Hátíðarveisla Valsmanna á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2017 06:00 Valsmenn fagna titlinum í gærkvöldi. Vísir/Eyþór Valsmenn tryggðu sér sinn 21. Íslandsmeistaratitil í sögunni þegar þeir unnu Fjölni 4-1 í gærkvöldi. Hvorki FH né Stjarnan geta unnið upp forystu Vals á toppi Pepsi-deildarinnar á síðustu tveimur vikum mótsins. Það er vel við hæfi að Valsmenn hafi tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn sinn á heimavígstöðvunum á Hlíðarenda í gærkvöldi, á vellinum þar sem liðið hefur unnið átta af tíu leikjum sínum í sumar og aldrei tapað. Valsmenn sýndu styrk sinn á móti Fjölnismönnum í gær, gáfu lítil sem engin færi á sér fram eftir leik og skoruðu fjögur góð mörk. Smá kæruleysi í lok leiksins kom ekki að sök en Fjölnismenn minnkuðu muninn þegar sigurhátíð heimamanna var í raun hafin. Valsliðið hefur nú níu stiga forystu á Stjörnuna og tíu stiga forskot á FH. FH á leik inni á bæði liðin en getur ekki lengur náð Valsliðinu að stigum. Það hefur lengi stefnt í það að Valsmenn væru að fara vinna þennan titil og hann er nú í höfn þegar enn eru eftir tvær vikur af Íslandsmótinu. Mörkin mikilvægu í gær skoruðu þeir Guðjón Pétur Lýðsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Sigurður Egill Lárusson og Einar Karl Ingvarsson en Ólafur Jóhannesson gat leyft sér að geyma markaskorarann Patrick Pedersen á bekknum. Guðjón Pétur skoraði fyrsta markið á fjórðu mínútu og það var því strax ljóst í upphafi leiksins að þetta ætlaði að vera sannkölluð hátíðarveisla á Hlíðarenda. Ólafur Jóhannesson hefur unnið titil á öllum þremur tímabilum sínum með Valsliðið en liðið var búið að vera bikarmeistari tvö síðustu ár. Nú tóku Valsmenn hins vegar þann stóra.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsliðsins, sigurreifur í leikslok.Vísir/EyþórTalaðu við þá sem unnu mótið „Tilfinningin er geggjuð og þetta er bara magnað. Við spiluðum frábæran leik í kvöld og ég held bara að við höfum verið bestir,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsliðsins, sigurreifur í leikslok í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Hann hafði hins vegar ekki mikinn áhuga á að vera í viðtali hjá Stefáni Árna Pálssyni. „Nú áttu að tala við strákana. Nú er ég búinn að segja nóg en hérna eru þeir sem unnu mótið. Talaðu við þá,“ sagði Ólafur og benti á leikmennina sína fagna titlinum. Ólafur er engum öðrum líkur og þessi sena var enn ein sönnun þess.Fjórði Íslandsmeistaratitill Ólafs Þetta var í fjórða sinn sem Ólafur Jóhannesson gerir lið að Íslandsmeisturum en FH vann titilinn þrjú ár í röð undir hans stjórn frá 2004 til 2006. Síðasti Íslandsmeistaratitillinn hans kom því fyrir ellefu árum síðan. Fbl_Megin: Það er óhætt að segja að nokkur ár hafi líka liðið síðan Valsmenn voru í sömu stöðu og í gærkvöldi. Tíu ár voru liðin síðan Valsmenn urðu síðast Íslandsmeistarar í fótbolta (2007), það voru þrjátíu ár liðin síðan Ólafur Jóhannesson varð síðast Íslandsmeistari með Val (sem leikmaður 1987) og 32 ár liðin síðan Valsmönnum tókst að tryggja sér síðast Íslandsmeistaratitilinn á félagssvæði sínu á Hlíðarenda (1985). Þegar Valsmenn unnu titilinn 1985 þá voru þeir fyrstir Reykjavíkurfélaga til að tryggja titilinn á sínu félagssvæði.Þessi er sætari Bjarni Ólafur Eiríksson var líka með Valsliðinu þegar félagið varð Íslandsmeistari fyrir tíu árum. „Persónulega þá er þessi sætari. Ég ætla ekki að útskýra af hverju, hann er það bara. Þetta er frábært,“ sagði Bjarni Ólafur kátur í viðtali í útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hann er mjög sáttur með Valsliðið í sumar. „Þetta er besta lið sem ég hef verið í. Við erum búnir að vera að byggja þetta upp síðustu ár og erum að uppskera í sumar. Það er ekki hægt að benda á einn eða tvo hluti því það eru svo ótrúlega margir hlutir sem gera það að verkum að við erum að vinna mótið. Þegar allir þessir hlutir fara saman þá gerast góðir hlutir,“ sagði Bjarni Ólafur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Sjá meira
Valsmenn tryggðu sér sinn 21. Íslandsmeistaratitil í sögunni þegar þeir unnu Fjölni 4-1 í gærkvöldi. Hvorki FH né Stjarnan geta unnið upp forystu Vals á toppi Pepsi-deildarinnar á síðustu tveimur vikum mótsins. Það er vel við hæfi að Valsmenn hafi tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn sinn á heimavígstöðvunum á Hlíðarenda í gærkvöldi, á vellinum þar sem liðið hefur unnið átta af tíu leikjum sínum í sumar og aldrei tapað. Valsmenn sýndu styrk sinn á móti Fjölnismönnum í gær, gáfu lítil sem engin færi á sér fram eftir leik og skoruðu fjögur góð mörk. Smá kæruleysi í lok leiksins kom ekki að sök en Fjölnismenn minnkuðu muninn þegar sigurhátíð heimamanna var í raun hafin. Valsliðið hefur nú níu stiga forystu á Stjörnuna og tíu stiga forskot á FH. FH á leik inni á bæði liðin en getur ekki lengur náð Valsliðinu að stigum. Það hefur lengi stefnt í það að Valsmenn væru að fara vinna þennan titil og hann er nú í höfn þegar enn eru eftir tvær vikur af Íslandsmótinu. Mörkin mikilvægu í gær skoruðu þeir Guðjón Pétur Lýðsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Sigurður Egill Lárusson og Einar Karl Ingvarsson en Ólafur Jóhannesson gat leyft sér að geyma markaskorarann Patrick Pedersen á bekknum. Guðjón Pétur skoraði fyrsta markið á fjórðu mínútu og það var því strax ljóst í upphafi leiksins að þetta ætlaði að vera sannkölluð hátíðarveisla á Hlíðarenda. Ólafur Jóhannesson hefur unnið titil á öllum þremur tímabilum sínum með Valsliðið en liðið var búið að vera bikarmeistari tvö síðustu ár. Nú tóku Valsmenn hins vegar þann stóra.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsliðsins, sigurreifur í leikslok.Vísir/EyþórTalaðu við þá sem unnu mótið „Tilfinningin er geggjuð og þetta er bara magnað. Við spiluðum frábæran leik í kvöld og ég held bara að við höfum verið bestir,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsliðsins, sigurreifur í leikslok í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Hann hafði hins vegar ekki mikinn áhuga á að vera í viðtali hjá Stefáni Árna Pálssyni. „Nú áttu að tala við strákana. Nú er ég búinn að segja nóg en hérna eru þeir sem unnu mótið. Talaðu við þá,“ sagði Ólafur og benti á leikmennina sína fagna titlinum. Ólafur er engum öðrum líkur og þessi sena var enn ein sönnun þess.Fjórði Íslandsmeistaratitill Ólafs Þetta var í fjórða sinn sem Ólafur Jóhannesson gerir lið að Íslandsmeisturum en FH vann titilinn þrjú ár í röð undir hans stjórn frá 2004 til 2006. Síðasti Íslandsmeistaratitillinn hans kom því fyrir ellefu árum síðan. Fbl_Megin: Það er óhætt að segja að nokkur ár hafi líka liðið síðan Valsmenn voru í sömu stöðu og í gærkvöldi. Tíu ár voru liðin síðan Valsmenn urðu síðast Íslandsmeistarar í fótbolta (2007), það voru þrjátíu ár liðin síðan Ólafur Jóhannesson varð síðast Íslandsmeistari með Val (sem leikmaður 1987) og 32 ár liðin síðan Valsmönnum tókst að tryggja sér síðast Íslandsmeistaratitilinn á félagssvæði sínu á Hlíðarenda (1985). Þegar Valsmenn unnu titilinn 1985 þá voru þeir fyrstir Reykjavíkurfélaga til að tryggja titilinn á sínu félagssvæði.Þessi er sætari Bjarni Ólafur Eiríksson var líka með Valsliðinu þegar félagið varð Íslandsmeistari fyrir tíu árum. „Persónulega þá er þessi sætari. Ég ætla ekki að útskýra af hverju, hann er það bara. Þetta er frábært,“ sagði Bjarni Ólafur kátur í viðtali í útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hann er mjög sáttur með Valsliðið í sumar. „Þetta er besta lið sem ég hef verið í. Við erum búnir að vera að byggja þetta upp síðustu ár og erum að uppskera í sumar. Það er ekki hægt að benda á einn eða tvo hluti því það eru svo ótrúlega margir hlutir sem gera það að verkum að við erum að vinna mótið. Þegar allir þessir hlutir fara saman þá gerast góðir hlutir,“ sagði Bjarni Ólafur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Sjá meira