Atvinnupókerspilari sem gerðist edrú snappari: „Búinn að vera fyllibytta öll mín ár“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2017 14:00 Daníel Már er nokkuð þekktur á Snapchat. „Ég var að taka dálítið stóra ákvörðun núna fyrir nokkrum dögum,” sagði Daníel Már, 29 ára gamall atvinnupókerspilari þegar tökuteymið fyrir þáttaröðina Snapparar heimsótti hann í kjallaraíbúð í Breiðholtinu í haust. Notendanafn hans á Snapchat er djaniel88. Tilefni viðtalsins var að Daníel langar að stækka á Snapchat. Hann langar að komast í fámennan hóp Íslendinga sem er í fullri vinnu við að snappa, í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Daníel var boðið ásamt plötusnúðnum Anítu Guðlaugu að mæta í ráðgjöf til stjörnusnapparans Gæja (Iceredneck) og stofnenda markaðstofunnar Eylendu, um hvernig þau geta stækkað á samfélagsmiðlum. Í ljós kom að tveimur dögum fyrir viðtalið hafði Daníel Már - sem gengur undir því nafni á Snapchat - ákveðið að hætta að drekka. „Ég er búin að vera fyllibytta öll mín ár, síðan rétt áður en maður mátti byrja að drekka. Rosa góð fyllibytta, skemmtilegur. En það er ekkert rosalega mikið um framtíðarsýn ef maður er alltaf í glasi.”Ástæðan fyrir því að hann hætti að drekka Eins og sjá má í myndbandinu sem hér fylgir var fyllsta ástæða fyrir Daníel að hætta að drekka, en þar er hann á Tenerife skömmu áður en hann tók þessa stóru ákvörðun. Snapparar er nýjasta þáttaröðin úr smiðju Lóu Pind. Í þeim er fylgst með nokkrum af helstu snöppurum landsins. Allt sjarmerandi fólk með ríkulega athyglisþörf sem hefur náð að laða þúsundir til að fylgjast með lífi sínu á Snapchat. Hvaða fólk er þetta og hvers konar fólk nær að slá í gegn á Snapchat? Getur maður lifað á því að vera atvinnuáhrifavaldur? Annar þáttur Snappara verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:55 þar sem við kynntumst meðal annars snappstjörnunni Sonju Story og þeim Daníel Má og Anítu Guðlaugu sem bæði langar að stækka á Snapchat. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson. Rétt er að taka fram að Eylenda tekur ekki að sér að veita áhrifavöldum ráðgjöf. Eylenda veitir hins vegar fyrirtækjunum ráðgjöf um samfélagsmiðla. Rætt var við snapparana í Brennslunni á föstudaginn. Hlusta má á spjallið í klippunni að neðan. Samfélagsmiðlar Snapparar Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Sjá meira
„Ég var að taka dálítið stóra ákvörðun núna fyrir nokkrum dögum,” sagði Daníel Már, 29 ára gamall atvinnupókerspilari þegar tökuteymið fyrir þáttaröðina Snapparar heimsótti hann í kjallaraíbúð í Breiðholtinu í haust. Notendanafn hans á Snapchat er djaniel88. Tilefni viðtalsins var að Daníel langar að stækka á Snapchat. Hann langar að komast í fámennan hóp Íslendinga sem er í fullri vinnu við að snappa, í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Daníel var boðið ásamt plötusnúðnum Anítu Guðlaugu að mæta í ráðgjöf til stjörnusnapparans Gæja (Iceredneck) og stofnenda markaðstofunnar Eylendu, um hvernig þau geta stækkað á samfélagsmiðlum. Í ljós kom að tveimur dögum fyrir viðtalið hafði Daníel Már - sem gengur undir því nafni á Snapchat - ákveðið að hætta að drekka. „Ég er búin að vera fyllibytta öll mín ár, síðan rétt áður en maður mátti byrja að drekka. Rosa góð fyllibytta, skemmtilegur. En það er ekkert rosalega mikið um framtíðarsýn ef maður er alltaf í glasi.”Ástæðan fyrir því að hann hætti að drekka Eins og sjá má í myndbandinu sem hér fylgir var fyllsta ástæða fyrir Daníel að hætta að drekka, en þar er hann á Tenerife skömmu áður en hann tók þessa stóru ákvörðun. Snapparar er nýjasta þáttaröðin úr smiðju Lóu Pind. Í þeim er fylgst með nokkrum af helstu snöppurum landsins. Allt sjarmerandi fólk með ríkulega athyglisþörf sem hefur náð að laða þúsundir til að fylgjast með lífi sínu á Snapchat. Hvaða fólk er þetta og hvers konar fólk nær að slá í gegn á Snapchat? Getur maður lifað á því að vera atvinnuáhrifavaldur? Annar þáttur Snappara verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:55 þar sem við kynntumst meðal annars snappstjörnunni Sonju Story og þeim Daníel Má og Anítu Guðlaugu sem bæði langar að stækka á Snapchat. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson. Rétt er að taka fram að Eylenda tekur ekki að sér að veita áhrifavöldum ráðgjöf. Eylenda veitir hins vegar fyrirtækjunum ráðgjöf um samfélagsmiðla. Rætt var við snapparana í Brennslunni á föstudaginn. Hlusta má á spjallið í klippunni að neðan.
Samfélagsmiðlar Snapparar Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Sjá meira