Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Á þessari skýringarmynd sýna örvarnar hvert fólk á að stefna í skjól komi til eldgoss í Öræfajökli. Gefin hefur verið út ný rýmingaráætlun vegna hugsanlegs eldgoss í Öræfajökli. „Verði eldgos í Öræfajökli er stefnt að því að búið sé að rýma svæðið áður. Ef eldgos hefst án fyrirvara er svæðið rýmt samkvæmt meðfylgjandi neyðarrýmingaráætlun,“ segir í inngangi áætlunarinnar sem Almannavarnir gáfu út í gær. „Miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá jarðvísindadeild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum nú þegar áhyggjur,“ bætti Ármann við en undirstrikaði að nægur fyrirvari myndi fást til að koma fólki undan.Ármann Höksuldsson jarðfræðingur.vísir/valliLeiðbeiningar í tilfelli neyðarrýmingar eru þessar: „Farið stystu leið að Svínafelli 1, Hofi 1, Hnappavöllum 2. Bíðið frekari fyrirmæla þar í bílum. Ef til öskufalls kemur, leitið skjóls innandyra eða haldið kyrru fyrir í bílum. Þegar fyrirmæli verða gefin skal fylgja þeim og yfirgefa svæðið.“ Fram kemur í rýmingaráætluninni að Neyðarlínan 112 á að senda fjölda SMS-skilaboða á senda frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Skilaboðin verða þannig á íslensku en þau verða einnig á ensku: „Frá lögreglu. Eldgos er yfirvofandi í Öræfajökli. Rýmið á Svínafell 1, Hof 1 eða Hnappavelli 2, Höfn eða Kirkjubæjarklaustur eftir því hvar þið eruð. Tafarlaus rýming.“ Sendir verða lögreglubílar frá Kirkjubæjarklaustri að Skaftafelli til að aðstoða við rýmingu og frá Höfn að Kvískerjum. Björgunarsveitir loka veginum við Lómagnúp og við Jökulsárlón og aðstoða við rýmingu. Deild Rauða krossins á Kirkjubæjarklaustri mun undirbúa móttöku fólks í fjöldahjálparstöð og Rauði krossinn á Höfn undirbýr einnig fjöldahjálparstöð. Þá verður slökkvilið í viðbragðsstöðu og til aðstoðar. Vettvangsstjórnir verða á Kirkjubæjarklaustri, á Höfn og í Öræfum. Aðgerðastjórn verður á Hellu og samhæfingarstöð í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Almannavarnir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Gefin hefur verið út ný rýmingaráætlun vegna hugsanlegs eldgoss í Öræfajökli. „Verði eldgos í Öræfajökli er stefnt að því að búið sé að rýma svæðið áður. Ef eldgos hefst án fyrirvara er svæðið rýmt samkvæmt meðfylgjandi neyðarrýmingaráætlun,“ segir í inngangi áætlunarinnar sem Almannavarnir gáfu út í gær. „Miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá jarðvísindadeild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum nú þegar áhyggjur,“ bætti Ármann við en undirstrikaði að nægur fyrirvari myndi fást til að koma fólki undan.Ármann Höksuldsson jarðfræðingur.vísir/valliLeiðbeiningar í tilfelli neyðarrýmingar eru þessar: „Farið stystu leið að Svínafelli 1, Hofi 1, Hnappavöllum 2. Bíðið frekari fyrirmæla þar í bílum. Ef til öskufalls kemur, leitið skjóls innandyra eða haldið kyrru fyrir í bílum. Þegar fyrirmæli verða gefin skal fylgja þeim og yfirgefa svæðið.“ Fram kemur í rýmingaráætluninni að Neyðarlínan 112 á að senda fjölda SMS-skilaboða á senda frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Skilaboðin verða þannig á íslensku en þau verða einnig á ensku: „Frá lögreglu. Eldgos er yfirvofandi í Öræfajökli. Rýmið á Svínafell 1, Hof 1 eða Hnappavelli 2, Höfn eða Kirkjubæjarklaustur eftir því hvar þið eruð. Tafarlaus rýming.“ Sendir verða lögreglubílar frá Kirkjubæjarklaustri að Skaftafelli til að aðstoða við rýmingu og frá Höfn að Kvískerjum. Björgunarsveitir loka veginum við Lómagnúp og við Jökulsárlón og aðstoða við rýmingu. Deild Rauða krossins á Kirkjubæjarklaustri mun undirbúa móttöku fólks í fjöldahjálparstöð og Rauði krossinn á Höfn undirbýr einnig fjöldahjálparstöð. Þá verður slökkvilið í viðbragðsstöðu og til aðstoðar. Vettvangsstjórnir verða á Kirkjubæjarklaustri, á Höfn og í Öræfum. Aðgerðastjórn verður á Hellu og samhæfingarstöð í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík.
Almannavarnir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira