Þekkt pör sem hættu saman og byrjuðu svo saman aftur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2017 12:30 Öll þessi pör tóku sér pásu á einhverjum tímapunkti í sambandinu. Getty Ástin er stundum flókin og sambönd geta verið mikil vinna. Þessi pör eru hamingjusöm í dag en á einhverjum tímapunkti í sambandinu tóku þau sér „pásu“ frá hvort öðru í einhvern tíma. John Legend og Chrissy Teigen Söngvarinn John Legend hætti með fyrirsætunni Chrissy Teigen fyrir tíu árum síðan. Hann gaf þá skýringu að hann væri of upptekinn og stressaður og vildi því frekar vera einhleypur. Chrissy sagði bara nei svo sambandsslitin entust ekki í einn sólahring. Þau eru nú gift og eiga saman dótturina Luna.Dax Shephard og Kristen Bell Þegar leikararnir Dax Shephard og Kristen Bell höfðu verið saman í nokkra mánuði árið 2007 þegar Dax endaði sambandið. Hann gaf þá skýringu að hann vildi hitta annað fólk og var Kristen algjörlega niðurbrotin. Þau byrjuðu aftur saman nokkrum dögum seinna og eru nú gift og eiga saman tvö börn, Delta og Lincoln.Jay Cutler og Kristin Cavallari NFL leikmaðurinn Jay Cutler og raunveruleikastjarnan Kristin Cavallari slitu trúlofun sinni árið 2011. Þau byrjuðu svo aftur saman og giftu sig árið 2013. Jay og Kristin eiga saman börnin Camden, Saylor og Jaxon.Cash Warren og Jessica Alba Leikkonan Jessica Alba kynntist eiginmanni sínum árið 2004. Þau hættu saman árið 2007 en giftu sig svo árið 2008. Þau eiga saman dæturnar Honor og Haven og Jessica er ófrísk af þeirra þriðja barni.Justin Timberlake og Jessica Biel Söngvarinn Justin Timberlake og leikkonan Jessica Biel byrjuðu saman fyrir tíu árum en hættu saman í nokkra mánuði árið 2011. Þau náðu svo saman aftur og trúlofuðu sig í byrjun árs 2012. Þau giftu sig í október sama ár og eiga nú saman soninn SilasCarey Hart og Pink Söngkonan Pink byrjaði með Carey Hart árið 2001. Þau giftu sig árið 2006 en þau tóku sér svo pásu árið 2008. Þau náðu saman aftur árið 2009 og eiga saman dótturina Willow og soninn Jameson.Liam Hemsworth og Miley Cyrus Söngkonan Miley Cyrus kynntist leikaranum Liam Hemsworth á tökustað árið 2009. Þau slitu trúlofun sinni árið 2013 og voru í sundur í nokkur ár. Svo náðu þau saman aftur og trúlofuðu sig aftur árið 2016.Vilhjálmur og Katrín Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, hertoginn af Cambridge, byrjuðu saman árið 2003 en hættu saman í tvo mánuði árið 2007. Þau náðu þó saman á ný og tilkynnt var um trúlofun þeirra árið 2010. Þau giftu sig árið 2011 og fólk um allan heim horfði á brúðkaupið þeirra í beinni. Þau eiga saman börnin Georg og Karlottu og eiga von á sínu þriðja á næsta ári. Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Ástin er stundum flókin og sambönd geta verið mikil vinna. Þessi pör eru hamingjusöm í dag en á einhverjum tímapunkti í sambandinu tóku þau sér „pásu“ frá hvort öðru í einhvern tíma. John Legend og Chrissy Teigen Söngvarinn John Legend hætti með fyrirsætunni Chrissy Teigen fyrir tíu árum síðan. Hann gaf þá skýringu að hann væri of upptekinn og stressaður og vildi því frekar vera einhleypur. Chrissy sagði bara nei svo sambandsslitin entust ekki í einn sólahring. Þau eru nú gift og eiga saman dótturina Luna.Dax Shephard og Kristen Bell Þegar leikararnir Dax Shephard og Kristen Bell höfðu verið saman í nokkra mánuði árið 2007 þegar Dax endaði sambandið. Hann gaf þá skýringu að hann vildi hitta annað fólk og var Kristen algjörlega niðurbrotin. Þau byrjuðu aftur saman nokkrum dögum seinna og eru nú gift og eiga saman tvö börn, Delta og Lincoln.Jay Cutler og Kristin Cavallari NFL leikmaðurinn Jay Cutler og raunveruleikastjarnan Kristin Cavallari slitu trúlofun sinni árið 2011. Þau byrjuðu svo aftur saman og giftu sig árið 2013. Jay og Kristin eiga saman börnin Camden, Saylor og Jaxon.Cash Warren og Jessica Alba Leikkonan Jessica Alba kynntist eiginmanni sínum árið 2004. Þau hættu saman árið 2007 en giftu sig svo árið 2008. Þau eiga saman dæturnar Honor og Haven og Jessica er ófrísk af þeirra þriðja barni.Justin Timberlake og Jessica Biel Söngvarinn Justin Timberlake og leikkonan Jessica Biel byrjuðu saman fyrir tíu árum en hættu saman í nokkra mánuði árið 2011. Þau náðu svo saman aftur og trúlofuðu sig í byrjun árs 2012. Þau giftu sig í október sama ár og eiga nú saman soninn SilasCarey Hart og Pink Söngkonan Pink byrjaði með Carey Hart árið 2001. Þau giftu sig árið 2006 en þau tóku sér svo pásu árið 2008. Þau náðu saman aftur árið 2009 og eiga saman dótturina Willow og soninn Jameson.Liam Hemsworth og Miley Cyrus Söngkonan Miley Cyrus kynntist leikaranum Liam Hemsworth á tökustað árið 2009. Þau slitu trúlofun sinni árið 2013 og voru í sundur í nokkur ár. Svo náðu þau saman aftur og trúlofuðu sig aftur árið 2016.Vilhjálmur og Katrín Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, hertoginn af Cambridge, byrjuðu saman árið 2003 en hættu saman í tvo mánuði árið 2007. Þau náðu þó saman á ný og tilkynnt var um trúlofun þeirra árið 2010. Þau giftu sig árið 2011 og fólk um allan heim horfði á brúðkaupið þeirra í beinni. Þau eiga saman börnin Georg og Karlottu og eiga von á sínu þriðja á næsta ári.
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira