Sautján stiga maðurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2017 06:00 Andri Rúnar Bjarnason á ferðinni með boltann í leik á móti KR í Vesturbænum. Andri Rúnar gerði út um þann leik eins og marga fleiri í sumar en hann fiskaði víti í lokin og skoraði úr því sigurmarkið í leiknum. vísir/stefán Nú eru liðnir 57 dagar síðan nýliðar Grindvíkingar töpuðu síðast leik í Pepsi-deild karla. Jafnlangur tími er enn fremur liðinn síðan Grindvíkingar skoruðu mark þar sem Andri Rúnar Bjarnason kom hvergi nærri. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmarkið og lagði upp fyrra markið í 2-1 sigri á KA um helgina og hefur nú komið að tólf mörkum Grindvíkinga í röð með því annaðhvort að skora (10) eða gefa stoðsendingu (2). Sigurinn á KA á sunnudaginn var sjöundi deildarleikur Grindavíkur í röð án þess að tapa og liðið hefur náð í 17 af 21 stigi í boði á undanförnum tveimur mánuðum. Andri Rúnar skoraði sitt fjórða sigurmark í sumar á móti KA en hann tryggði Grindavíkurliðinu einnig öll þrjú stigin á móti Reykjavikurliðunum KR, Val og Víkingi. Grindavíkurliðið hefur skorað sextán mörk í fyrstu tíu deildarleikjum sínum og í aðeins þremur þeirra hefur Andri Rúnar ekki átt beinan þátt. Framherjinn stóri og stæðilegi hefur því komið að 13 af 16 mörkum eða 81 prósenti marka liðsins á leiktíðinni. Andri Rúnar skoraði sitt tíunda deildarmark á móti KA og það þarf að fara alla leið aftur til sumarsins 1986 til að finna leikmann sem var fljótari en Andri Rúnar að komast yfir tíu marka múrinn. Framarinn Guðmundur Torfason skoraði þá sitt tíunda og ellefta mark 3. júlí. Guðmundur endaði á því að skora 19 mörk á tímabilinu og jafnaði þar með markamet Péturs Péturssonar. Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV 1997) hafa náð að jafna metin en engum hefur enn tekist að slá metið sem Pétur setti í búningi Skagamanna sumarið 1978. Ekki þarf að koma fólki mikið á óvart að stigatafla Pepsi-deildarinnar væri allt öðruvísi ef Andri Rúnar hefði ekki klæðst Grindavíkurtreyjunni í sumar. Grindavík væri þá aðeins með fjögur stig og langneðst í deildinni, heilum sex stigum frá öruggu sæti. Hér fyrir ofan má sjá hvernig Andri Rúnar hefur skilað sautján stigum í hús með Grindavík í sumar en það eru fleiri stig en níu lið deildarinnar eru með samanlagt. Þarna má sjá mörk hans og stoðsendingar og stigin sem þau skiluðu í hverjum leik.grafík/fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
Nú eru liðnir 57 dagar síðan nýliðar Grindvíkingar töpuðu síðast leik í Pepsi-deild karla. Jafnlangur tími er enn fremur liðinn síðan Grindvíkingar skoruðu mark þar sem Andri Rúnar Bjarnason kom hvergi nærri. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmarkið og lagði upp fyrra markið í 2-1 sigri á KA um helgina og hefur nú komið að tólf mörkum Grindvíkinga í röð með því annaðhvort að skora (10) eða gefa stoðsendingu (2). Sigurinn á KA á sunnudaginn var sjöundi deildarleikur Grindavíkur í röð án þess að tapa og liðið hefur náð í 17 af 21 stigi í boði á undanförnum tveimur mánuðum. Andri Rúnar skoraði sitt fjórða sigurmark í sumar á móti KA en hann tryggði Grindavíkurliðinu einnig öll þrjú stigin á móti Reykjavikurliðunum KR, Val og Víkingi. Grindavíkurliðið hefur skorað sextán mörk í fyrstu tíu deildarleikjum sínum og í aðeins þremur þeirra hefur Andri Rúnar ekki átt beinan þátt. Framherjinn stóri og stæðilegi hefur því komið að 13 af 16 mörkum eða 81 prósenti marka liðsins á leiktíðinni. Andri Rúnar skoraði sitt tíunda deildarmark á móti KA og það þarf að fara alla leið aftur til sumarsins 1986 til að finna leikmann sem var fljótari en Andri Rúnar að komast yfir tíu marka múrinn. Framarinn Guðmundur Torfason skoraði þá sitt tíunda og ellefta mark 3. júlí. Guðmundur endaði á því að skora 19 mörk á tímabilinu og jafnaði þar með markamet Péturs Péturssonar. Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV 1997) hafa náð að jafna metin en engum hefur enn tekist að slá metið sem Pétur setti í búningi Skagamanna sumarið 1978. Ekki þarf að koma fólki mikið á óvart að stigatafla Pepsi-deildarinnar væri allt öðruvísi ef Andri Rúnar hefði ekki klæðst Grindavíkurtreyjunni í sumar. Grindavík væri þá aðeins með fjögur stig og langneðst í deildinni, heilum sex stigum frá öruggu sæti. Hér fyrir ofan má sjá hvernig Andri Rúnar hefur skilað sautján stigum í hús með Grindavík í sumar en það eru fleiri stig en níu lið deildarinnar eru með samanlagt. Þarna má sjá mörk hans og stoðsendingar og stigin sem þau skiluðu í hverjum leik.grafík/fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira