Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2017 16:15 Maðurinn sótti um uppreist æru í mars 2016 og fékk samþykkt með undirskrift forsta Íslands í Reykjavík 8. ágúst sama ár. Vísir/Vilhelm Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, og myndlistamaðurinn Tolli Morthens, veittu umsagnir fyrir mann sem sótti um uppreist æru í mars árið 2016 og fékk 8. ágúst í fyrra. Maðurinn sótti um uppreist æru vegna tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 1998 en þar var hann fundinn sekur um nauðgun.Tolli Morthens lýsir manninum sem ungum og traustum.Vísir/GVAÁbyrgur og traustur Þorlákur Morthens gengur jafnan undir nafninu Tolli Morthens. Í bréfinu sem hann ritar undir, sem dagsett er 8. mars 2016, kemur fram að það sé honum bæði ljúft og skylt að votta að hann hafi verið samferða manninum undanfarin ár. „Og hef þar kynnst ábyrgum og traustum manni sem hefur lagt á sig mikla og heiðarlega vinnu í sjálfan sig og er í dag það sem við köllum, traustur samborgari,“ segir í bréfinu. „Mér er það því ánægju efni að geta stutt hann með þessu bréfkorni til þess að hann hljóti uppreist æru okkur öllum til heilla,“ segir einnig í bréfinu en að lokum er tekið fram að ef frekari upplýsinga þarfnast sé sjálfsagt að veita það þegar hentar.Solla hefur þekkt manninn í þrjátíu ár. Um fallegan vinskap er að ræða, segir Solla í bréfinu.Vísir/VilhelmFallegur þrjátíu ára vinskapur Í bréfinu sem Sólveig ritar undir, sem dagsett er 5. mars 2016, kemur fram að til hennar hafi leitað vinur hennar sem hún hefur þekkt í nær þrjátíu ár vegna umsóknar hans um að fá uppreist æru. Hún segir fallegan vinskap hafa orðið á milli þeirra frá því þau hittust fyrst sem hefur haldist síðan. „Og ég er sannfærð um að muni aldrei rofna,“ skrifar Sólveig. Hún segir manninn vera einstaklega opinn og hjartahlýjan, sem og góðan föður og afa eftir því sem hún veit best. Sólveig segist hafa fengið að sjá manninn vaxa og dafna frá því dómur féll yfir honum. „Og verða fallegri og stærri einstakling á öllum sviðum.“ Hún segir hann traustan, heiðarlegan og góðan vin með einstaklega sterka réttlætiskennd. „Hann er greiðvikinn og vinamargur enda leita margir til hans í okkar sameiginlega vinahóp.“Maðurinn fékk uppreist æru þann 8. ágúst í fyrra.Ekki nafngreindur í dómnum Í bréfinu mælir hún eindregið með því að hann fái uppreist æru, þar sem hann hefur með framkomu sinni og viðmóti, eftir að hann tók út refsingu sína, ekki sýnt henni né öðrum sem hann umgengst, neitt nema góða vináttu og virðingu. „Hann á það að mínu mati einfaldlega skilið og hefur fyllilega til þess unnið,“ segir að lokum. Umsókn mannsins er á meðal þeirra gagna sem dómsmálaráðuneytið afhenti fjölmiðlum sem varða má þeirra sem hafa fengið uppreist æru frá 1995 til 2016. Er nafn mannsins afmáð vegna þess að viðkomandi dómstóll sem hafði mál hans til meðferðar ákvað að dómur skyldi birtur án nafns. Yfirleitt eru nöfn dæmdra manna birt í dómum nema í þeim tilfellum þegar þau eru afmáð til að vernda brotaþola. Í þeim tilfellum eru oftast tengsl milli hins dæmda og þolanda í málinu. Hins vegar koma nöfn meðmælenda fram í umsókn mannsins, sem er hluti af þeim gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur veitt fjölmiðlum aðgang að, og er þar að finna nöfn Sólveigar og Þorláks. Uppreist æru Tengdar fréttir Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum. 17. september 2017 13:09 Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta fékk uppreist æru Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. 16. september 2017 19:48 Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, og myndlistamaðurinn Tolli Morthens, veittu umsagnir fyrir mann sem sótti um uppreist æru í mars árið 2016 og fékk 8. ágúst í fyrra. Maðurinn sótti um uppreist æru vegna tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 1998 en þar var hann fundinn sekur um nauðgun.Tolli Morthens lýsir manninum sem ungum og traustum.Vísir/GVAÁbyrgur og traustur Þorlákur Morthens gengur jafnan undir nafninu Tolli Morthens. Í bréfinu sem hann ritar undir, sem dagsett er 8. mars 2016, kemur fram að það sé honum bæði ljúft og skylt að votta að hann hafi verið samferða manninum undanfarin ár. „Og hef þar kynnst ábyrgum og traustum manni sem hefur lagt á sig mikla og heiðarlega vinnu í sjálfan sig og er í dag það sem við köllum, traustur samborgari,“ segir í bréfinu. „Mér er það því ánægju efni að geta stutt hann með þessu bréfkorni til þess að hann hljóti uppreist æru okkur öllum til heilla,“ segir einnig í bréfinu en að lokum er tekið fram að ef frekari upplýsinga þarfnast sé sjálfsagt að veita það þegar hentar.Solla hefur þekkt manninn í þrjátíu ár. Um fallegan vinskap er að ræða, segir Solla í bréfinu.Vísir/VilhelmFallegur þrjátíu ára vinskapur Í bréfinu sem Sólveig ritar undir, sem dagsett er 5. mars 2016, kemur fram að til hennar hafi leitað vinur hennar sem hún hefur þekkt í nær þrjátíu ár vegna umsóknar hans um að fá uppreist æru. Hún segir fallegan vinskap hafa orðið á milli þeirra frá því þau hittust fyrst sem hefur haldist síðan. „Og ég er sannfærð um að muni aldrei rofna,“ skrifar Sólveig. Hún segir manninn vera einstaklega opinn og hjartahlýjan, sem og góðan föður og afa eftir því sem hún veit best. Sólveig segist hafa fengið að sjá manninn vaxa og dafna frá því dómur féll yfir honum. „Og verða fallegri og stærri einstakling á öllum sviðum.“ Hún segir hann traustan, heiðarlegan og góðan vin með einstaklega sterka réttlætiskennd. „Hann er greiðvikinn og vinamargur enda leita margir til hans í okkar sameiginlega vinahóp.“Maðurinn fékk uppreist æru þann 8. ágúst í fyrra.Ekki nafngreindur í dómnum Í bréfinu mælir hún eindregið með því að hann fái uppreist æru, þar sem hann hefur með framkomu sinni og viðmóti, eftir að hann tók út refsingu sína, ekki sýnt henni né öðrum sem hann umgengst, neitt nema góða vináttu og virðingu. „Hann á það að mínu mati einfaldlega skilið og hefur fyllilega til þess unnið,“ segir að lokum. Umsókn mannsins er á meðal þeirra gagna sem dómsmálaráðuneytið afhenti fjölmiðlum sem varða má þeirra sem hafa fengið uppreist æru frá 1995 til 2016. Er nafn mannsins afmáð vegna þess að viðkomandi dómstóll sem hafði mál hans til meðferðar ákvað að dómur skyldi birtur án nafns. Yfirleitt eru nöfn dæmdra manna birt í dómum nema í þeim tilfellum þegar þau eru afmáð til að vernda brotaþola. Í þeim tilfellum eru oftast tengsl milli hins dæmda og þolanda í málinu. Hins vegar koma nöfn meðmælenda fram í umsókn mannsins, sem er hluti af þeim gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur veitt fjölmiðlum aðgang að, og er þar að finna nöfn Sólveigar og Þorláks.
Uppreist æru Tengdar fréttir Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum. 17. september 2017 13:09 Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta fékk uppreist æru Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. 16. september 2017 19:48 Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum. 17. september 2017 13:09
Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta fékk uppreist æru Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. 16. september 2017 19:48
Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30