Sagði Bjarna frá umsögn föður hans mánuði eftir yfirlýsingu ráðuneytisins um þögn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2017 22:01 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, telur að sér hafi verið heimilt að upplýsa forsætisráðherra um að faðir hans hefði veitt umsögn á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns. vísir/ernir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru. Hjalti var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi árið 2004 fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Dómsmálaráðherra ræddi þessi mál í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar greindi hún frá því að í lok júlí hefðu embættismenn ráðuneytisins tjáð henni að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún hefði í kjölfarið sagt Bjarna frá því. Aðspurð hvers vegna hún hefði gert það sagði Sigríður að hún hefði talið það rétt. Þá sagði Sigríður í kvöldfréttum RÚV að hún hefði talið að henni hafi verið heimilt að greina forsætisráðherra frá þessum tiltekna umsagnaraðila. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila.Munu birta gögn aftur til ársins 1995 Þessi ákvörðun var tekin í ráðuneytinu með hliðsjón af eðli upplýsinganna og sjónarmiða sem fram komu í úrskurði Persónuverndar frá árinu 2014. Fjölmiðlar höfðu í júní óskað eftir gögnum í máli Roberts Downey sem hlaut uppreist æru í september í fyrra. Hann er, líkt og Hjalti, dæmdur kynferðisbrotamaður og hlaut þriggja ára fangelsisdóm árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum. Ákvörðun ráðuneytisins um að birta ekki gögn um uppreist æru Roberts var kærð til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem úrskurðaði í vikunni að ráðuneytinu bæri að birta gögnin en með takmörkunum þó. Þar sem úrskurðir nefndarinnar eru fordæmisgefandi hefur dómsmálaráðuneytið gefið það út að það muni á næstunni birta öll gögn í málum er varða uppreist æru frá árinu 1995. Enn hafa verið birt önnur gögn en í máli Roberts Downey en Vísir greindi frá því í dag að Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, hefði verið á meðal umsagnaraðila Hjalta á umsókn hans um uppreist æru.Segir Hjalta hafa komið með bréfið til hans tilbúið til undirritunar Í yfirlýsingu sem Benedikt sendi frá sér í kjölfarið baðst hann afsökunar á því að hafa ljáð Hjalta atbeina við umsókn um uppreist æru. Hann sagði að það sem hefði átt að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefði snúist upp í framhald harmleiks brotaþola og á því bæðist hann afsökunar. Jafnframt sagði Benedikt að Hjalti hefði komið með bréfið til hans tilbúið til undirritunar. „Ég ræddi ekki meðmælabréfið við nokkurn mann, hvorki í stjórnkerfinu né annars staðar, og hef aldrei verið spurður frekar út í málið. Allur aðdragandi og umbúnaður málsins var sá að verið væri að ganga frá formsatriði fyrir umsókn til stjórnsýslunnar,“ sagði í yfirlýsingunni. Uppreist æru Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Bjarni fékk að vita það í lok júlí að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila. 14. september 2017 18:48 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru. Hjalti var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi árið 2004 fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Dómsmálaráðherra ræddi þessi mál í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar greindi hún frá því að í lok júlí hefðu embættismenn ráðuneytisins tjáð henni að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún hefði í kjölfarið sagt Bjarna frá því. Aðspurð hvers vegna hún hefði gert það sagði Sigríður að hún hefði talið það rétt. Þá sagði Sigríður í kvöldfréttum RÚV að hún hefði talið að henni hafi verið heimilt að greina forsætisráðherra frá þessum tiltekna umsagnaraðila. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila.Munu birta gögn aftur til ársins 1995 Þessi ákvörðun var tekin í ráðuneytinu með hliðsjón af eðli upplýsinganna og sjónarmiða sem fram komu í úrskurði Persónuverndar frá árinu 2014. Fjölmiðlar höfðu í júní óskað eftir gögnum í máli Roberts Downey sem hlaut uppreist æru í september í fyrra. Hann er, líkt og Hjalti, dæmdur kynferðisbrotamaður og hlaut þriggja ára fangelsisdóm árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum. Ákvörðun ráðuneytisins um að birta ekki gögn um uppreist æru Roberts var kærð til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem úrskurðaði í vikunni að ráðuneytinu bæri að birta gögnin en með takmörkunum þó. Þar sem úrskurðir nefndarinnar eru fordæmisgefandi hefur dómsmálaráðuneytið gefið það út að það muni á næstunni birta öll gögn í málum er varða uppreist æru frá árinu 1995. Enn hafa verið birt önnur gögn en í máli Roberts Downey en Vísir greindi frá því í dag að Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, hefði verið á meðal umsagnaraðila Hjalta á umsókn hans um uppreist æru.Segir Hjalta hafa komið með bréfið til hans tilbúið til undirritunar Í yfirlýsingu sem Benedikt sendi frá sér í kjölfarið baðst hann afsökunar á því að hafa ljáð Hjalta atbeina við umsókn um uppreist æru. Hann sagði að það sem hefði átt að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefði snúist upp í framhald harmleiks brotaþola og á því bæðist hann afsökunar. Jafnframt sagði Benedikt að Hjalti hefði komið með bréfið til hans tilbúið til undirritunar. „Ég ræddi ekki meðmælabréfið við nokkurn mann, hvorki í stjórnkerfinu né annars staðar, og hef aldrei verið spurður frekar út í málið. Allur aðdragandi og umbúnaður málsins var sá að verið væri að ganga frá formsatriði fyrir umsókn til stjórnsýslunnar,“ sagði í yfirlýsingunni.
Uppreist æru Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Bjarni fékk að vita það í lok júlí að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila. 14. september 2017 18:48 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34
Bjarni fékk að vita það í lok júlí að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila. 14. september 2017 18:48
Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45