Gummi Ben 1 á 5 með strákunum okkar: „Þeir létu Rooney bara dekka Kára eins og það væri eðlilegt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2017 10:30 Guðmundur Benediktsson er búinn að fara 1 á 1 með nokkrum þjálfurum úr Pepsi-deildinni í sumar en síðasta föstudag var sérstakur hátíðarþáttur vegna landsleiks Íslands og Króatíu. Gummi Ben fór þá 1 á 5 er hann bauð fimm af strákunum okkar út á borða á Grillmarkaðnum og fór ítarlega yfir ævintýrið á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hannes Þór Halldórsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sátu að snæðingi og rifjuðu upp veisluna í Frakklandi og var mikið hlegið. Þátturinn var frumsýndur í heild sinni síðasta föstudag á Stöð 2 Sport HD en á mánudögum í sumar verður styttri útgáfa af 1á1 sýnd sem hluti af Ísland í sumar sem er alltaf beint á eftir fréttum. Strákarnir á grillmarkaðnum var á dagskrá í gær og má sjá þáttinn hér að ofan. Bros kom á varir allra þegar leikurinn á móti Englandi var rifjaður upp. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu snemma leiks en Ragnar Sigurðsson jafnaði metin með marki eftir langt innkast Arons Einars sem Kári Árnason „flikkaði“ á fjærstöngina. „Það mátti sjá á andlitum þeirra að þeir trúðu ekki í hverju þeir voru lentir þegar það gerðist,“ segir Gummi Ben sem, eins og alþjóð veit, missti vitið þegar Ragnar skoraði. „Þú varst alveg sallarólegur þá,“ grínast Hannes Þór. „Þeir létu Rooney bara dekka Kára eins og það væri eðlilegt,“ bætti Jóhann Berg við og fyrirliðinn Aron Einar greip orðið: „Og svo sögðust þeir vera búnir að fara vel yfir föstu leikatriðin hjá íslenska landsliðinu.“ Gummi Ben fullytrti að hans mati væri þetta stærsta stundin í íslenskri íþróttasögu og strákarnir voru sammála um að þetta hefði verið ótrúlegt. „Þetta var ólýsanlegt, algjörlega ótrúlegt augnablik,“ segir Hannes Þór Halldórsson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira
Guðmundur Benediktsson er búinn að fara 1 á 1 með nokkrum þjálfurum úr Pepsi-deildinni í sumar en síðasta föstudag var sérstakur hátíðarþáttur vegna landsleiks Íslands og Króatíu. Gummi Ben fór þá 1 á 5 er hann bauð fimm af strákunum okkar út á borða á Grillmarkaðnum og fór ítarlega yfir ævintýrið á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hannes Þór Halldórsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sátu að snæðingi og rifjuðu upp veisluna í Frakklandi og var mikið hlegið. Þátturinn var frumsýndur í heild sinni síðasta föstudag á Stöð 2 Sport HD en á mánudögum í sumar verður styttri útgáfa af 1á1 sýnd sem hluti af Ísland í sumar sem er alltaf beint á eftir fréttum. Strákarnir á grillmarkaðnum var á dagskrá í gær og má sjá þáttinn hér að ofan. Bros kom á varir allra þegar leikurinn á móti Englandi var rifjaður upp. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu snemma leiks en Ragnar Sigurðsson jafnaði metin með marki eftir langt innkast Arons Einars sem Kári Árnason „flikkaði“ á fjærstöngina. „Það mátti sjá á andlitum þeirra að þeir trúðu ekki í hverju þeir voru lentir þegar það gerðist,“ segir Gummi Ben sem, eins og alþjóð veit, missti vitið þegar Ragnar skoraði. „Þú varst alveg sallarólegur þá,“ grínast Hannes Þór. „Þeir létu Rooney bara dekka Kára eins og það væri eðlilegt,“ bætti Jóhann Berg við og fyrirliðinn Aron Einar greip orðið: „Og svo sögðust þeir vera búnir að fara vel yfir föstu leikatriðin hjá íslenska landsliðinu.“ Gummi Ben fullytrti að hans mati væri þetta stærsta stundin í íslenskri íþróttasögu og strákarnir voru sammála um að þetta hefði verið ótrúlegt. „Þetta var ólýsanlegt, algjörlega ótrúlegt augnablik,“ segir Hannes Þór Halldórsson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira