Borgarstjóri Charlottesville nafngreinir fórnarlömbin: „Nú er nóg komið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 18:30 Michael Signer, borgarstjóri Charlottesville. Skjáskot Konan sem lést í Charlottesville í Virginíu í gær hét Heather Heyer. Hún var 32 ára gömul. Hún starfaði sem aðstoðarmaður á lögmannsstofunni Miller Law Group í Charlottesville og sérhæfði sig í gjaldþrotsmálum. Michael Signer, borgarstjóri Charlottesville, nafngreindi Heyer í viðtali við Meet The Press á NBC í dag. Tveir til viðbótar létust í gær. Lögregluforinginn Jay Cullen og flugmaðurinn Berke Bates en þeir létust í þyrluslysi eftir mótmælin þar sem hvítum þjóðernissinnum og mótmælendum þeirra laust saman. „Heather Heyer sem lést í þessari hræðilegu árás. Við erum syrgjandi borg. Þrjár manneskjur dóu sem hefðu ekki þurft að deyja. Svo við biðjum fyrir þeim, fyrir fjölskyldum þeirra og þeirra nánustu,“ sagði Signer.Verulega sá á bílnum sem var ekið á miklum hraða í gegnum hóp friðsamra mótmælenda.Vísir/AFPFóru í ræsið „Það er gamalt orðatiltæki: Þegar þú dansar við djöfulinn þá breytist djöfullinn ekki, djöfullinn breytir þér“ sagði Signer meðal annars. Hann sagðist vona að Donald Trump Bandaríkjaforseti „líti í spegil og endurskoði vel og vandlega hverja hann hefur verið í slagtogi við.“ „Ég tel að þau hafi tekið ákvörðun í kosningabaráttunni, mjög vafasama, um að spila inn á fordóma fólks og fara í ræsið.“ Signer segir að hópar eins og þeir sem komu saman í gær hafi ávallt verið til staðar í Bandaríkjunum „Þessir gyðingahatarar, rasistar, Aryar, nýnasistar og Ku Klux Klan.“ Nú hafi þeim verið gefin rödd og ástæða til að stíga fram í ljósið. „Þetta þarf að hætta,“ sagði Signer. „Fólk er að deyja og ég tel að nú sé það á ábyrgð forsetans og okkar allra að segja „nú er nóg komið.““ Hann segir að árás James Alex Fields Jr. í gær sem leiddi til dauða Heather Heyer hafi verið augljós hryðjuverkaárás þar sem bíllinn var notaður sem vopn. Wes Bellamy, varaborgarstjóri Charlottesville.Skjáskot/BBCVilja uppfylla loforð Trump Hundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks kom hins vegar einnig til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað. „Það er mikilvægt að við köllum þetta fólk réttu nafni. Þetta eru hvítir þjóðernissinnar. Ég skil ekki af hverju það er svo erfitt. Það er það sem þau eru. Þau eru ekki að fela sig á bak við styttu, þau komu ekki hingað vegna styttu. Alveg eins og David Duke sagði í gær, þau komu til að uppfylla loforð Trump forseta og endurheimtal landið sitt. Og þangað til við verðum hreinskilin við okkur og byrjum að kalla þetta fólk réttu nafni,“ segir Wes Bellamy, aðstoðarborgarstjóri Charlottesville í samtali við BBC. David Duke, fyrrverandi leiðtogi Ku Klux Klan, sagði við fréttamenn í gær að hópurinn sem kom saman í Charlottesville ætlaði að „uppfylla loforð Donalds Trump“ um að „endurheimta landið okkar“. Trump neitaði að afneita stuðningi Duke við sig í kosningabaráttunni í fyrra og þóttist meðal annars ekki vita hver hann væri. Það hefur vakið mikla athygli og gagnrýni að Trump vildi ekki fordæma hvíta þjóðernissinna sérstaklega þegar hann tjáði sig stuttlega um atburðina í Charlottesville í gær. Fordæmdi hann aðeins ofbeldisverk „úr mörgum áttum“. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Konan sem lést í Charlottesville í Virginíu í gær hét Heather Heyer. Hún var 32 ára gömul. Hún starfaði sem aðstoðarmaður á lögmannsstofunni Miller Law Group í Charlottesville og sérhæfði sig í gjaldþrotsmálum. Michael Signer, borgarstjóri Charlottesville, nafngreindi Heyer í viðtali við Meet The Press á NBC í dag. Tveir til viðbótar létust í gær. Lögregluforinginn Jay Cullen og flugmaðurinn Berke Bates en þeir létust í þyrluslysi eftir mótmælin þar sem hvítum þjóðernissinnum og mótmælendum þeirra laust saman. „Heather Heyer sem lést í þessari hræðilegu árás. Við erum syrgjandi borg. Þrjár manneskjur dóu sem hefðu ekki þurft að deyja. Svo við biðjum fyrir þeim, fyrir fjölskyldum þeirra og þeirra nánustu,“ sagði Signer.Verulega sá á bílnum sem var ekið á miklum hraða í gegnum hóp friðsamra mótmælenda.Vísir/AFPFóru í ræsið „Það er gamalt orðatiltæki: Þegar þú dansar við djöfulinn þá breytist djöfullinn ekki, djöfullinn breytir þér“ sagði Signer meðal annars. Hann sagðist vona að Donald Trump Bandaríkjaforseti „líti í spegil og endurskoði vel og vandlega hverja hann hefur verið í slagtogi við.“ „Ég tel að þau hafi tekið ákvörðun í kosningabaráttunni, mjög vafasama, um að spila inn á fordóma fólks og fara í ræsið.“ Signer segir að hópar eins og þeir sem komu saman í gær hafi ávallt verið til staðar í Bandaríkjunum „Þessir gyðingahatarar, rasistar, Aryar, nýnasistar og Ku Klux Klan.“ Nú hafi þeim verið gefin rödd og ástæða til að stíga fram í ljósið. „Þetta þarf að hætta,“ sagði Signer. „Fólk er að deyja og ég tel að nú sé það á ábyrgð forsetans og okkar allra að segja „nú er nóg komið.““ Hann segir að árás James Alex Fields Jr. í gær sem leiddi til dauða Heather Heyer hafi verið augljós hryðjuverkaárás þar sem bíllinn var notaður sem vopn. Wes Bellamy, varaborgarstjóri Charlottesville.Skjáskot/BBCVilja uppfylla loforð Trump Hundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks kom hins vegar einnig til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað. „Það er mikilvægt að við köllum þetta fólk réttu nafni. Þetta eru hvítir þjóðernissinnar. Ég skil ekki af hverju það er svo erfitt. Það er það sem þau eru. Þau eru ekki að fela sig á bak við styttu, þau komu ekki hingað vegna styttu. Alveg eins og David Duke sagði í gær, þau komu til að uppfylla loforð Trump forseta og endurheimtal landið sitt. Og þangað til við verðum hreinskilin við okkur og byrjum að kalla þetta fólk réttu nafni,“ segir Wes Bellamy, aðstoðarborgarstjóri Charlottesville í samtali við BBC. David Duke, fyrrverandi leiðtogi Ku Klux Klan, sagði við fréttamenn í gær að hópurinn sem kom saman í Charlottesville ætlaði að „uppfylla loforð Donalds Trump“ um að „endurheimta landið okkar“. Trump neitaði að afneita stuðningi Duke við sig í kosningabaráttunni í fyrra og þóttist meðal annars ekki vita hver hann væri. Það hefur vakið mikla athygli og gagnrýni að Trump vildi ekki fordæma hvíta þjóðernissinna sérstaklega þegar hann tjáði sig stuttlega um atburðina í Charlottesville í gær. Fordæmdi hann aðeins ofbeldisverk „úr mörgum áttum“.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent