Húsnæðisstefna Alþýðufylkingarinnar Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 24. október 2017 11:45 Húsnæði er drjúgur hluti af framfærslukostnaði alþýðufjölskyldna á Íslandi. Þess vegna skiptir það höfuðmáli að minnka þann kostnað til að bæta lífskjörin. Stærsti liður húsnæðiskostnaðarins er vextir af lánum. Það er auk þess alveg óþarfur kostnaðarliður, þannig að þar er eðlilegast að bera niður fyrst við að lækka kostnað. Með því að taka fjármálakerfið úr höndum einkaaðila og koma því í félagslegan rekstur á vegum ríkisins er möguleiki að lána vaxtalaust til hóflegra húsnæðiskaupa, þar sem engir kapítalistar eru til að draga sér hlut af því. Þegar stærri hluti af fjármagni samfélagsins er í sameiginlegri eigu er einnig hægt að reka félagslegt leiguhúsnæði eftir þörfum, þar sem leigan þarf ekki að standa undir vaxtakostnaði af því fé, sem bundið er í byggingunum. Þessar aðgerðir myndu valda straumhvörfum í bættum lífskjörum almennings á Íslandi, og skapa grundvöll fyrir aukinn jöfnuð og gegnsæi í kjörum. Húsnæði er frumþörf, sem allir þurfa á að halda. Fjármögnun þess á því ekki að vera gróðaleið fyrir svokallaða fjármagnseigendur á markaði. Það er meira í ætt við fjárkúgun en frjáls viðskipti. Enda hefur fjármögnun húsnæðis ekki aðeins verið notuð til að draga til sín afgjald reglulega, heldur einnig til að svifta fólk aleigunni þegar svo ber undir, og færa eignir almennings í hendur fárra auðmanna, eins og gerðist í stórum stíl í kjölfar hrunsins. Þannig stuðlar þetta kerfi eftir mörgum leiðum að ójöfnuði og eignasöfnun á fáar hendur. Það er því brýnt að húsnæðisstefna Alþýðufylkingarinnar komist til framkvæmda sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari skaða en orðinn er.Höfundur er trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæði er drjúgur hluti af framfærslukostnaði alþýðufjölskyldna á Íslandi. Þess vegna skiptir það höfuðmáli að minnka þann kostnað til að bæta lífskjörin. Stærsti liður húsnæðiskostnaðarins er vextir af lánum. Það er auk þess alveg óþarfur kostnaðarliður, þannig að þar er eðlilegast að bera niður fyrst við að lækka kostnað. Með því að taka fjármálakerfið úr höndum einkaaðila og koma því í félagslegan rekstur á vegum ríkisins er möguleiki að lána vaxtalaust til hóflegra húsnæðiskaupa, þar sem engir kapítalistar eru til að draga sér hlut af því. Þegar stærri hluti af fjármagni samfélagsins er í sameiginlegri eigu er einnig hægt að reka félagslegt leiguhúsnæði eftir þörfum, þar sem leigan þarf ekki að standa undir vaxtakostnaði af því fé, sem bundið er í byggingunum. Þessar aðgerðir myndu valda straumhvörfum í bættum lífskjörum almennings á Íslandi, og skapa grundvöll fyrir aukinn jöfnuð og gegnsæi í kjörum. Húsnæði er frumþörf, sem allir þurfa á að halda. Fjármögnun þess á því ekki að vera gróðaleið fyrir svokallaða fjármagnseigendur á markaði. Það er meira í ætt við fjárkúgun en frjáls viðskipti. Enda hefur fjármögnun húsnæðis ekki aðeins verið notuð til að draga til sín afgjald reglulega, heldur einnig til að svifta fólk aleigunni þegar svo ber undir, og færa eignir almennings í hendur fárra auðmanna, eins og gerðist í stórum stíl í kjölfar hrunsins. Þannig stuðlar þetta kerfi eftir mörgum leiðum að ójöfnuði og eignasöfnun á fáar hendur. Það er því brýnt að húsnæðisstefna Alþýðufylkingarinnar komist til framkvæmda sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari skaða en orðinn er.Höfundur er trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun