McCain telur heilbrigðisfrumvarp repúblikana líklegast dautt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2017 18:20 John McCain. Vísir/EPA John McCain, öldungardeildarþingmaður repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að tilraunir repúblikana til þess að koma nýju heilbrigðisfrumvarpi í gegn um þingið séu líklegast ekki að fara að bera árangur og að teikn séu á lofti um að frumvarpið kunni að vera í vanda. Reuters greinir frá. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að alríkið muni ekki lengur koma til með að fjármagna heilbrigðistryggingakerfið eins og gert er ráð fyrir í núverandi lögum sem komið var á undir stjórn Barack Obama og kölluð eru „Obamacare.“ Gagnrýnendur segja að frumvarp repúblikana feli í raun í sér skattaafslætti til handa þeim ríku með því að fjarlæga heilbrigðistrygginga hinna fátæku með lægri skattgreiðslum og reki um leið upp kostnaðinn á heilbrigðistryggingum fyrir veika og eldri borgara. Óháða stofnunin CBO (e. Congressional Budget Office) sem fylgist með fjárútlátum á vegum bandaríska þingsins og sér jafnframt um að meta áhrif lagasetningar á bandaríska borgara gerir ráð fyrir því að um 22 milljónir bandaríkjamanna muni missa heilbrigðistryggingar sínar á næsta áratugi, gangi frumvarp repúblikana í gegn. Repúblikanar hafa nauman meirihluta í öldungadeild þingsins og eru með 52 þingmenn, á móti 48 þingmönnum demókrata en nú þegar hafa repúblikanar í deildinni líkt og Rand Paul og Susan Collins lýst yfir efasemdum um ágæti frumvarpsins. Því verður að teljast tæpt að frumvarpið verði samþykkt af meirihluta öldungadeildarinnar, þrátt fyrir meirihluta repúblikana. John McCain virðist einnig hafa sínar efasemdir um frumvarpið, ef marka má ummæli hans og ekki víst að hann muni leggja sitt af mörkum til þess að koma frumvarpinu í gegn.Í mínum huga er það líklegast að fara að deyja. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur róið að því öllum árum að fá repúblikana til þess að styðja frumvarpið og hefur Reince Priebus starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagt að forsetinn geri fastlega ráð fyrir því að þingið muni samþykkja frumvarpið. Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
John McCain, öldungardeildarþingmaður repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að tilraunir repúblikana til þess að koma nýju heilbrigðisfrumvarpi í gegn um þingið séu líklegast ekki að fara að bera árangur og að teikn séu á lofti um að frumvarpið kunni að vera í vanda. Reuters greinir frá. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að alríkið muni ekki lengur koma til með að fjármagna heilbrigðistryggingakerfið eins og gert er ráð fyrir í núverandi lögum sem komið var á undir stjórn Barack Obama og kölluð eru „Obamacare.“ Gagnrýnendur segja að frumvarp repúblikana feli í raun í sér skattaafslætti til handa þeim ríku með því að fjarlæga heilbrigðistrygginga hinna fátæku með lægri skattgreiðslum og reki um leið upp kostnaðinn á heilbrigðistryggingum fyrir veika og eldri borgara. Óháða stofnunin CBO (e. Congressional Budget Office) sem fylgist með fjárútlátum á vegum bandaríska þingsins og sér jafnframt um að meta áhrif lagasetningar á bandaríska borgara gerir ráð fyrir því að um 22 milljónir bandaríkjamanna muni missa heilbrigðistryggingar sínar á næsta áratugi, gangi frumvarp repúblikana í gegn. Repúblikanar hafa nauman meirihluta í öldungadeild þingsins og eru með 52 þingmenn, á móti 48 þingmönnum demókrata en nú þegar hafa repúblikanar í deildinni líkt og Rand Paul og Susan Collins lýst yfir efasemdum um ágæti frumvarpsins. Því verður að teljast tæpt að frumvarpið verði samþykkt af meirihluta öldungadeildarinnar, þrátt fyrir meirihluta repúblikana. John McCain virðist einnig hafa sínar efasemdir um frumvarpið, ef marka má ummæli hans og ekki víst að hann muni leggja sitt af mörkum til þess að koma frumvarpinu í gegn.Í mínum huga er það líklegast að fara að deyja. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur róið að því öllum árum að fá repúblikana til þess að styðja frumvarpið og hefur Reince Priebus starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagt að forsetinn geri fastlega ráð fyrir því að þingið muni samþykkja frumvarpið.
Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45