Vilja göng milli lands og Eyja Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. september 2017 21:19 Vestmannaeyjar eru nokkuð háðar greiðum samgöngum við meginlandið. vísir/pjetur Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. Milli lands og Eyja eru 10 km í beinni sjólínu en reiknað er með að göng frá Heimaey að Krossi í Landeyjum verði um 18 km. Kannaðir verði möguleikar á gerð mismunandi tegunda ganga og kostir og gallar hverrar gerðar metnir, auk þess sem unnar verði kostnaðar- og arðsemisáætlanir. Skuli starfshópurinn skila skýrslu með niðurstöðum eigi síðar en 1. október á næsta ári og skal ráðherra kynna Alþingi skýrsluna í sama mánuði. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að árið 2006 hafi verið tekin ákvörðun um gerð Landeyjahafnar eftir að rannsóknum á gerð jarðganga milli Heimaeyjar og Kross hafi verið hætt. „Þótt Landeyjahöfn hafi sannað sig sem mikil samgöngubót hafa siglingar um hana, sem hófust síðsumars 2010, ekki gengið áfallalaust því að höfnin hefur verið lokuð vegna sandburðar í allt að 120 daga á ári þegar verst hefur látið. Fjölmargar ferðir falla niður vegna ölduhæðar og sandburðar yfir bestu sumarmánuði og veldur óáreiðanleiki hafnarinnar íbúum og atvinnulífi, ekki síst ferðaþjónustunni, verulegum vandræðum og tekjutapi,“ segir í greinargerðinni. Töluverðar rannsóknir hafa þegar farið fram á gangaleiðinni og aðeins var eftir lokahnykkurinn í því ferli þegar ákveðið var að hætta þeim rannsóknum og gera höfnina við Landeyjasand að því er kemur fram í greinargerð. „Nú þegar fyrir liggur að höfnin í Landeyjum stendur ekki undir þeim væntingum að vera heilsárshöfn er mikilvægt að hefja undirbúning að því hvað tekur við þegar ferjan sem kemur síðsumars 2018 gengur úr sér eftir 10–20 ár. Þá þarf að liggja fyrir hvað verður gert og ef göng verða kosturinn þurfa þau að vera tilbúin til notkunar á árabilinu 2028–2038.“ Flutningsmenn tillögunnar eru Ásmundur Friðriksson, Páll Magnússon, Vilhjálmur Árnason og Unnur Brá Konráðsdóttir. Alþingi Samgöngur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. Milli lands og Eyja eru 10 km í beinni sjólínu en reiknað er með að göng frá Heimaey að Krossi í Landeyjum verði um 18 km. Kannaðir verði möguleikar á gerð mismunandi tegunda ganga og kostir og gallar hverrar gerðar metnir, auk þess sem unnar verði kostnaðar- og arðsemisáætlanir. Skuli starfshópurinn skila skýrslu með niðurstöðum eigi síðar en 1. október á næsta ári og skal ráðherra kynna Alþingi skýrsluna í sama mánuði. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að árið 2006 hafi verið tekin ákvörðun um gerð Landeyjahafnar eftir að rannsóknum á gerð jarðganga milli Heimaeyjar og Kross hafi verið hætt. „Þótt Landeyjahöfn hafi sannað sig sem mikil samgöngubót hafa siglingar um hana, sem hófust síðsumars 2010, ekki gengið áfallalaust því að höfnin hefur verið lokuð vegna sandburðar í allt að 120 daga á ári þegar verst hefur látið. Fjölmargar ferðir falla niður vegna ölduhæðar og sandburðar yfir bestu sumarmánuði og veldur óáreiðanleiki hafnarinnar íbúum og atvinnulífi, ekki síst ferðaþjónustunni, verulegum vandræðum og tekjutapi,“ segir í greinargerðinni. Töluverðar rannsóknir hafa þegar farið fram á gangaleiðinni og aðeins var eftir lokahnykkurinn í því ferli þegar ákveðið var að hætta þeim rannsóknum og gera höfnina við Landeyjasand að því er kemur fram í greinargerð. „Nú þegar fyrir liggur að höfnin í Landeyjum stendur ekki undir þeim væntingum að vera heilsárshöfn er mikilvægt að hefja undirbúning að því hvað tekur við þegar ferjan sem kemur síðsumars 2018 gengur úr sér eftir 10–20 ár. Þá þarf að liggja fyrir hvað verður gert og ef göng verða kosturinn þurfa þau að vera tilbúin til notkunar á árabilinu 2028–2038.“ Flutningsmenn tillögunnar eru Ásmundur Friðriksson, Páll Magnússon, Vilhjálmur Árnason og Unnur Brá Konráðsdóttir.
Alþingi Samgöngur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira