Að orgelið fái notið sín Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2017 13:30 Svafa Þórhallsdóttir, Ella Vala Ármannsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir hefja leikinn þetta árið. Mynd/Lára Sóley Jóhannsdóttir Þær Svafa Þórhallsdóttir sópransöngkona, Ella Vala Ármannsdóttir hornleikari og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgelleikari flytja íslensk sönglög í bland við hátíðlega tóna fyrir horn og orgel í Akureyrarkirkju á morgun klukkan 17, sunnudaginn 2. júlí. Þar með hefja þær dagskrá Sumartónleika í Akureyrarkirkju sem er fastur punktur í menningarstarfi Norðurlands og fagnar nú 30 ára starfsafmæli.Lára Sóley heldur í alla spotta hátíðarinnar.„Hér verða tónleikar alla sunnudaga í júlímánuði og dagskráin sem fyrr fjölbreytt og glæsileg,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari sem nú sér um framkvæmd Sumartónleika í Akureyrarkirkju í fyrsta sinn. „Þegar ég tók við skipulagningunni síðasta haust hafði fjöldi umsókna þegar borist. Ásóknin er mikil og sumir tónleikarnir eru bókaðir um ár fram í tímann,“ lýsir hún. „Við leitumst við að hafa efnisvalið sem fjölbreyttast og að orgel kirkjunnar, það dásamlega hljóðfæri, fái notið sín. Líka að þar komi fram bæði reynslumiklir listamenn og reynsluminni, þá á ég við hljóðfæraleikara sem eru að hefja feril sinn.“ Lára segir tónleikaröðina hafa í gegnum árin verið vel sótta, bæði af heimamönnum og innlendum og erlendum gestum. „Ég held að það skipti máli að aðgangur er ókeypis svo allir eiga þess kost að njóta stundarinnar. Tónleikagestir eru af öllum stærðum og þar sem hverjir tónleikar standa aðeins um klukkustund henta þeir vel fyrir yngri hlustendur. Þetta er eina klassíska tónleikaröðin með tónleikum í fullri lengd sem skipulögð er á Akureyri. Hún skiptir því heilmiklu máli fyrir listalífið á staðnum.“ Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Michael Madsen er látinn Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Þær Svafa Þórhallsdóttir sópransöngkona, Ella Vala Ármannsdóttir hornleikari og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgelleikari flytja íslensk sönglög í bland við hátíðlega tóna fyrir horn og orgel í Akureyrarkirkju á morgun klukkan 17, sunnudaginn 2. júlí. Þar með hefja þær dagskrá Sumartónleika í Akureyrarkirkju sem er fastur punktur í menningarstarfi Norðurlands og fagnar nú 30 ára starfsafmæli.Lára Sóley heldur í alla spotta hátíðarinnar.„Hér verða tónleikar alla sunnudaga í júlímánuði og dagskráin sem fyrr fjölbreytt og glæsileg,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari sem nú sér um framkvæmd Sumartónleika í Akureyrarkirkju í fyrsta sinn. „Þegar ég tók við skipulagningunni síðasta haust hafði fjöldi umsókna þegar borist. Ásóknin er mikil og sumir tónleikarnir eru bókaðir um ár fram í tímann,“ lýsir hún. „Við leitumst við að hafa efnisvalið sem fjölbreyttast og að orgel kirkjunnar, það dásamlega hljóðfæri, fái notið sín. Líka að þar komi fram bæði reynslumiklir listamenn og reynsluminni, þá á ég við hljóðfæraleikara sem eru að hefja feril sinn.“ Lára segir tónleikaröðina hafa í gegnum árin verið vel sótta, bæði af heimamönnum og innlendum og erlendum gestum. „Ég held að það skipti máli að aðgangur er ókeypis svo allir eiga þess kost að njóta stundarinnar. Tónleikagestir eru af öllum stærðum og þar sem hverjir tónleikar standa aðeins um klukkustund henta þeir vel fyrir yngri hlustendur. Þetta er eina klassíska tónleikaröðin með tónleikum í fullri lengd sem skipulögð er á Akureyri. Hún skiptir því heilmiklu máli fyrir listalífið á staðnum.“
Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Michael Madsen er látinn Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“