Endurgera og selja fræg plaköt úr kvikmyndasögunni Daníel Freyr Birkisson skrifar 5. desember 2017 15:35 Sigurjón Kjartansson, Hugleikur Dagsson og Sjón. Bíó Paradís Kvikmyndahúsið Bíó Paradís gefur þessa dagana út kvikmyndaplaköt sem sækja innblástur í meistaraverk úr kvikmyndasögunni. Hönnunin er öll íslenskra hönnuða og listamanna og gefa þeir vinnu sína til styrktar verkefnisins. Um er að ræða söfnun sem fram fer á Karolinafund til styrktar Svörtum Sunnudögum og lýkur henni í kvöld. Svartir Sunnudagar eru verkefni sem þeir Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón byrjuðu með á sínum tíma og eru þeir listrænir stjórnendur þess. Markmið Svartra Sunnudaga er að „halda úti metnaðarfullri kvikmyndadagskrá í menningarbíói Reykjavíkur.“Fjöldi listamanna leggur hönd á plóg Samantekt plakatanna ber heitið Almanak 2018 og eru listamennirnir sem skreyta það ekki af verri endanum. Það skreyta til að mynda Hugleikur Dagsson skopmyndateiknari, Siggi Eggertsson grafískur hönnuður, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skopmyndateiknari og tónlistarmaður, Örvar Smárason tónlistarmaður og ljóðskáld, auk fjölda annarra. Almanakið verður ekki sent út í pósti og verður einungis hægt að nálgast það í Bíó Paradís á Hverfisgötu 54 dagana 8.-22. desember. Hér má sjá plakötin sem um ræðir en hægt er að festa kaup á þessu vel heppnaða almanaki á vefsíðu Karolinafund.Hér að neðan má síðan sjá hvaða listamenn lögðu fram vinnu sína.Fargo Alexandra Baldursdóttir grafískur hönnuður og tónlistarmaður.FreaksSolveig Pásdóttir teiknari og rappari.The Adventures of Buckaroo BanzaiÓmar Hauksson grafískur hönnuður og hryllingsmyndasafnari.Blade RunnerÖrvar Smárason tónlistarmaður, ljóðskjáld og kvikmyndanemi.BrazilHugleikur Dagsson skopmyndateiknari, rithöfundur og grínisti.Edward Scissorhand / The Nighmare Before ChristmasLóa H Hjálmtýsdóttir skopmyndateiknari og tónlistarmaður.Ferris Bueller's Day OffSigurlaug Gísladóttir (Mr. Silla) tónlistarmaður og listamaður.Mad MaxGeoffrey Skywalker teiknari og fullt af öðrum hlutum.Saló, or The 120 Days of SodomÞrándur Þórarinsson málari sem er fastur á rangri öld.Pulp FictionAuður Ómars sjónrænn listamaður á brúninni.RobocopSiggi Eggertsson grafískur hönnuður með hjarta úr gulli.TrainspottingFriðrik Sólnes málari og ljóðskjáld. Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Kvikmyndahúsið Bíó Paradís gefur þessa dagana út kvikmyndaplaköt sem sækja innblástur í meistaraverk úr kvikmyndasögunni. Hönnunin er öll íslenskra hönnuða og listamanna og gefa þeir vinnu sína til styrktar verkefnisins. Um er að ræða söfnun sem fram fer á Karolinafund til styrktar Svörtum Sunnudögum og lýkur henni í kvöld. Svartir Sunnudagar eru verkefni sem þeir Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón byrjuðu með á sínum tíma og eru þeir listrænir stjórnendur þess. Markmið Svartra Sunnudaga er að „halda úti metnaðarfullri kvikmyndadagskrá í menningarbíói Reykjavíkur.“Fjöldi listamanna leggur hönd á plóg Samantekt plakatanna ber heitið Almanak 2018 og eru listamennirnir sem skreyta það ekki af verri endanum. Það skreyta til að mynda Hugleikur Dagsson skopmyndateiknari, Siggi Eggertsson grafískur hönnuður, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skopmyndateiknari og tónlistarmaður, Örvar Smárason tónlistarmaður og ljóðskáld, auk fjölda annarra. Almanakið verður ekki sent út í pósti og verður einungis hægt að nálgast það í Bíó Paradís á Hverfisgötu 54 dagana 8.-22. desember. Hér má sjá plakötin sem um ræðir en hægt er að festa kaup á þessu vel heppnaða almanaki á vefsíðu Karolinafund.Hér að neðan má síðan sjá hvaða listamenn lögðu fram vinnu sína.Fargo Alexandra Baldursdóttir grafískur hönnuður og tónlistarmaður.FreaksSolveig Pásdóttir teiknari og rappari.The Adventures of Buckaroo BanzaiÓmar Hauksson grafískur hönnuður og hryllingsmyndasafnari.Blade RunnerÖrvar Smárason tónlistarmaður, ljóðskjáld og kvikmyndanemi.BrazilHugleikur Dagsson skopmyndateiknari, rithöfundur og grínisti.Edward Scissorhand / The Nighmare Before ChristmasLóa H Hjálmtýsdóttir skopmyndateiknari og tónlistarmaður.Ferris Bueller's Day OffSigurlaug Gísladóttir (Mr. Silla) tónlistarmaður og listamaður.Mad MaxGeoffrey Skywalker teiknari og fullt af öðrum hlutum.Saló, or The 120 Days of SodomÞrándur Þórarinsson málari sem er fastur á rangri öld.Pulp FictionAuður Ómars sjónrænn listamaður á brúninni.RobocopSiggi Eggertsson grafískur hönnuður með hjarta úr gulli.TrainspottingFriðrik Sólnes málari og ljóðskjáld.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“