Náttúran öll mun mildari Magnús Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2017 13:00 Björgvin Björgvinsson á sýningu sinni Straumur í Listasafninu í Kouvola. Björgvin Björgvinsson, myndlistarmaður og myndlistakennari, hefur búið og starfað í borginni Kouvola í Finnlandi í meira en tuttugu ár. Fyrir skömmu opnaði Björgvin sýningu í listasafni borgarinnar undir heitinu Straumur. Björgvin lærði fyrst hér heima en fór síðan í framhaldsnám til London, Belgrad og loks til Lhati í Finnlandi. Spurður um hvað hann sé að sýna að þessu sinni segir Björgvin það vera ljósmyndaraðir, alls 25 myndir, og allar tengist þær umhverfinu bæði í nágrenni við þar sem hann býr, Norður-Finnlandi og svo er hluti myndanna frá Reykjavík. „Hér áður var ég meira í málverkinu en hef einbeitt mér meira að ljósmyndinni síðustu ár með áherslu á ljóðræna stemningu.“ Björgvin segir titil sýningarinnar vísa einkum í myndir sem hann hefur tekið af ám. „Þetta verða svona hálfgerðar abstraktmyndir þó svo þær séu í raun hlutlægar. En svo eru einnig aðrar myndir sem eru teknar í þokuslæðingi að morgni við ána í Kuusankoski sem er hér skammt frá. Það sem vekur athygli mína í náttúrunni hér í samanburði við heima á Íslandi er að hér er náttúran öll mun mildari. Það er þó mjög fallegt hérna en þá einkum niður við vötnin og árnar og skógurinn býr líka yfir sinni fegurð enda hef ég gert talsvert af því að mynda þar.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Björgvin sýnir í Listasafninu í Kouvola en síðast var það fyrir þremur árum. „Þá var ég með sýningu sem ég nefndi Spor og þar var ég að skoða náttúru í mótun, hluti sem breytast sífellt og jafnvel hverfa.“ Björgvin segir að hann kunni vel við sig í þarna í Suðaustur-Finnlandi og að þar sé gott að vera. „Finnarnir eiga vel við mig eins og náttúran hér í kring og svo á ég finnska konu þannig að þetta er allt bara gott og fallegt.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. nóvember. Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Björgvin Björgvinsson, myndlistarmaður og myndlistakennari, hefur búið og starfað í borginni Kouvola í Finnlandi í meira en tuttugu ár. Fyrir skömmu opnaði Björgvin sýningu í listasafni borgarinnar undir heitinu Straumur. Björgvin lærði fyrst hér heima en fór síðan í framhaldsnám til London, Belgrad og loks til Lhati í Finnlandi. Spurður um hvað hann sé að sýna að þessu sinni segir Björgvin það vera ljósmyndaraðir, alls 25 myndir, og allar tengist þær umhverfinu bæði í nágrenni við þar sem hann býr, Norður-Finnlandi og svo er hluti myndanna frá Reykjavík. „Hér áður var ég meira í málverkinu en hef einbeitt mér meira að ljósmyndinni síðustu ár með áherslu á ljóðræna stemningu.“ Björgvin segir titil sýningarinnar vísa einkum í myndir sem hann hefur tekið af ám. „Þetta verða svona hálfgerðar abstraktmyndir þó svo þær séu í raun hlutlægar. En svo eru einnig aðrar myndir sem eru teknar í þokuslæðingi að morgni við ána í Kuusankoski sem er hér skammt frá. Það sem vekur athygli mína í náttúrunni hér í samanburði við heima á Íslandi er að hér er náttúran öll mun mildari. Það er þó mjög fallegt hérna en þá einkum niður við vötnin og árnar og skógurinn býr líka yfir sinni fegurð enda hef ég gert talsvert af því að mynda þar.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Björgvin sýnir í Listasafninu í Kouvola en síðast var það fyrir þremur árum. „Þá var ég með sýningu sem ég nefndi Spor og þar var ég að skoða náttúru í mótun, hluti sem breytast sífellt og jafnvel hverfa.“ Björgvin segir að hann kunni vel við sig í þarna í Suðaustur-Finnlandi og að þar sé gott að vera. „Finnarnir eiga vel við mig eins og náttúran hér í kring og svo á ég finnska konu þannig að þetta er allt bara gott og fallegt.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. nóvember.
Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“