Draumurinn að halda áfram í óperusöng Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2017 10:00 Rödd Brynhildar Þóru mun hljóma í Seltjarnarneskirkju í kvöld við meðleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Vísir/Eyþór Brynhildur Þóra Þórsdóttir heldur sína fyrstu einsöngstónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld klukkan 20. Hún syngur verk eftir Strauss, Tsjajkovskí og Schubert og kveðst líka ætla að lauma tveimur rússneskum aríum inn. „Meðleikarinn minn síðasta vetur var rússnesk kona og það kom mér á óvart hvað bæði tónlist og textar frá Rússlandi fóru vel í mig, svo ég ætla að spreyta mig á rússneskunni,“ segir hún. Hún bætir við að Helga Bryndís Magnúsdóttir, meðleikari hennar núna, hafi verið til í slaginn og gaman sé að vinna með henni. Söngur og tónlist hafa fylgt Brynhildi frá unga aldri. Hún spilaði á selló í Tónlistarskóla Kópavogs til tvítugs, var líka í kór Kársnesskóla sem barn, færði sig í Gradualekórinn og lauk námi frá Söngskólanum í Reykjavík um leið og stúdentsprófi frá Kvennó. Eftir BA-nám í söng í Bandaríkjunum færði hún sig til Þýskalands og hefur stundað þar framhaldsnám sem hún stefnir á að ljúka næsta sumar. „Draumurinn er að halda áfram í óperusöng og fá einhvers staðar vinnu.“ Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Brynhildur Þóra Þórsdóttir heldur sína fyrstu einsöngstónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld klukkan 20. Hún syngur verk eftir Strauss, Tsjajkovskí og Schubert og kveðst líka ætla að lauma tveimur rússneskum aríum inn. „Meðleikarinn minn síðasta vetur var rússnesk kona og það kom mér á óvart hvað bæði tónlist og textar frá Rússlandi fóru vel í mig, svo ég ætla að spreyta mig á rússneskunni,“ segir hún. Hún bætir við að Helga Bryndís Magnúsdóttir, meðleikari hennar núna, hafi verið til í slaginn og gaman sé að vinna með henni. Söngur og tónlist hafa fylgt Brynhildi frá unga aldri. Hún spilaði á selló í Tónlistarskóla Kópavogs til tvítugs, var líka í kór Kársnesskóla sem barn, færði sig í Gradualekórinn og lauk námi frá Söngskólanum í Reykjavík um leið og stúdentsprófi frá Kvennó. Eftir BA-nám í söng í Bandaríkjunum færði hún sig til Þýskalands og hefur stundað þar framhaldsnám sem hún stefnir á að ljúka næsta sumar. „Draumurinn er að halda áfram í óperusöng og fá einhvers staðar vinnu.“
Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“