Lífeyrissjóður unga fólksins Björn Berg Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Fyrir okkur sem eigum einhverja áratugi í eftirlaun eru lífeyrismál ekki beint vinsælasta umræðuefnið. Okkur hættir til að þykja fyrirkomulag greiðslna Tryggingastofnunar einkamál eldra fólks og aðalfundir lífeyrissjóðanna samkomur þeirra sem eru að taka út peninga og óviðkomandi þeim sem leggja þá inn. Við höfum hins vegar ekki efni á því. Þeir fjármunir sem við komum til með að lifa á á lífeyrisaldri geta komið úr ýmsum áttum. Það geta verið launatekjur, söluhagnaður vegna flutnings í ódýrara húsnæði, arfur, úttekt séreignarsparnaðar eða greiðslur frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun svo eitthvað sé nefnt. Þó það sé kannski ekki skemmtilegt þurfum við að byrja snemma að undirbúa efri árin og þá komumst við fljótt að því að það er allt of mikil áhætta að ætla að treysta á „kerfið“. Við höfum lengi vitað að aldursskipting þjóðarinnar er að breytast. Íslendingar á lífeyrisaldri eru í dag um 14 prósent þjóðarinnar en samkvæmt spá Hagstofunnar nær hlutfallið 26 prósentum árið 2066. Það þriggja stoða lífeyriskerfi sem við búum hér við mun því sinna sífellt stærra hlutverki. Með lífeyrissjóðunum söfnum við réttindum og tryggjum okkur meðal annars fyrir örorku og langlífi. Með hjálp vinnuveitenda söfnum við valfrjálsum séreignarsparnaði sem er að fullu laus til úttektar við sextugt og Tryggingastofnun millifærir hluta skatttekna hvers árs til þeirra lífeyrisþega sem lægstar hafa tekjurnar. Greiðslur frá lífeyrissjóðum einar og sér munu ekki duga til þess að tryggja okkur góðar tekjur við starfslok. Ef við ætlum okkur að hafa það gott á efri árunum verðum við því að gera eitthvað meira. Þeir sem leggja ekkert fyrir aukalega munu þurfa að treysta á að Tryggingastofnun bæti þeim hluta tekjutapsins. Við núverandi aldursskiptingu þjóðarinnar er nógu mikið rifist og barist um tilfærslu skattfjár til málaflokksins. Hvernig höldum við að þetta verði þegar lífeyrisþegar verða hlutfallslega tvöfalt fleiri en þeir eru nú? Vonandi verður þetta allt í lagi en það er best að treysta ekki á það. Verum dugleg að greiða í séreignarsparnað og leggja fyrir þar að auki, ef við höfum til þess svigrúm. Vöndum okkur svo við ávöxtun þessa mikilvæga sparnaðar. Ef greiðsluþátttaka eykst og geta ríkisins til greiðslu almannatrygginga verður minni þegar við förum sjálf á eftirlaun höfum við eitthvert fjárhagslegt svigrúm og kannski þurfa tekjur okkar ekki að lækka svo mikið þegar við förum af vinnumarkaði. Ef allt fer hins vegar á besta veg munum við hafa safnað sparnaði sem gerir okkur kleift að hafa það ennþá betra. Og við töpum ekkert á því. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem eigum einhverja áratugi í eftirlaun eru lífeyrismál ekki beint vinsælasta umræðuefnið. Okkur hættir til að þykja fyrirkomulag greiðslna Tryggingastofnunar einkamál eldra fólks og aðalfundir lífeyrissjóðanna samkomur þeirra sem eru að taka út peninga og óviðkomandi þeim sem leggja þá inn. Við höfum hins vegar ekki efni á því. Þeir fjármunir sem við komum til með að lifa á á lífeyrisaldri geta komið úr ýmsum áttum. Það geta verið launatekjur, söluhagnaður vegna flutnings í ódýrara húsnæði, arfur, úttekt séreignarsparnaðar eða greiðslur frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun svo eitthvað sé nefnt. Þó það sé kannski ekki skemmtilegt þurfum við að byrja snemma að undirbúa efri árin og þá komumst við fljótt að því að það er allt of mikil áhætta að ætla að treysta á „kerfið“. Við höfum lengi vitað að aldursskipting þjóðarinnar er að breytast. Íslendingar á lífeyrisaldri eru í dag um 14 prósent þjóðarinnar en samkvæmt spá Hagstofunnar nær hlutfallið 26 prósentum árið 2066. Það þriggja stoða lífeyriskerfi sem við búum hér við mun því sinna sífellt stærra hlutverki. Með lífeyrissjóðunum söfnum við réttindum og tryggjum okkur meðal annars fyrir örorku og langlífi. Með hjálp vinnuveitenda söfnum við valfrjálsum séreignarsparnaði sem er að fullu laus til úttektar við sextugt og Tryggingastofnun millifærir hluta skatttekna hvers árs til þeirra lífeyrisþega sem lægstar hafa tekjurnar. Greiðslur frá lífeyrissjóðum einar og sér munu ekki duga til þess að tryggja okkur góðar tekjur við starfslok. Ef við ætlum okkur að hafa það gott á efri árunum verðum við því að gera eitthvað meira. Þeir sem leggja ekkert fyrir aukalega munu þurfa að treysta á að Tryggingastofnun bæti þeim hluta tekjutapsins. Við núverandi aldursskiptingu þjóðarinnar er nógu mikið rifist og barist um tilfærslu skattfjár til málaflokksins. Hvernig höldum við að þetta verði þegar lífeyrisþegar verða hlutfallslega tvöfalt fleiri en þeir eru nú? Vonandi verður þetta allt í lagi en það er best að treysta ekki á það. Verum dugleg að greiða í séreignarsparnað og leggja fyrir þar að auki, ef við höfum til þess svigrúm. Vöndum okkur svo við ávöxtun þessa mikilvæga sparnaðar. Ef greiðsluþátttaka eykst og geta ríkisins til greiðslu almannatrygginga verður minni þegar við förum sjálf á eftirlaun höfum við eitthvert fjárhagslegt svigrúm og kannski þurfa tekjur okkar ekki að lækka svo mikið þegar við förum af vinnumarkaði. Ef allt fer hins vegar á besta veg munum við hafa safnað sparnaði sem gerir okkur kleift að hafa það ennþá betra. Og við töpum ekkert á því. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun