Síðasta aðvörun Björn Berg Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Það er allt lagt upp í hendurnar á okkur en samt virðast karlmenn eiga í stökustu vandræðum með jólagjafirnar ár eftir ár. Upp komst um þessa óheppilegu hegðun okkar þegar Google hóf að veita aðgang að leitarniðurstöðum kynjanna. Frá febrúar til desember er leitarstrengurinn „gjöf fyrir eiginmanninn“ helmingi meira notaður en „gjöf fyrir eiginkonuna“. Undirbúningurinn hefst greinilega snemma þar á bæ. Í desember gerir örvænting karla þó vart við sig og nær hámarki vikuna fyrir jól þegar 60% fleiri leita að hugmyndum að jólagjöfum fyrir eiginkonuna og þrefalt fleiri karlar slá inn leitarstrenginn en í nóvember. Sá sem þarf uppástungur frá Google örfáum dögum fyrir jól er í áhættuhópi með að enda á að gefa frúnni Vegahandbókina og börnunum púsluspil af næstu bensínstöð. Það er öllum fyrir bestu að við drífum í þessu og klárum gjafainnkaupin áður en gripið er í hið árlega „ég þarf aðeins að bregða mér út“ trikk á aðfangadagsmorgun. Það er nóvember. Singles' day er búinn, Svartur föstudagur liðinn og Cyber Monday var í fyrradag. Við höfum fengið fjölmörg tækifæri. Vefverslun hefur aukist gríðarlega ár frá ári og þægindin orðin slík að við þurfum ekki einu sinni að standa upp úr sófunum til að láta senda okkur pakkana, innpakkaða með korti, heim að dyrum. Konan þín keypti jólagjöfina þína sennilega á útsölunum í janúar. Þú ert örugglega búinn að rekast á hana heima en áttaðir þig ekki á því. Það er allt í lagi að vera tímanlega. Þetta er síðasta aðvörunin. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er allt lagt upp í hendurnar á okkur en samt virðast karlmenn eiga í stökustu vandræðum með jólagjafirnar ár eftir ár. Upp komst um þessa óheppilegu hegðun okkar þegar Google hóf að veita aðgang að leitarniðurstöðum kynjanna. Frá febrúar til desember er leitarstrengurinn „gjöf fyrir eiginmanninn“ helmingi meira notaður en „gjöf fyrir eiginkonuna“. Undirbúningurinn hefst greinilega snemma þar á bæ. Í desember gerir örvænting karla þó vart við sig og nær hámarki vikuna fyrir jól þegar 60% fleiri leita að hugmyndum að jólagjöfum fyrir eiginkonuna og þrefalt fleiri karlar slá inn leitarstrenginn en í nóvember. Sá sem þarf uppástungur frá Google örfáum dögum fyrir jól er í áhættuhópi með að enda á að gefa frúnni Vegahandbókina og börnunum púsluspil af næstu bensínstöð. Það er öllum fyrir bestu að við drífum í þessu og klárum gjafainnkaupin áður en gripið er í hið árlega „ég þarf aðeins að bregða mér út“ trikk á aðfangadagsmorgun. Það er nóvember. Singles' day er búinn, Svartur föstudagur liðinn og Cyber Monday var í fyrradag. Við höfum fengið fjölmörg tækifæri. Vefverslun hefur aukist gríðarlega ár frá ári og þægindin orðin slík að við þurfum ekki einu sinni að standa upp úr sófunum til að láta senda okkur pakkana, innpakkaða með korti, heim að dyrum. Konan þín keypti jólagjöfina þína sennilega á útsölunum í janúar. Þú ert örugglega búinn að rekast á hana heima en áttaðir þig ekki á því. Það er allt í lagi að vera tímanlega. Þetta er síðasta aðvörunin. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun