Slökkviliðið hefur áhyggjur af útleigu ólöglegs húsnæðis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. nóvember 2017 12:36 Áætlað er að alls búi 3.600 manns í ólöglegu húsnæði í Reykjavík. Vísir/pjetur Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlar að alls búi 3.660 manns í ólöglegu húsnæði. Ríflega tvö þúsund karlar, þúsund konur og tæplega níu hundruð börn. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Reykjavíkur Akademían og Reykjavíkurborg héldu í gær um aukna búsetu í óleyfilegu atvinnuhúsnæði, en skortur á leiguhúsnæði og hátt leiguverð hefur valdið þeirri þróun. Svandís Jóna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkur Akademíunnar, gerði rannsókn meðal 140 erlendra verkamanna á höfuðborgarsvæðinu og spurði út í húsnæðishagi. Hún komst að því að meðalleiga er 140 þúsund krónur á mánuði í atvinnuhúsnæði en að flestir borgi tvö hundruð þúsund á mánuði. Sumir hafi ekki aðgengi að grunnþjónustu og í sumum tilfellum er heimilissorp ekki hirt. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að slökkviðliðið hafi áhyggjur af þróun mála. „Við höfum aðallega áhyggjur af því að þetta er enn að vaxa og fjölgunin frá því í fyrra er drjúg. Svo er þetta jú, eins og við vitum, hluti af miklu stærra vandamáli. Almennri húsnæðiseklu og fjölda efnalítilla sem hafa ekki annað úrræði,“ segir Bjarni. Bjarni Kjartansson sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.vísir/auðunnBjarni segir að stór hluti þeirra sem búi í ólöglegu atvinnuhúsnæði búi við ágætt öryggi. Hins vegar séu mörg húsnæði sem séu ekki viðunandi. „Þá er ég að tala um húsnæði þar sem geta verið margvíslegir ágallar. Það getur vantað viðvörun, verið ágallar á hólfunum, ekki nógu góðar flóttaleiðir og síðan þegar þetta er orðið alvarlegt þá getur verið að það sé bara ein flóttaleið úr húsnæði.“ Slökkviliðið hefur þau úrræði að leggja dagsektir á leigusala eða að loka húsnæði. „Þegar við beitum kannski dagsektum við að knýja á um úrbætur þá tekur það langan tíma. Það er tímafrekt úrræði. Og síðan höfum við upplifað að daginn fyrir fyrirhugaða lokun getur verið farið með íbúa eitthvað annað. Síðan getur komið aftur búseta í sama húsnæði einhverntíman seinna. Þungt að elta uppi þennan minnsta hóp þar sem að brotaviljinn er mjög einlægur.“ Bjarni útskýrir að í brunalögum sé kveðið á um að kæra skuli þau tilvik til lögreglu þegar hætta hlýst af ólöglegri búsetu í atvinnuhúsnæði. Slökkviliðið hafi kært í nokkrum tilfellum en án árangurs þar sem málin hafa ekki þótt líkleg til sakfellingar þar sem lagagrundvöllur þykir of veikur. Þá sé ákvæði í almennum hegningarlögum sem segir að hver sá sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan hásku skuli sæta fangelsi í allt að fjögur ár. „Lög um brunavarnir eru sérlög og það eru almennt séð ekki þungar sakfellingar vegna brota á sérlögum. Við veltum því fyrir okkur hvort það sé ekki full ástæða til að þetta ákvæði brunalaga verði hreinlega tengt við þetta ákvæði í hegningarlögum. Hvað er þetta annað en ábátaskyn að leigja fólki jafnvel stórhættulegt húsnæði til búsetu.“ Bjarni vill að löggjafinn bregðist við. „Það er meinlegt við þetta umhverfi sem við búum í núna er að það er ekkert sem fælir frá því að leigja út atvinnuhúsnæði til óleyfilegrar búsetu.“ Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlar að alls búi 3.660 manns í ólöglegu húsnæði. Ríflega tvö þúsund karlar, þúsund konur og tæplega níu hundruð börn. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Reykjavíkur Akademían og Reykjavíkurborg héldu í gær um aukna búsetu í óleyfilegu atvinnuhúsnæði, en skortur á leiguhúsnæði og hátt leiguverð hefur valdið þeirri þróun. Svandís Jóna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkur Akademíunnar, gerði rannsókn meðal 140 erlendra verkamanna á höfuðborgarsvæðinu og spurði út í húsnæðishagi. Hún komst að því að meðalleiga er 140 þúsund krónur á mánuði í atvinnuhúsnæði en að flestir borgi tvö hundruð þúsund á mánuði. Sumir hafi ekki aðgengi að grunnþjónustu og í sumum tilfellum er heimilissorp ekki hirt. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að slökkviðliðið hafi áhyggjur af þróun mála. „Við höfum aðallega áhyggjur af því að þetta er enn að vaxa og fjölgunin frá því í fyrra er drjúg. Svo er þetta jú, eins og við vitum, hluti af miklu stærra vandamáli. Almennri húsnæðiseklu og fjölda efnalítilla sem hafa ekki annað úrræði,“ segir Bjarni. Bjarni Kjartansson sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.vísir/auðunnBjarni segir að stór hluti þeirra sem búi í ólöglegu atvinnuhúsnæði búi við ágætt öryggi. Hins vegar séu mörg húsnæði sem séu ekki viðunandi. „Þá er ég að tala um húsnæði þar sem geta verið margvíslegir ágallar. Það getur vantað viðvörun, verið ágallar á hólfunum, ekki nógu góðar flóttaleiðir og síðan þegar þetta er orðið alvarlegt þá getur verið að það sé bara ein flóttaleið úr húsnæði.“ Slökkviliðið hefur þau úrræði að leggja dagsektir á leigusala eða að loka húsnæði. „Þegar við beitum kannski dagsektum við að knýja á um úrbætur þá tekur það langan tíma. Það er tímafrekt úrræði. Og síðan höfum við upplifað að daginn fyrir fyrirhugaða lokun getur verið farið með íbúa eitthvað annað. Síðan getur komið aftur búseta í sama húsnæði einhverntíman seinna. Þungt að elta uppi þennan minnsta hóp þar sem að brotaviljinn er mjög einlægur.“ Bjarni útskýrir að í brunalögum sé kveðið á um að kæra skuli þau tilvik til lögreglu þegar hætta hlýst af ólöglegri búsetu í atvinnuhúsnæði. Slökkviliðið hafi kært í nokkrum tilfellum en án árangurs þar sem málin hafa ekki þótt líkleg til sakfellingar þar sem lagagrundvöllur þykir of veikur. Þá sé ákvæði í almennum hegningarlögum sem segir að hver sá sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan hásku skuli sæta fangelsi í allt að fjögur ár. „Lög um brunavarnir eru sérlög og það eru almennt séð ekki þungar sakfellingar vegna brota á sérlögum. Við veltum því fyrir okkur hvort það sé ekki full ástæða til að þetta ákvæði brunalaga verði hreinlega tengt við þetta ákvæði í hegningarlögum. Hvað er þetta annað en ábátaskyn að leigja fólki jafnvel stórhættulegt húsnæði til búsetu.“ Bjarni vill að löggjafinn bregðist við. „Það er meinlegt við þetta umhverfi sem við búum í núna er að það er ekkert sem fælir frá því að leigja út atvinnuhúsnæði til óleyfilegrar búsetu.“
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“