Gauti festist í Dressmann auglýsingu í nýju myndbandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. september 2017 09:30 Gauti virðist hafa fests í norskri herrafataauglýsingu. Mynd/Magnús Leifsson Nýjasta lagið frá Emmsjé Gauta og myndband við kemur út í dag. Þetta er fyrsta lagið af væntanlegri plötu og nefnist það Hógvær. Það eru þeir Björn Valur og Redd Lights sem pródúsera og útsetja lagið og Magnús Leifsson sem leikstýrir myndbandinu. „Þetta átti ekki að vera fyrsti singúll en okkur fannst þetta svo grípandi að við urðum eiginlega að gefa það út þannig. Ég vildi fara í „high class“ endann á tónlistarmyndbandi með laginu svo að ég hafði samband við Magga [Magnús Leifsson]. Hann hefur náttúrulega gert með mér myndbönd við Svona er þetta og Strákarnir með mér. Honum leist vel á lagið en hann er þannig að þótt þú labbir inn með pening þá þarf lagið líka að vera gott, annars ýtir hann verkefninu bara frá sér,“ segir Gauti spurður um ferlið bak við myndbandið. Í myndbandinu er unnið svolítið með gömlu góðu Dressmann auglýsingarnar þar sem myndarlegir karlmenn á besta aldri spranga um í snyrtilegum fatnaði. En hvers vegna? „Þetta byrjaði þannig að Maggi sendi mér myndband þar sem hann var búinn að klippa saman gamlar Dressmann auglýsingar við lagið. Mér fannst þetta í fyrstu skrítið og skildi ekki alveg hvað var í gangi – en svo meðtók ég það og fannst þetta fyndnasta dót í heimi. Í staðinn fyrir að gera þetta týpíska rappmyndband með alls konar „locations“ að taka þennan Dressmann heim og blanda honum saman við rappheiminn sem kemur ógeðslega fyndið út. Lagið heitir semsagt Hógvær og í myndbandinu er verið að skoða karlmennskuímyndina, nægjusemi og það að fullorðnast. En ég má ekki segja of mikið um myndbandið – fólk verður bara að horfa og túlka fyrir sig.“Hvernig fóruð þið að því að finna föngulega karlmenn til að leika í myndbandinu? „Við Maggi vorum bara að funda saman um hverjir væru heitustu silfurrefirnir á landinu. Það var alveg pínu fyndið. Það voru þarna augnablik þar sem ég sýndi Magga einhvern gaur og hann var bara „pff, hann er ekkert heitur“ og ég var alveg „jú, hann er víst heitur“. Það var líka eitt að finna þá og svo annað að hringja í þá. Sumir þessara manna voru einhverjir sem við þekktum ekki neitt. Vignir t.d. – við þekkjum hann bara sem Lottógaurinn og gæjann sem afgreiðir mann með skyrtur í Kúltúr. Hann er svo mikill „alpha male“ að maður bara fékk í hjartað þegar maður þurfti að kaupa skyrtu af honum – þannig að það var reynsla að þurfa að hringja í hann og segja: „Sko, við Maggi vorum á fundi og okkur finnst þú vera heitur silfurrefur, viltu vera með í myndbandi?“ En þetta small rosalega vel og allir til í þetta.“ Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Nýjasta lagið frá Emmsjé Gauta og myndband við kemur út í dag. Þetta er fyrsta lagið af væntanlegri plötu og nefnist það Hógvær. Það eru þeir Björn Valur og Redd Lights sem pródúsera og útsetja lagið og Magnús Leifsson sem leikstýrir myndbandinu. „Þetta átti ekki að vera fyrsti singúll en okkur fannst þetta svo grípandi að við urðum eiginlega að gefa það út þannig. Ég vildi fara í „high class“ endann á tónlistarmyndbandi með laginu svo að ég hafði samband við Magga [Magnús Leifsson]. Hann hefur náttúrulega gert með mér myndbönd við Svona er þetta og Strákarnir með mér. Honum leist vel á lagið en hann er þannig að þótt þú labbir inn með pening þá þarf lagið líka að vera gott, annars ýtir hann verkefninu bara frá sér,“ segir Gauti spurður um ferlið bak við myndbandið. Í myndbandinu er unnið svolítið með gömlu góðu Dressmann auglýsingarnar þar sem myndarlegir karlmenn á besta aldri spranga um í snyrtilegum fatnaði. En hvers vegna? „Þetta byrjaði þannig að Maggi sendi mér myndband þar sem hann var búinn að klippa saman gamlar Dressmann auglýsingar við lagið. Mér fannst þetta í fyrstu skrítið og skildi ekki alveg hvað var í gangi – en svo meðtók ég það og fannst þetta fyndnasta dót í heimi. Í staðinn fyrir að gera þetta týpíska rappmyndband með alls konar „locations“ að taka þennan Dressmann heim og blanda honum saman við rappheiminn sem kemur ógeðslega fyndið út. Lagið heitir semsagt Hógvær og í myndbandinu er verið að skoða karlmennskuímyndina, nægjusemi og það að fullorðnast. En ég má ekki segja of mikið um myndbandið – fólk verður bara að horfa og túlka fyrir sig.“Hvernig fóruð þið að því að finna föngulega karlmenn til að leika í myndbandinu? „Við Maggi vorum bara að funda saman um hverjir væru heitustu silfurrefirnir á landinu. Það var alveg pínu fyndið. Það voru þarna augnablik þar sem ég sýndi Magga einhvern gaur og hann var bara „pff, hann er ekkert heitur“ og ég var alveg „jú, hann er víst heitur“. Það var líka eitt að finna þá og svo annað að hringja í þá. Sumir þessara manna voru einhverjir sem við þekktum ekki neitt. Vignir t.d. – við þekkjum hann bara sem Lottógaurinn og gæjann sem afgreiðir mann með skyrtur í Kúltúr. Hann er svo mikill „alpha male“ að maður bara fékk í hjartað þegar maður þurfti að kaupa skyrtu af honum – þannig að það var reynsla að þurfa að hringja í hann og segja: „Sko, við Maggi vorum á fundi og okkur finnst þú vera heitur silfurrefur, viltu vera með í myndbandi?“ En þetta small rosalega vel og allir til í þetta.“
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“