Heillaðist af Guðmundar- og Geirfinnsmálum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. september 2017 06:00 Breski verðlaunaljósmyndarinn Jack Letham gaf út ljósmyndabókina Sugar Paper Theories, um Guðmundar- og Geirfinnsmál og sýningin hefur að geyma sama efni. VÍSIR/VILHELM Sýning ljósmyndarans Jacks Letham, Mál 214, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur verður opnuð klukkan þrjú í dag. Sýningin dregur nafn sitt af málsnúmerinu sem Guðmundar- og Geirfinnsmál fengu í Hæstarétti Íslands (H 214:1978). „Ljósmyndir geta lýst þessu máli svo vel vegna þess að það snýst um rangtúlkanir, blekkingar og misskilning,“ segir Letham, en hann kom fyrst til Íslands árið 2013 vegna annarra verkefna og heillaðist af þessu dularfulla sakamáli.Rannsóknarteymi Karls Schütz, ágúst 1976.Jack Letham/Lögreglan„Ég held að ljósmyndin sé hinn fullkomni miðill fyrir þetta mál, ekki síst vegna þess að svokallað minnisvafaheilkenni kemur við sögu og Það eru ákveðin líkindi með virkni minnis og ljósmynda,“ segir Letham, sem tók snemma þá ákvörðun að mynda ekki hin dæmdu sjálf, en beina frekar sjónum að öðrum persónum og myndefnum. „Kastljósinu hefur of mikið verið beint að þeim sem voru sakfelld af hálfu lögreglu og fjölmiðla,“ segir Letham og bætir við: „Það er löngu tímabært að færa linsuna af þeim og yfir á rannsóknina sjálfa.“Keflavík 16.02.77. Ljósmynd úr lögregluskýrslum málsins.Letham hefur eins og áður sagði kynnst mörgum einstaklingum sem komu við sögu málsins. „Erla Bolladóttir er með ljóðrænni manneskjum sem ég hef kynnst,“ segir Letham. „Það er eitthvað ljóðrænt við að hún velji að búa í kjallara, gæludýrið hennar sé einmitt það dýr sem myndi lýsa minnisvafaheilkenni best og híbýli þess sé lítið fiskabúr,“ segir Jack, inntur eftir því af hverju gullfiskur Erlu hafi vakið áhuga hans. Sýningin verður opnuð klukkan 15 í dag en klukkan 14 á morgun, sunnudag, gefst sýningargestum kostur á að hlýða á létt sýningarspjall Lethams og Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings um efni sýningarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Sýning ljósmyndarans Jacks Letham, Mál 214, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur verður opnuð klukkan þrjú í dag. Sýningin dregur nafn sitt af málsnúmerinu sem Guðmundar- og Geirfinnsmál fengu í Hæstarétti Íslands (H 214:1978). „Ljósmyndir geta lýst þessu máli svo vel vegna þess að það snýst um rangtúlkanir, blekkingar og misskilning,“ segir Letham, en hann kom fyrst til Íslands árið 2013 vegna annarra verkefna og heillaðist af þessu dularfulla sakamáli.Rannsóknarteymi Karls Schütz, ágúst 1976.Jack Letham/Lögreglan„Ég held að ljósmyndin sé hinn fullkomni miðill fyrir þetta mál, ekki síst vegna þess að svokallað minnisvafaheilkenni kemur við sögu og Það eru ákveðin líkindi með virkni minnis og ljósmynda,“ segir Letham, sem tók snemma þá ákvörðun að mynda ekki hin dæmdu sjálf, en beina frekar sjónum að öðrum persónum og myndefnum. „Kastljósinu hefur of mikið verið beint að þeim sem voru sakfelld af hálfu lögreglu og fjölmiðla,“ segir Letham og bætir við: „Það er löngu tímabært að færa linsuna af þeim og yfir á rannsóknina sjálfa.“Keflavík 16.02.77. Ljósmynd úr lögregluskýrslum málsins.Letham hefur eins og áður sagði kynnst mörgum einstaklingum sem komu við sögu málsins. „Erla Bolladóttir er með ljóðrænni manneskjum sem ég hef kynnst,“ segir Letham. „Það er eitthvað ljóðrænt við að hún velji að búa í kjallara, gæludýrið hennar sé einmitt það dýr sem myndi lýsa minnisvafaheilkenni best og híbýli þess sé lítið fiskabúr,“ segir Jack, inntur eftir því af hverju gullfiskur Erlu hafi vakið áhuga hans. Sýningin verður opnuð klukkan 15 í dag en klukkan 14 á morgun, sunnudag, gefst sýningargestum kostur á að hlýða á létt sýningarspjall Lethams og Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings um efni sýningarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“