Enn stjórnlaust hjá zúistum sem eiga nú um 50 milljóna króna sjóð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. október 2017 06:00 Zúistar byggja á trúarbögðum Súmera til forna. vísir/afp Enginn hefur enn náð stjórnartaumum í trúfélagi zúista eftir að innanríkisráðuneytið úrskurðaði í janúar síðastliðnum að Ísak Andri Ólafsson, sem verið hafði forstöðumaður frá 1. júní 2015, væri ekki réttmætur fyrirsvarsmaður félagsins. Ísak fór fyrir þeim hópi sem lofaði meðlimum zúista að fá beint í sínar hendur sóknargjöld sem ríkið greiðir fyrir hvern og einn félagsmann trúfélaga, um tíu þúsund krónur á ári. Varð við þetta mikil fjölgun í félaginu sem við síðustu skráningu í taldi 2.845 meðlimi og er sjöunda stærsta trúfélag landsins og það eina án skráðs forstöðumanns. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun ágúst hefur ríkið ekki greitt út hin lögbundnu sóknargjöld til zúista frá því í febrúar 2016 vegna þess að ekki liggur fyrir hver er rétthafi í trúfélaginu. Peningarnir bíða hins vegar félagsins þegar málin eru komin á hreint. Búast má við að í hverjum mánuði bætist um 2,6 milljónir í sjóðinn sem væntanlega er kominn yfir 50 milljónir króna. Ágúst Arnar Ágústsson, einn upphaflegra stofnefnda zúista og annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, hefur gert kröfu um að vera skráður forstöðumaður zúista. Það er sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra sem annast slíka skráningu. Mikil töf hefur orðið á afgreiðslu kröfu Ágústs hjá sýslumannsembættinu og kvartaði hann undan töfinni til umboðsmanns Alþingis. Fyrir um tveimur mánuðum fékk Fréttablaðið þær upplýsingar hjá sýslumannsembættinu að niðurstöðu væri að vænta í forstöðumannsmálinu. Þrátt fyrir margítrekuð símtöl og tölvuskeyti þangað hafa engar upplýsingar um stöðu málsins fengist síðan. Hins vegar má sjá af trúfélagalista embættisins að enn er enginn forstöðumaður skráður hjá zúistum, einu trúfélaga í landinu. Hjá umboðsmanni Alþingis var með vísan í starfsreglur neitað að gefa upplýsingar um framgang kvörtunarmálsins þar. Hvorki náðist í Ágúst né lögmann hans í gær. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Inneign zúista hjá ríkinu á sóknargjöldum nálgast 50 milljónir króna. Stofnfélaginn Ágúst Arnar Ágústsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis. 4. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Enginn hefur enn náð stjórnartaumum í trúfélagi zúista eftir að innanríkisráðuneytið úrskurðaði í janúar síðastliðnum að Ísak Andri Ólafsson, sem verið hafði forstöðumaður frá 1. júní 2015, væri ekki réttmætur fyrirsvarsmaður félagsins. Ísak fór fyrir þeim hópi sem lofaði meðlimum zúista að fá beint í sínar hendur sóknargjöld sem ríkið greiðir fyrir hvern og einn félagsmann trúfélaga, um tíu þúsund krónur á ári. Varð við þetta mikil fjölgun í félaginu sem við síðustu skráningu í taldi 2.845 meðlimi og er sjöunda stærsta trúfélag landsins og það eina án skráðs forstöðumanns. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun ágúst hefur ríkið ekki greitt út hin lögbundnu sóknargjöld til zúista frá því í febrúar 2016 vegna þess að ekki liggur fyrir hver er rétthafi í trúfélaginu. Peningarnir bíða hins vegar félagsins þegar málin eru komin á hreint. Búast má við að í hverjum mánuði bætist um 2,6 milljónir í sjóðinn sem væntanlega er kominn yfir 50 milljónir króna. Ágúst Arnar Ágústsson, einn upphaflegra stofnefnda zúista og annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, hefur gert kröfu um að vera skráður forstöðumaður zúista. Það er sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra sem annast slíka skráningu. Mikil töf hefur orðið á afgreiðslu kröfu Ágústs hjá sýslumannsembættinu og kvartaði hann undan töfinni til umboðsmanns Alþingis. Fyrir um tveimur mánuðum fékk Fréttablaðið þær upplýsingar hjá sýslumannsembættinu að niðurstöðu væri að vænta í forstöðumannsmálinu. Þrátt fyrir margítrekuð símtöl og tölvuskeyti þangað hafa engar upplýsingar um stöðu málsins fengist síðan. Hins vegar má sjá af trúfélagalista embættisins að enn er enginn forstöðumaður skráður hjá zúistum, einu trúfélaga í landinu. Hjá umboðsmanni Alþingis var með vísan í starfsreglur neitað að gefa upplýsingar um framgang kvörtunarmálsins þar. Hvorki náðist í Ágúst né lögmann hans í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Inneign zúista hjá ríkinu á sóknargjöldum nálgast 50 milljónir króna. Stofnfélaginn Ágúst Arnar Ágústsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis. 4. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26
Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30
Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Inneign zúista hjá ríkinu á sóknargjöldum nálgast 50 milljónir króna. Stofnfélaginn Ágúst Arnar Ágústsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis. 4. ágúst 2017 06:00