Banksy opinberaður: Safnstjóri Listasafns Akureyrar segir Banksy áhrifavald í veggjalist Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 24. júní 2017 16:07 Hlynur Hallsson segir spennandi tíma framundan. Vísir/Auðunn Níelsson Búið er að opinbera nafn manns sem líklegur er til að vera á bak við listamannsnafnið Banksy. Banksy hefur farið huldu höfði undanfarin ár. Listaverk hans hafa prýtt veggi um heim allan og í þeim er oft að finna mikla ádeilu á samfélagið og óréttlæti. CNN greinir frá. Nú er svo komið að fyrra nafn dularfulla listamannsins er komið upp á yfirborðið. Talið er að nafn hans sé Robert. Sá sem upplýsti um nafnið var breski plötusnúðurinn Goldie. Sá var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem meðal annars var fjallað um veggjalist. Goldie missti nafnið í raun út úr sér en reyndi þó að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú telja margir að Banksy sé í raun tónlistarmaðurinn Robert Del Naja, meðlimur í hljómsveitinni Massive Attack. Robert sá hefur verið bendlaður við hlutverk Banksy áður en hefur aldrei staðfest þetta.Veggurinn tákn um mótþróa „Veggurinn er almenningsrými og hefur í sér uppreisn eða mótþróa; eitthvað tjáningarform sem á sér ekki bara stað inn í listasafni heldur líka út á götu. Fólk tekur því auðvitað öðruvísi,“ segir Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Hlynur segir að það verði áhugavert að sjá hvernig Banksy eða Robert bregst við. Hlynur segir að líklega hafi Banksy viljað halda sig utan sviðsljóssins þar sem veggjalist hafi ekki beint verið lögleg. Fólk hafi líka farið að velta því fyrir sér hvort að verk hafi í raun verið eftir Banksy og það hafi einmitt gert þetta svo áhugavert. „Það hefur verið auðveldara fyrir hann að koma fram með einhver verk sem oft eru mjög gagnrýnin,“ segir Hlynur í samtali við Vísi.Önnur túlkun Hlynur segir að mögulega muni fólk túlka list Banksy á annan hátt en áður og tengja verk hans við lög og texta Massive Attack. Hann nefnir að Banksy sé mikil fyrirmynd fyrir marga. „Ég held að hann hafi haft áhrif á mjög marga, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim,“ segir Hlynur sem er veggjalistamaður sjálfur. Hlynur notast mikið við texta og nýtir orð til að búa til ádeiluverk. Hann segir áhuga fyrir veggjalist fara vaxandi. „Hérna á Íslandi hefur hún orðið meira áberandi á síðustu tíu árum heldur en þar á undan,“ svarar Hlynur. Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Búið er að opinbera nafn manns sem líklegur er til að vera á bak við listamannsnafnið Banksy. Banksy hefur farið huldu höfði undanfarin ár. Listaverk hans hafa prýtt veggi um heim allan og í þeim er oft að finna mikla ádeilu á samfélagið og óréttlæti. CNN greinir frá. Nú er svo komið að fyrra nafn dularfulla listamannsins er komið upp á yfirborðið. Talið er að nafn hans sé Robert. Sá sem upplýsti um nafnið var breski plötusnúðurinn Goldie. Sá var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem meðal annars var fjallað um veggjalist. Goldie missti nafnið í raun út úr sér en reyndi þó að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú telja margir að Banksy sé í raun tónlistarmaðurinn Robert Del Naja, meðlimur í hljómsveitinni Massive Attack. Robert sá hefur verið bendlaður við hlutverk Banksy áður en hefur aldrei staðfest þetta.Veggurinn tákn um mótþróa „Veggurinn er almenningsrými og hefur í sér uppreisn eða mótþróa; eitthvað tjáningarform sem á sér ekki bara stað inn í listasafni heldur líka út á götu. Fólk tekur því auðvitað öðruvísi,“ segir Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Hlynur segir að það verði áhugavert að sjá hvernig Banksy eða Robert bregst við. Hlynur segir að líklega hafi Banksy viljað halda sig utan sviðsljóssins þar sem veggjalist hafi ekki beint verið lögleg. Fólk hafi líka farið að velta því fyrir sér hvort að verk hafi í raun verið eftir Banksy og það hafi einmitt gert þetta svo áhugavert. „Það hefur verið auðveldara fyrir hann að koma fram með einhver verk sem oft eru mjög gagnrýnin,“ segir Hlynur í samtali við Vísi.Önnur túlkun Hlynur segir að mögulega muni fólk túlka list Banksy á annan hátt en áður og tengja verk hans við lög og texta Massive Attack. Hann nefnir að Banksy sé mikil fyrirmynd fyrir marga. „Ég held að hann hafi haft áhrif á mjög marga, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim,“ segir Hlynur sem er veggjalistamaður sjálfur. Hlynur notast mikið við texta og nýtir orð til að búa til ádeiluverk. Hann segir áhuga fyrir veggjalist fara vaxandi. „Hérna á Íslandi hefur hún orðið meira áberandi á síðustu tíu árum heldur en þar á undan,“ svarar Hlynur.
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög