Zúistar vilja hefja endurgreiðslu á sóknargjöldum í nóvember Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 10:15 Zúistar byggja á trúarbögðum Súmera til forna. Ágúst Arnar Ágústsson er forstöðumaður félagsins. Vísir Trúfélagið Zuism, sem er undir stjórn Ágústs Arnar Ágústssonar, hyggst hefja endurgreiðslur á sóknargjöldum til meðlima félagsins upp úr miðjum nóvmeber. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Ágúst Arnar segir að umsóknarfrestur sé til 15. nóvember og stefnt sé að því að greiða tveimur dögu meftir að honum lýkur. „Eftir langa bið og mikla baráttu er loksins komið að því að Zúistar geti fengið endurgreiðslu á sóknargjöldum. Meðlimum er einnig boðið að láta sóknargjöldin renna til góðgerðarmála. Zuism hefur nú þegar styrkt Barnaspítala Hringsins um 1,1 milljón til tækjakaupa. Félagið styrkti einnig neyðarsjóð UNICEF með 300 þúsund króna framlagi í fyrradag og mun halda áfram að styrkja önnur góðgerðarmálefni á næstu misserum. Zuism er eina trúfélag landsins sem leyfir sóknarbörnum að ráðstafa sínum sóknargjöldum. Við hvetjum fólk til að skrá sig í félagið fyrir 1. desember því stefnt er að því að endurgreiðslur muni halda áfram á næsta ári,“ segir Ágúst í tilkynningu.Ágúst Arnar Ágústsson er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra.Mynd/Úr einkasafniFyrr í dag barst tilkynning frá öldungaráði Zúista, þar sem það hvatti alla meðlimi félagsins til að skrá sig úr félaginu fyrir 1. desember. Öldungaráðið skipa þeir sem tóku félagið yfir árið 2015 og hóf að safna meðlimum í stórum stíl þar sem því var heitið að endurgreiða þeim út tæplega 11 þúsund króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfleaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig þá í félagið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það. Ágúst Arnar er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, en bróðir hans Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forsvarsmaður félagsins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaflegur formaður hætti. Einar hlaut í júní þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, en báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari, líkt og segir í frétt Fréttablaðsins. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Um sjö prósent Zúista sögðu sig úr söfnuðinum á þriðjudag Enn eru 2.385 manns skráðir í söfnuð Zúista. 26. október 2017 13:03 Segir þá sem skráðu sig úr Zuism ekki fá greitt Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélags zúista, segir starfsmann sýslumanns hafa gefið villandi upplýsingar og eytt gögnum um samskipti við keppinauta hans um völd í trúfélaginu. Boðar lofaða útgreiðslu sóknargjalda. 25. október 2017 06:00 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Trúfélagið Zuism, sem er undir stjórn Ágústs Arnar Ágústssonar, hyggst hefja endurgreiðslur á sóknargjöldum til meðlima félagsins upp úr miðjum nóvmeber. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Ágúst Arnar segir að umsóknarfrestur sé til 15. nóvember og stefnt sé að því að greiða tveimur dögu meftir að honum lýkur. „Eftir langa bið og mikla baráttu er loksins komið að því að Zúistar geti fengið endurgreiðslu á sóknargjöldum. Meðlimum er einnig boðið að láta sóknargjöldin renna til góðgerðarmála. Zuism hefur nú þegar styrkt Barnaspítala Hringsins um 1,1 milljón til tækjakaupa. Félagið styrkti einnig neyðarsjóð UNICEF með 300 þúsund króna framlagi í fyrradag og mun halda áfram að styrkja önnur góðgerðarmálefni á næstu misserum. Zuism er eina trúfélag landsins sem leyfir sóknarbörnum að ráðstafa sínum sóknargjöldum. Við hvetjum fólk til að skrá sig í félagið fyrir 1. desember því stefnt er að því að endurgreiðslur muni halda áfram á næsta ári,“ segir Ágúst í tilkynningu.Ágúst Arnar Ágústsson er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra.Mynd/Úr einkasafniFyrr í dag barst tilkynning frá öldungaráði Zúista, þar sem það hvatti alla meðlimi félagsins til að skrá sig úr félaginu fyrir 1. desember. Öldungaráðið skipa þeir sem tóku félagið yfir árið 2015 og hóf að safna meðlimum í stórum stíl þar sem því var heitið að endurgreiða þeim út tæplega 11 þúsund króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfleaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig þá í félagið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það. Ágúst Arnar er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, en bróðir hans Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forsvarsmaður félagsins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaflegur formaður hætti. Einar hlaut í júní þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, en báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari, líkt og segir í frétt Fréttablaðsins.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Um sjö prósent Zúista sögðu sig úr söfnuðinum á þriðjudag Enn eru 2.385 manns skráðir í söfnuð Zúista. 26. október 2017 13:03 Segir þá sem skráðu sig úr Zuism ekki fá greitt Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélags zúista, segir starfsmann sýslumanns hafa gefið villandi upplýsingar og eytt gögnum um samskipti við keppinauta hans um völd í trúfélaginu. Boðar lofaða útgreiðslu sóknargjalda. 25. október 2017 06:00 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00
Um sjö prósent Zúista sögðu sig úr söfnuðinum á þriðjudag Enn eru 2.385 manns skráðir í söfnuð Zúista. 26. október 2017 13:03
Segir þá sem skráðu sig úr Zuism ekki fá greitt Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélags zúista, segir starfsmann sýslumanns hafa gefið villandi upplýsingar og eytt gögnum um samskipti við keppinauta hans um völd í trúfélaginu. Boðar lofaða útgreiðslu sóknargjalda. 25. október 2017 06:00