Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. október 2017 19:30 Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans.Í Fréttablaðinu í dag sagði Hildur Erla Gísladóttir frá grófu ofbeldi sem hún var beitt af sundþjálfaranum sínum þegar á árunum 2007 og 2008 þegar hún æfði með sundfélagi Hafnarfjarðar. Hún var aðeins 16 ára gömul þegar þjálfarinn áreitti hana fyrst. Þau voru tvö ein í bíl þar sem hann hafði boðist til þess að keyra hana heim eftir æfingu. Hann var þá 52 ára. Þjálfaranum tókst að brjóta Hildi Erlu niður með áreitni og kynferðislegu ofbeldi sem versnaði næstu mánuði, þangað til hún loksins þorði að segja frá. Hildur kærði manninn en hann var aldrei dæmdur fyrir brot sín. Aldrei náðist að taka skýrslu af honum þar sem hann fór úr landi eftir að málið kom upp. Hann viðurkenndi brot sín þó fyrir formanni sundfélags Hafnarfjarðar. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, segir að þegar atvikið hafi komið upp hafi verið til verkferlar til að vinna eftir. „Þeir eru í dag öðruvísi en þeir voru þá og það er líka ljóst að við fórum ekki nákvæmlega eftir þeim á þeim tíma,“ segir Hörður en þjálfarinn hafði áður verið tilkynntur til sundsambandsins fyrir óæskilega hegðun. „Við ræddum saman ég og þáverandi formaður Sundfélagsins í Hafnarfirði og ég veit að hann átti samtal við þennan þjálfara. Þetta kemur svo ofan í seinna og eftir á að hyggja má segja að við hefðum átt að bregðast öðruvísi við,“ segir Hörður. Hann segir að nú sé unnið að því að skerpa verkferla. „Ef það kemur upp kvittur af ofbeldi af einhverju tagi er gripið inn í strax,“ segir Hörður og bætir við að haft yrði samband við allra foreldra og rannsókn sett af stað. Hörður útskýrir að í þrígang hafi verið haft samband við sundsambandið frá sundfélögum að utan með fyrirspurnir um störf þjálfaras hér á landi. „Ég hef í öllum tilfellum bent á það að það kom upp mál sem varðar misbeitingu í hans störfum hér og bent viðkomandi á að hafa samband við félagið sem hann starfaði hjá þannig að þeir fengju þá upplýsingar frá fyrstu hendi.“ Hörður segir að kvörtun Hildar sé eina kvörtunin sem hafi borist sambandinu, er lítur að kynferðisofbeldi, á þeim tíma sem hann hefur starfað sem formaður eða í 11 ár. „Ég er alveg klár á því að þetta er ekki einsdæmi. Mikil þöggun hefur verið um þessi mál,“ segir Hörður og bætir við að það sé ánægjulegt að Hildur hafi stigið fram og vonar að það hjálpi öðru íþróttafólki. Tengdar fréttir Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Sjá meira
Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans.Í Fréttablaðinu í dag sagði Hildur Erla Gísladóttir frá grófu ofbeldi sem hún var beitt af sundþjálfaranum sínum þegar á árunum 2007 og 2008 þegar hún æfði með sundfélagi Hafnarfjarðar. Hún var aðeins 16 ára gömul þegar þjálfarinn áreitti hana fyrst. Þau voru tvö ein í bíl þar sem hann hafði boðist til þess að keyra hana heim eftir æfingu. Hann var þá 52 ára. Þjálfaranum tókst að brjóta Hildi Erlu niður með áreitni og kynferðislegu ofbeldi sem versnaði næstu mánuði, þangað til hún loksins þorði að segja frá. Hildur kærði manninn en hann var aldrei dæmdur fyrir brot sín. Aldrei náðist að taka skýrslu af honum þar sem hann fór úr landi eftir að málið kom upp. Hann viðurkenndi brot sín þó fyrir formanni sundfélags Hafnarfjarðar. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, segir að þegar atvikið hafi komið upp hafi verið til verkferlar til að vinna eftir. „Þeir eru í dag öðruvísi en þeir voru þá og það er líka ljóst að við fórum ekki nákvæmlega eftir þeim á þeim tíma,“ segir Hörður en þjálfarinn hafði áður verið tilkynntur til sundsambandsins fyrir óæskilega hegðun. „Við ræddum saman ég og þáverandi formaður Sundfélagsins í Hafnarfirði og ég veit að hann átti samtal við þennan þjálfara. Þetta kemur svo ofan í seinna og eftir á að hyggja má segja að við hefðum átt að bregðast öðruvísi við,“ segir Hörður. Hann segir að nú sé unnið að því að skerpa verkferla. „Ef það kemur upp kvittur af ofbeldi af einhverju tagi er gripið inn í strax,“ segir Hörður og bætir við að haft yrði samband við allra foreldra og rannsókn sett af stað. Hörður útskýrir að í þrígang hafi verið haft samband við sundsambandið frá sundfélögum að utan með fyrirspurnir um störf þjálfaras hér á landi. „Ég hef í öllum tilfellum bent á það að það kom upp mál sem varðar misbeitingu í hans störfum hér og bent viðkomandi á að hafa samband við félagið sem hann starfaði hjá þannig að þeir fengju þá upplýsingar frá fyrstu hendi.“ Hörður segir að kvörtun Hildar sé eina kvörtunin sem hafi borist sambandinu, er lítur að kynferðisofbeldi, á þeim tíma sem hann hefur starfað sem formaður eða í 11 ár. „Ég er alveg klár á því að þetta er ekki einsdæmi. Mikil þöggun hefur verið um þessi mál,“ segir Hörður og bætir við að það sé ánægjulegt að Hildur hafi stigið fram og vonar að það hjálpi öðru íþróttafólki.
Tengdar fréttir Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Sjá meira
Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent