Óttast um heilsuna vegna sóðaskapar í Arnarholti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. nóvember 2017 20:00 Hælisleitendur frá Sómalíu segja aðbúnað hælisleitenda í Arnarholti mjög slæman. Sóðaskapur sé svo mikill að þeir óttist um heilsu sína. Þá líði þeim illa vegna einangrunar en erfitt er að komast þaðan til Reykjavíkur. Útlendingastofnun skoðar hvort bregðast þurfi við. Þeir Mahamud Abib Mahamud og Osman Abdifatah Osman eru hælisleitendur hér á landi og dvelja í Arnarholti, búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar, ásamt rúmlega áttatíu öðrum. Mahamud, sem kemur frá Sómalíu, var nýlega sviptur ríkisborgararétti í Noregi og vísað úr landi eftir 17 ára búsetu þar en norsk yfirvöld báru fyrir sig að hann hafi ekki gefið upp rétt föðurland á umsókn sinni um stöðu flóttamanns þar árið 2000 þegar hann var 14 ára gamall. Nýlega sótti hann um hæli á Íslandi en mál hans hefur vakið talsverða athygli bæði hér á landi og í Noregi. Osman er 18 ára gamall og kemur einnig frá Sómalíu. Nýlega synjun um hæli í Svíþjóð og flúði hingað eftir að hann fékk upplýsingar um að það ætti að senda hann aftur til heimalandsins.„Arnarholt er helvíti á jörðu“ Bæði Osman og Mahamud dvöldu fyrst í búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, áður en þeir voru sendir í Arnarholt á miðvikudaginn. „Ég hef aldrei séð stað sem líkist þessum. Það eru mikil óhreinindi hér. Daginn sem við komum fengum við ekkert til að elda. Eldhúsið var mjög skítugt, mikið af myglusvepp, það tók okkur meira en fimm tíma að þrífa herbergið sem við fengum. Sem heilbrigðisstarfsmaður þekki ég afleiðingar þess að dvelja í slíku rými,“ segir Mahamud. „Þetta er ekki gott fyrir heilsuna og ég er heilsutæpur,“ segir Osman. Þeir segja að þrátt fyrir það að þeir reyni að þrífa séu áttatíu aðrir sem búi í húsinu. Ástandið sé óbærilegt. Búsetuúrræðið í Bæjarhrauni hafi verið allt annað. „Það húsnæði er mjög gott.Það er mjög hreint og gott að búa þar,“ segir Oswan. „Yfirvöld vita ekki hvað er að gerast í Arnarholt. Arnarholt er helvíti á jörðu. Ég hef aldrei séð stað sem líkist þessum stað,“ segir Mahamud. Öryggisvörður er í Arnarholti allan sólarhringinn og hefur eftirlit með því að íbúar fylgi almennum húsreglum. Þeir segja að verðirnir spái lítið sem ekkert í þrifnaði. Mahamud lýsir því að viðmót þeirra sé slæmt ef kvartað er. „Þeir segja að ég sé ókurteis. Þeir segja: Haldir þú áfram að kvarta svona munum við senda skýrslu til Útlendingastofnunar. Þeir hóta mér en ég þekki rétt minn. Ég mun því berjst fyrir mínu.“ Í skriflegu svari frá Útlendingastofnun kemur fram að íbúar sjái sjálfir um þrif á eigin vistarverum og að þeim beri að ganga vel um í sameiginlegum rýmum. Þau rými séu þrifin af þjónustufyrirtæki 3 sinnum í viku. Stofnunin hafi hins vegar fengið kvartanir vegna óþrifnaðar. Aldrei sé hægt að brýna of oft fyrir íbúum hve nauðsynlegt það sé að allir gangi vel um. Stofnunin muni fara yfir það með samstarfsaðilum sínum hvort bregðast þurfi sérstaklega við ábendingunum. „Við erum flóttamenn og verðum að sætta okkur við stöðu okkar. En það eru takmörk fyrir því hvað maður sættir sig við. Þetta viljum við segja þjóðinni.“ Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa frétt. Vísir biður lesendur að vera málefnalegir og sýna kurteisi í athugasemdakerfinu. Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
Hælisleitendur frá Sómalíu segja aðbúnað hælisleitenda í Arnarholti mjög slæman. Sóðaskapur sé svo mikill að þeir óttist um heilsu sína. Þá líði þeim illa vegna einangrunar en erfitt er að komast þaðan til Reykjavíkur. Útlendingastofnun skoðar hvort bregðast þurfi við. Þeir Mahamud Abib Mahamud og Osman Abdifatah Osman eru hælisleitendur hér á landi og dvelja í Arnarholti, búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar, ásamt rúmlega áttatíu öðrum. Mahamud, sem kemur frá Sómalíu, var nýlega sviptur ríkisborgararétti í Noregi og vísað úr landi eftir 17 ára búsetu þar en norsk yfirvöld báru fyrir sig að hann hafi ekki gefið upp rétt föðurland á umsókn sinni um stöðu flóttamanns þar árið 2000 þegar hann var 14 ára gamall. Nýlega sótti hann um hæli á Íslandi en mál hans hefur vakið talsverða athygli bæði hér á landi og í Noregi. Osman er 18 ára gamall og kemur einnig frá Sómalíu. Nýlega synjun um hæli í Svíþjóð og flúði hingað eftir að hann fékk upplýsingar um að það ætti að senda hann aftur til heimalandsins.„Arnarholt er helvíti á jörðu“ Bæði Osman og Mahamud dvöldu fyrst í búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, áður en þeir voru sendir í Arnarholt á miðvikudaginn. „Ég hef aldrei séð stað sem líkist þessum. Það eru mikil óhreinindi hér. Daginn sem við komum fengum við ekkert til að elda. Eldhúsið var mjög skítugt, mikið af myglusvepp, það tók okkur meira en fimm tíma að þrífa herbergið sem við fengum. Sem heilbrigðisstarfsmaður þekki ég afleiðingar þess að dvelja í slíku rými,“ segir Mahamud. „Þetta er ekki gott fyrir heilsuna og ég er heilsutæpur,“ segir Osman. Þeir segja að þrátt fyrir það að þeir reyni að þrífa séu áttatíu aðrir sem búi í húsinu. Ástandið sé óbærilegt. Búsetuúrræðið í Bæjarhrauni hafi verið allt annað. „Það húsnæði er mjög gott.Það er mjög hreint og gott að búa þar,“ segir Oswan. „Yfirvöld vita ekki hvað er að gerast í Arnarholt. Arnarholt er helvíti á jörðu. Ég hef aldrei séð stað sem líkist þessum stað,“ segir Mahamud. Öryggisvörður er í Arnarholti allan sólarhringinn og hefur eftirlit með því að íbúar fylgi almennum húsreglum. Þeir segja að verðirnir spái lítið sem ekkert í þrifnaði. Mahamud lýsir því að viðmót þeirra sé slæmt ef kvartað er. „Þeir segja að ég sé ókurteis. Þeir segja: Haldir þú áfram að kvarta svona munum við senda skýrslu til Útlendingastofnunar. Þeir hóta mér en ég þekki rétt minn. Ég mun því berjst fyrir mínu.“ Í skriflegu svari frá Útlendingastofnun kemur fram að íbúar sjái sjálfir um þrif á eigin vistarverum og að þeim beri að ganga vel um í sameiginlegum rýmum. Þau rými séu þrifin af þjónustufyrirtæki 3 sinnum í viku. Stofnunin hafi hins vegar fengið kvartanir vegna óþrifnaðar. Aldrei sé hægt að brýna of oft fyrir íbúum hve nauðsynlegt það sé að allir gangi vel um. Stofnunin muni fara yfir það með samstarfsaðilum sínum hvort bregðast þurfi sérstaklega við ábendingunum. „Við erum flóttamenn og verðum að sætta okkur við stöðu okkar. En það eru takmörk fyrir því hvað maður sættir sig við. Þetta viljum við segja þjóðinni.“ Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa frétt. Vísir biður lesendur að vera málefnalegir og sýna kurteisi í athugasemdakerfinu.
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira