Ræða efnislega um mál Roberts Downey á fundi allsherjarnefndar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 08:45 Mál Roberts Downey (efst t.v.) verður fastlega rætt á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. Vísir Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. Þetta er niðurstaða nefndarsviðs Alþingis sem vann minnisblað um málið í kjölfar þess að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata sem óskaði eftir fundinum í nefndinni, fór fram á rökstuðning fyrir því á hvaða forsendum formaður nefndarinnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafði hafnað því að hægt væri að ræða mál Roberts Downey. Sjá einnig:Ósátt við að ekki megi ræða mál Roberts Downey „Það verður rætt efnislega. Það kom rökstuðningur frá nefndarsviði sem sagði að ég hefði í raun og veru metið þetta rétt, það er að okkur er auðvitað frjálst að spyrja um þetta einstaka mál en dómsmálaráðherra getur vísað í trúnað þegar við á. Það breytir því þó ekki að við megum ræða um mál Roberts Downey,“ segir Þórhildur Sunna í samtali Vísi. Fundur allsherjar-og menntamálanefndar hefst klukkan 10:30 og verður í beinni útsendingu á Vísi. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun þá koma fyrir fundinn og fara yfir þær reglur sem gilda um veitingu uppreistar æru en vinna stendur nú yfir í ráðuneytinu varðandi það hvernig breyta má verklaginu og reglunum. Þá kemur Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, einnig á fundinn en hann hefur látið málið til sín taka að undanförnu og harðlega gagnrýnt málsmeðferðina alla, nú síðast í grein í Fréttablaðinu í gær. Robert Downey fékk uppreist æru þann 16. september í fyrra en málið komst í hámæli eftir að Hæstiréttur staðfesti í júní síðastliðnum úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Robert gæti fengið lögmannsréttindi sín á ný. Hann var dæmdur í þriggja ári fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum. Uppreist æru Tengdar fréttir Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Segir skammarlega tekið á málinu Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. 27. ágúst 2017 19:30 Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. 15. ágúst 2017 13:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. Þetta er niðurstaða nefndarsviðs Alþingis sem vann minnisblað um málið í kjölfar þess að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata sem óskaði eftir fundinum í nefndinni, fór fram á rökstuðning fyrir því á hvaða forsendum formaður nefndarinnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafði hafnað því að hægt væri að ræða mál Roberts Downey. Sjá einnig:Ósátt við að ekki megi ræða mál Roberts Downey „Það verður rætt efnislega. Það kom rökstuðningur frá nefndarsviði sem sagði að ég hefði í raun og veru metið þetta rétt, það er að okkur er auðvitað frjálst að spyrja um þetta einstaka mál en dómsmálaráðherra getur vísað í trúnað þegar við á. Það breytir því þó ekki að við megum ræða um mál Roberts Downey,“ segir Þórhildur Sunna í samtali Vísi. Fundur allsherjar-og menntamálanefndar hefst klukkan 10:30 og verður í beinni útsendingu á Vísi. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun þá koma fyrir fundinn og fara yfir þær reglur sem gilda um veitingu uppreistar æru en vinna stendur nú yfir í ráðuneytinu varðandi það hvernig breyta má verklaginu og reglunum. Þá kemur Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, einnig á fundinn en hann hefur látið málið til sín taka að undanförnu og harðlega gagnrýnt málsmeðferðina alla, nú síðast í grein í Fréttablaðinu í gær. Robert Downey fékk uppreist æru þann 16. september í fyrra en málið komst í hámæli eftir að Hæstiréttur staðfesti í júní síðastliðnum úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Robert gæti fengið lögmannsréttindi sín á ný. Hann var dæmdur í þriggja ári fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum.
Uppreist æru Tengdar fréttir Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Segir skammarlega tekið á málinu Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. 27. ágúst 2017 19:30 Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. 15. ágúst 2017 13:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54
Segir skammarlega tekið á málinu Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. 27. ágúst 2017 19:30
Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. 15. ágúst 2017 13:15