„Þið eruð að drepa okkur“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 09:00 Aðstoð hefur borist til Puerto Rico en ljóst er að fjölmargir til viðbótar þurfa hjálp. Vísir/GEtty „Við erum að deyja hérna og ég get ekki skilið hvernig öflugasta þjóð heimsins getur ekki ráðið úr þeim vandræðum að koma hjálp til smárrar eyju. Hjálp. Við erum í vandræðum.“ Þetta sagði Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan höfuðborgar Puerto Rico í gær. Fellibylurinn María fór þar yfir í síðust viku og olli gífurlegum skemmdum. Minnst sextán eru látnir og marga skortir helstu nauðsynjar. Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera „ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp.Samkvæmt AP fréttaveitunni fengu þúsundir drykkjarvatn og mat í gær. Fjarskiptum hefur verið komið á aftur á um þriðjungi eyjunnar hafa nærri því helmingur kjörmarkaða opnað aftur að einhverju leyti. Þrátt fyrir það eru enn fjölmargir sem þurfa aðstoð. Trump ræddi við blaðamenn í gær og sagði ljóst að Puerto Rico gæti ekki ráðið við uppbygginguna án aðstoðar. Það væri ekkert eftir á eyjunni. Þó ræddi hann einnig um skuldir eyjunnar og slæmt ásigkomulag innviða þar. „Á endanum mun ríkisstjórn Puerto Rico þurfa að ræða við okkur um hvernig þessi gífurlega mikla uppbygging, og á endanum mun hún verða einhver umfangsmesta uppbygging sögunnar, verður fjármögnuð og skipulögð. Einnig þarf að ræða um hinar miklu skuldir eyjunnar. Þrátt fyrir það munum við ekki hvílast fyrr en íbúar Puerto Rico eru óhultir,“ sagði Trump skömmu áður en hann lagði af stað til golfklúbbar síns í New Jersey. Forsetinn mun verja helginni þar og spilaði hann golf í gærkvöldi. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýnd harðlega og líkt við viðbrögðum stjórnvalda við fellibylnum Katrina árið 2005. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sjá meira
„Við erum að deyja hérna og ég get ekki skilið hvernig öflugasta þjóð heimsins getur ekki ráðið úr þeim vandræðum að koma hjálp til smárrar eyju. Hjálp. Við erum í vandræðum.“ Þetta sagði Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan höfuðborgar Puerto Rico í gær. Fellibylurinn María fór þar yfir í síðust viku og olli gífurlegum skemmdum. Minnst sextán eru látnir og marga skortir helstu nauðsynjar. Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera „ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp.Samkvæmt AP fréttaveitunni fengu þúsundir drykkjarvatn og mat í gær. Fjarskiptum hefur verið komið á aftur á um þriðjungi eyjunnar hafa nærri því helmingur kjörmarkaða opnað aftur að einhverju leyti. Þrátt fyrir það eru enn fjölmargir sem þurfa aðstoð. Trump ræddi við blaðamenn í gær og sagði ljóst að Puerto Rico gæti ekki ráðið við uppbygginguna án aðstoðar. Það væri ekkert eftir á eyjunni. Þó ræddi hann einnig um skuldir eyjunnar og slæmt ásigkomulag innviða þar. „Á endanum mun ríkisstjórn Puerto Rico þurfa að ræða við okkur um hvernig þessi gífurlega mikla uppbygging, og á endanum mun hún verða einhver umfangsmesta uppbygging sögunnar, verður fjármögnuð og skipulögð. Einnig þarf að ræða um hinar miklu skuldir eyjunnar. Þrátt fyrir það munum við ekki hvílast fyrr en íbúar Puerto Rico eru óhultir,“ sagði Trump skömmu áður en hann lagði af stað til golfklúbbar síns í New Jersey. Forsetinn mun verja helginni þar og spilaði hann golf í gærkvöldi. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýnd harðlega og líkt við viðbrögðum stjórnvalda við fellibylnum Katrina árið 2005.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sjá meira