Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2017 14:15 Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis. Hann telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen og Bjarna Benediktssonar. vísir/vilhelm Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, varðandi það þegar Sigríður sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. Tryggvi sagði að hann hefði greint nefndinni frá því eftir athugun sína sem byggði á því sem fyrir lægi að hann teldi ekki tilefni til frumkvæðisathugunar að hans hálfu. „Ég er búinn að fara yfir þau atriði og þau atvik sem ég hef haft aðgang að og þau hafa ekki gefið mér tilefni til þess. Auðvitað er það byggt á þeim upplýsingum sem ég hef getað ráðið bæði af frásögnum í fjölmiðlum og því sem ég hef kannað. Ég hef farið yfir þær reglur sem gilda um trúnað í þessum málum með nefndinni. Útskýrt þær og hvernig þær horfa við mér og ég held að það sé rétt að leyfa nefndinni að fjalla um það,“ sagði Tryggvi eftir fundinn í samtali við Heimi Má Pétursson.Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar með dómsmálaráðherra í vikunni þar sem uppreist æru var til umræðu.vísir/anton brinkHildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á í nefndinni, segir að orð umboðsmanns í morgun hafi ekki komið sér á óvart. Niðurstaða hans væri í samræmi við staðreyndir málsins frá hennar bæjardyrum séð. „Aðaltriði þessa fundar er afstaða umboðsmanns að eftir að hafa skoðað allt þetta mál telur hann ekki þörf á frekari rannsókn,“ segir Hildur. Hún segir umboðsmann hafa farið sérstaklega yfir það atriði sem varðar meintan trúnaðarbrest Sigríðar þegar hún miðlaði upplýsingum til Bjarna. „Þá fór hann yfir atriði í því samhengi varðandi aðra ráðherra, upplýsingagjöf ráðuneytisins, vinnslu nefndarinnar og svo framvegis. Þannig að það var farið yfir svo gott sem allt málið og stutta niðurstaðan er sú að eftir hans skoðun telur hann ekki efni til frekari rannsóknar af sinni hálfu.“„Óþarfi fyrir samfélagið að vera í einhverjum ótta og óöryggi gagnvart því að þarna hafi ráðamenn gert eitthvað rangt“ Hildur segir að eftir standi að hægt sé að setja punkt aftan við stóru atriðin í málinu. „Við erum komin fram með þær upplýsingar að það er óþarfi fyrir samfélagið að vera í einhverjum ótta og óöryggi gagnvart því að þarna hafi ráðamenn gert eitthvað rangt. Svo er ekki. Ég held hins vegar að það væri æskilegt að nefndin fari gaumgæfilega yfir að skoða framkvæmdina framkvæmdina á uppreist æru undanfarna áratugi þar sem við erum öll sammála um að þar hefði mátt gera betur, og hægt er að læra af,“ segir Hildur. Hún bætir við að aðalatriðið núna sé að aðstoða ráðherra við að klára vinnuna sem hún hefur hafið við að breyta lögum um uppreist æru þar sem frá upphafi þessa máls hafi verið ljóst að framkvæmdin á því sé í engu í takt við réttlætiskennd þjóðarinnar. Kosningar 2017 Uppreist æru Tengdar fréttir Nauðgaði barni 1978, fékk uppreist æru 1995 og reyndi aftur að nauðga barni 2008 Íslenskur karlmaður um sextugt, Ómar Ragnarsson, sat grímuklæddur fyrir tíu ára stúlku í skógi í Noregi. 21. september 2017 13:56 Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, varðandi það þegar Sigríður sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. Tryggvi sagði að hann hefði greint nefndinni frá því eftir athugun sína sem byggði á því sem fyrir lægi að hann teldi ekki tilefni til frumkvæðisathugunar að hans hálfu. „Ég er búinn að fara yfir þau atriði og þau atvik sem ég hef haft aðgang að og þau hafa ekki gefið mér tilefni til þess. Auðvitað er það byggt á þeim upplýsingum sem ég hef getað ráðið bæði af frásögnum í fjölmiðlum og því sem ég hef kannað. Ég hef farið yfir þær reglur sem gilda um trúnað í þessum málum með nefndinni. Útskýrt þær og hvernig þær horfa við mér og ég held að það sé rétt að leyfa nefndinni að fjalla um það,“ sagði Tryggvi eftir fundinn í samtali við Heimi Má Pétursson.Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar með dómsmálaráðherra í vikunni þar sem uppreist æru var til umræðu.vísir/anton brinkHildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á í nefndinni, segir að orð umboðsmanns í morgun hafi ekki komið sér á óvart. Niðurstaða hans væri í samræmi við staðreyndir málsins frá hennar bæjardyrum séð. „Aðaltriði þessa fundar er afstaða umboðsmanns að eftir að hafa skoðað allt þetta mál telur hann ekki þörf á frekari rannsókn,“ segir Hildur. Hún segir umboðsmann hafa farið sérstaklega yfir það atriði sem varðar meintan trúnaðarbrest Sigríðar þegar hún miðlaði upplýsingum til Bjarna. „Þá fór hann yfir atriði í því samhengi varðandi aðra ráðherra, upplýsingagjöf ráðuneytisins, vinnslu nefndarinnar og svo framvegis. Þannig að það var farið yfir svo gott sem allt málið og stutta niðurstaðan er sú að eftir hans skoðun telur hann ekki efni til frekari rannsóknar af sinni hálfu.“„Óþarfi fyrir samfélagið að vera í einhverjum ótta og óöryggi gagnvart því að þarna hafi ráðamenn gert eitthvað rangt“ Hildur segir að eftir standi að hægt sé að setja punkt aftan við stóru atriðin í málinu. „Við erum komin fram með þær upplýsingar að það er óþarfi fyrir samfélagið að vera í einhverjum ótta og óöryggi gagnvart því að þarna hafi ráðamenn gert eitthvað rangt. Svo er ekki. Ég held hins vegar að það væri æskilegt að nefndin fari gaumgæfilega yfir að skoða framkvæmdina framkvæmdina á uppreist æru undanfarna áratugi þar sem við erum öll sammála um að þar hefði mátt gera betur, og hægt er að læra af,“ segir Hildur. Hún bætir við að aðalatriðið núna sé að aðstoða ráðherra við að klára vinnuna sem hún hefur hafið við að breyta lögum um uppreist æru þar sem frá upphafi þessa máls hafi verið ljóst að framkvæmdin á því sé í engu í takt við réttlætiskennd þjóðarinnar.
Kosningar 2017 Uppreist æru Tengdar fréttir Nauðgaði barni 1978, fékk uppreist æru 1995 og reyndi aftur að nauðga barni 2008 Íslenskur karlmaður um sextugt, Ómar Ragnarsson, sat grímuklæddur fyrir tíu ára stúlku í skógi í Noregi. 21. september 2017 13:56 Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Nauðgaði barni 1978, fékk uppreist æru 1995 og reyndi aftur að nauðga barni 2008 Íslenskur karlmaður um sextugt, Ómar Ragnarsson, sat grímuklæddur fyrir tíu ára stúlku í skógi í Noregi. 21. september 2017 13:56
Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11
Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45