Finnur til með íslenskri konu sem ákærð er fyrir framleiðslu kannabisolíu í Danmörku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. nóvember 2017 20:00 Móðir drengs sem lést úr krabbameini í fyrra og notaði kannabisolíu til að lina þjáningar sínar fram á síðasta dag segist finna til með íslenskri konu sem ákærð er fyrir framleiðslu slíkrar olíu í Damörku. Þá segir formaður Krafts að algengt sé að félagsmenn leiti til þeirra með spurningar um efnið en að erfitt sé að mæla með einhverju sem er ólöglegt. Íslensk kona, Málfríður Þorleifsdóttir, sætir nú ákæru í Danmörku ásamt fjórum öðrum fyrir framleiðslu og sölu á kannabisolíu í lækningaskyni. Greint er frá málinu í morgunblaðinu í dag en ástæða þess að Málfríður er viðriðin málið er sú að hún vildi lina þjáningar föður síns sem greindst hafði með illvígt krabbamein. Málið hefur vakið talsverða athygli í Danmörku og vakið upp spurningar um hvort leyfa eigi kannabis til lækninga. Þá hefur sú umræða einnig komið upp hér á landi en hér er það ólöglegt. Ítarlega var fjallað um málið í þáttunum Brestir á Stöð2 fyrir nokkrum árum þar sem ungur maður sagði frá því hvernig hann hefði aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. Einn þeirra var Sigurður Jón Súddason en hann greindist með æxli í heila árið 2013. Hann og móðir hans, Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, tóku þá upp á því að útbúa kannabisolíu þar sem hefðbundnar leiðir duguðu ekki til að slá á verki hans. Sigurður lést í janúar í fyrra en hann notaði kannabisolíu nánast alveg fram að þeim degi. „Og það er engin efi í mínum huga varðandi verkastillandi og það eykur matarlyst,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segist finna mikið til með Málfríði og að hún geti sett sig í hennar spor. Þegar maður horfi á ástvin kveljast, þá geri maður allt til að hjálpa. „Mér leið illa að byrja og var hrædd en þegar ég sá árangurinn þá skipti það engu máli,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segir að fjöldi fólk sé í sömu stöðu en það höfðu margir samband eftir þáttinn. Þá fær félagið Kraftur, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein, reglulega spurningar frá félagsmönnum um kannabis í lækningarskyni. „Þar sem þetta er ólöglegt þá eru hendur okkar mjög bundnar,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts. Hún segir félagið opið fyrir því að lagt yrði fram frumvarp um að lögleiða kannabis í lækningarskyni. „Ef að félagsmenn okkar geta farið í apótek og leyst út lyfin sín án þess að þurfa að fara á svartan markað til þess að láta sér líða betur þá segjum við já,“ segir Ástrós. Þá á Ástrós mann með krabbamein og segir að þau hjón hafi þurft að skoða þann möguleika að nota kannabis til að lina þjáningar hans. „Auðvitað veður maður yfir eld og brennistein fyrir ástvin en að þurfa að fara á svartan markað og þurfa að læðupúkast sem ég veit að margir gera í dag er rosalega erfitt og auðvitað vill maður ekki þurfa að brjóta lög,“ segir Ástrós. Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Móðir drengs sem lést úr krabbameini í fyrra og notaði kannabisolíu til að lina þjáningar sínar fram á síðasta dag segist finna til með íslenskri konu sem ákærð er fyrir framleiðslu slíkrar olíu í Damörku. Þá segir formaður Krafts að algengt sé að félagsmenn leiti til þeirra með spurningar um efnið en að erfitt sé að mæla með einhverju sem er ólöglegt. Íslensk kona, Málfríður Þorleifsdóttir, sætir nú ákæru í Danmörku ásamt fjórum öðrum fyrir framleiðslu og sölu á kannabisolíu í lækningaskyni. Greint er frá málinu í morgunblaðinu í dag en ástæða þess að Málfríður er viðriðin málið er sú að hún vildi lina þjáningar föður síns sem greindst hafði með illvígt krabbamein. Málið hefur vakið talsverða athygli í Danmörku og vakið upp spurningar um hvort leyfa eigi kannabis til lækninga. Þá hefur sú umræða einnig komið upp hér á landi en hér er það ólöglegt. Ítarlega var fjallað um málið í þáttunum Brestir á Stöð2 fyrir nokkrum árum þar sem ungur maður sagði frá því hvernig hann hefði aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. Einn þeirra var Sigurður Jón Súddason en hann greindist með æxli í heila árið 2013. Hann og móðir hans, Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, tóku þá upp á því að útbúa kannabisolíu þar sem hefðbundnar leiðir duguðu ekki til að slá á verki hans. Sigurður lést í janúar í fyrra en hann notaði kannabisolíu nánast alveg fram að þeim degi. „Og það er engin efi í mínum huga varðandi verkastillandi og það eykur matarlyst,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segist finna mikið til með Málfríði og að hún geti sett sig í hennar spor. Þegar maður horfi á ástvin kveljast, þá geri maður allt til að hjálpa. „Mér leið illa að byrja og var hrædd en þegar ég sá árangurinn þá skipti það engu máli,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segir að fjöldi fólk sé í sömu stöðu en það höfðu margir samband eftir þáttinn. Þá fær félagið Kraftur, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein, reglulega spurningar frá félagsmönnum um kannabis í lækningarskyni. „Þar sem þetta er ólöglegt þá eru hendur okkar mjög bundnar,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts. Hún segir félagið opið fyrir því að lagt yrði fram frumvarp um að lögleiða kannabis í lækningarskyni. „Ef að félagsmenn okkar geta farið í apótek og leyst út lyfin sín án þess að þurfa að fara á svartan markað til þess að láta sér líða betur þá segjum við já,“ segir Ástrós. Þá á Ástrós mann með krabbamein og segir að þau hjón hafi þurft að skoða þann möguleika að nota kannabis til að lina þjáningar hans. „Auðvitað veður maður yfir eld og brennistein fyrir ástvin en að þurfa að fara á svartan markað og þurfa að læðupúkast sem ég veit að margir gera í dag er rosalega erfitt og auðvitað vill maður ekki þurfa að brjóta lög,“ segir Ástrós.
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“