Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Einn lést þegar bíl var ekið inn í hóp fólks sem sýndi þjóðernissinnunum í Charlottesville andstöðu. vísir/epa Minnst einn lést og á fjórða tug er slasaður eftir átök milli þjóðernissinna og andstæðinga þeirra í Charlottesville í Virginíu um helgina. Ástandið í borginni er afar eldfimt. Forseti Bandaríkjanna liggur undir ámæli fyrir að hafa ekki fordæmt framgöngu þjóðernissinnanna nægilega. Frá því í apríl á þessu ári hafa nýnasistar, meðlimir Ku Klux Klan og annarra þjóðernishópa gengið reglulega í borginni til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, var fjarlægð. Með hverri göngunni hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla göngu þjóðernissinnanna. Gengið var undir kvöld á föstudegi og laust fylkingunum þá saman. Hið sama gerðist á laugardag. Hóparnir hrópuðu meðal annars slagorð um að þeir yrðu ekki fjarlægðir auk þess að heilsa að nasistasið. Þá voru einhverjir sem höfðu orð á því að þeir væru að uppfylla kosningaloforð Donalds Trump. Einn lést þegar tvítugur hryðjuverkamaður, James Alex Fields, ók bíl sínum inn í hóp fólks sem hafði komið saman til að mótmæla framgöngu nasistanna, rasistanna og annarra þjóðernissinnaðra hópa. Sú sem lést hét Heather Heyer og starfaði á lögmannsstofu. Neyðarástandi var í kjölfarið lýst yfir í ríkinu og bann lagt við samkomum utandyra. „Til allra hvítra þjóðernissinna og nasista sem komu til Charlottesville í dag: Farið heim. Þið eruð ekki velkomnir hér í þessu mikla ríki,“ sagði Terry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, á blaðamannafundi sem haldinn var eftir voðaverkin. Skipuleggjandi göngu þjóðernissinnanna, Jason Kettler, hélt sjálfur blaðamannafund þar sem hann sagði að lögreglumenn borgarinnar hefðu ekki staðið sig í stykkinu við að koma í veg fyrir átökin. Hann náði ekki að klára að lesa yfirlýsingu sína eftir að almenningur gerði aðsúg að honum og hrópaði hann af sviðinu. Kröfðust menn þess meðal annars að Kettler yrði dreginn til ábyrgðar vegna handalögmálanna og fyrir að vera óbeint valdur að dauða áðurnefndrar Heyer. „Hatrinu og sundrunginni verður að linna ekki síðar en nú,“ sagði Donald Trump í ávarpi sínu. Hann fordæmdi einnig þessa birtingarmynd haturs, fordóma og ofbeldis „margra aðila“. Athygli vakti að forsetinn nefndi ekki sérstaklega rót átakanna, það er göngu þjóðernissinnanna. Stjórnmálamenn, bæði úr flokki Demókrata og Repúblikana, hafa sent forsetanum pillu fyrir að ganga ekki nægilega langt í yfirlýsingu sinni. „Hr. forseti – við verðum að kalla illsku sínu rétta nafni. Þetta voru hvítir þjóðernissinnar og þetta voru innlend hryðjuverk,“ sagði Cory Gardner, öldungardeildarþingmaður Repúblikana, meðal annars í tísti. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Minnst einn lést og á fjórða tug er slasaður eftir átök milli þjóðernissinna og andstæðinga þeirra í Charlottesville í Virginíu um helgina. Ástandið í borginni er afar eldfimt. Forseti Bandaríkjanna liggur undir ámæli fyrir að hafa ekki fordæmt framgöngu þjóðernissinnanna nægilega. Frá því í apríl á þessu ári hafa nýnasistar, meðlimir Ku Klux Klan og annarra þjóðernishópa gengið reglulega í borginni til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, var fjarlægð. Með hverri göngunni hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla göngu þjóðernissinnanna. Gengið var undir kvöld á föstudegi og laust fylkingunum þá saman. Hið sama gerðist á laugardag. Hóparnir hrópuðu meðal annars slagorð um að þeir yrðu ekki fjarlægðir auk þess að heilsa að nasistasið. Þá voru einhverjir sem höfðu orð á því að þeir væru að uppfylla kosningaloforð Donalds Trump. Einn lést þegar tvítugur hryðjuverkamaður, James Alex Fields, ók bíl sínum inn í hóp fólks sem hafði komið saman til að mótmæla framgöngu nasistanna, rasistanna og annarra þjóðernissinnaðra hópa. Sú sem lést hét Heather Heyer og starfaði á lögmannsstofu. Neyðarástandi var í kjölfarið lýst yfir í ríkinu og bann lagt við samkomum utandyra. „Til allra hvítra þjóðernissinna og nasista sem komu til Charlottesville í dag: Farið heim. Þið eruð ekki velkomnir hér í þessu mikla ríki,“ sagði Terry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, á blaðamannafundi sem haldinn var eftir voðaverkin. Skipuleggjandi göngu þjóðernissinnanna, Jason Kettler, hélt sjálfur blaðamannafund þar sem hann sagði að lögreglumenn borgarinnar hefðu ekki staðið sig í stykkinu við að koma í veg fyrir átökin. Hann náði ekki að klára að lesa yfirlýsingu sína eftir að almenningur gerði aðsúg að honum og hrópaði hann af sviðinu. Kröfðust menn þess meðal annars að Kettler yrði dreginn til ábyrgðar vegna handalögmálanna og fyrir að vera óbeint valdur að dauða áðurnefndrar Heyer. „Hatrinu og sundrunginni verður að linna ekki síðar en nú,“ sagði Donald Trump í ávarpi sínu. Hann fordæmdi einnig þessa birtingarmynd haturs, fordóma og ofbeldis „margra aðila“. Athygli vakti að forsetinn nefndi ekki sérstaklega rót átakanna, það er göngu þjóðernissinnanna. Stjórnmálamenn, bæði úr flokki Demókrata og Repúblikana, hafa sent forsetanum pillu fyrir að ganga ekki nægilega langt í yfirlýsingu sinni. „Hr. forseti – við verðum að kalla illsku sínu rétta nafni. Þetta voru hvítir þjóðernissinnar og þetta voru innlend hryðjuverk,“ sagði Cory Gardner, öldungardeildarþingmaður Repúblikana, meðal annars í tísti.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05
Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent