verið að leita til annarra ríkja með umsóknir af þessum toga,“ segir Þorsteinn. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað hefur umsóknum um dvalarleyfi fjölgað talsvert eða um 26 % á milli ára en frá janúar til nóvember árið 2016 sóttu 4312 manns um dvalarleyfi en á sama tímabili í ár eru umsóknirnar orðnar 5428. „Fyrst og fremst kannski umsóknir sem eru á grundvelli atvinnuþátttöku en þar erum við að sjá um það bil 60 prósent aukningu samanborið við sama tímabil í fyrra og námsmannaleyfi, þeim er að fjölga um 22 prósent,“ segir Þorsteinn. Fjölgun umsókna um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu skýrist fyrst og fremst af mikilli eftirspurn eftir vinnuafli hér á landi. Skólagjöld gætu útskýrt fjölgun umsókna um námsmannaleyfi „Sem dæmi eru Finnar að hefja upptöku á skólagjöldum fyrir ríkisborgara sem koma utan Evrópu og það skilst mér að sé ekki gert á Íslandi og getur það verið ein ástæða fyrir því að þeim fjölgar hér,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira