Pútín býður James Comey pólitískt hæli í Rússlandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 18:16 Vladimír Pútín. Vísir/EPA Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sé velkomið að fá pólitískt hæli í Rússlandi kjósi hann svo. CNN greinir frá. Forsetinn lét ummælin falla í árlegum fyrirspurnartíma í sjónvarpinu í Rússlandi í gær, þar sem áhorfendum bauðst að hringja inn í þáttinn og spyrja Pútín spjörunum út. Í fyrirspurninni um James Comey og mál hans svaraði Pútín með kaldhæðnum hætti.„Hvað gerir forstjórann svo frábrugðinn Hr. Snowden? Mér virðist hann ekki vera forstjóri alríkislögreglunnar heldur aðgerðasinni sem hefur sína tilteknu skoðun. Ef hann verður ákærður vegna þessa, erum við líka reiðubúin til þess að veita honum pólitískt hæli.“ Comey mætti í síðustu viku fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar og svaraði spurningum varðandi samskipti sín við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem líkt og flestir vita rak Comey úr embætti. Þar lýsti hann til að mynda óþægilegum samskiptum sínum við Trump, sem spurði hann hvort að hann gæti ekki látið rannsókn á máli fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn niður falla. Edward Snowden fékk pólitískt hæli í Rússlandi árið 2013 eftir að hafa lekið mikilvægum gögnum frá NSA, þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna til almennings en bandarísk stjórnvöld hafa allar götur síðan viljað hafa hendur í hári hans vegna þess. Var ákvörðun Rússa um að veita honum hæli ekki til þess að létta á samskiptum ríkjanna. Margir hafa velt vöngum yfir því hvort að uppátæki Pútíns og ákvörðun hans um að svara spurningum rússnesku þjóðarinnar séu viðbrögð við mótmælum í landinu en á þriðjudaginn voru 1400 manns handteknir fyrir að mótmæla spillingu í landinu. Í fyrirspurnatímanum svaraði Pútín meðal annars spurningum um börn sín, sem hann sagði lifa eðlilegu lífi. Þá sagði hann að ef að Rússar hefðu ekki innlimað Krímskaga, „hefðu Vesturlönd líkast til fundið aðrar ástæður til þess að halda Rússum niðri.“ Pútín tók við völdum á ný sem forseti Rússlands árið 2012 og hófst þá hans þriðja kjörtímabil. Þar áður var hann forsætisráðherra í ríkisstjórn Dmitry Medvedev frá árinu 2008, sem þá var forseti en er nú forsætisráðherra. Þá var hann einnig forseti landsins árin 2000 til 2008. Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31 Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sé velkomið að fá pólitískt hæli í Rússlandi kjósi hann svo. CNN greinir frá. Forsetinn lét ummælin falla í árlegum fyrirspurnartíma í sjónvarpinu í Rússlandi í gær, þar sem áhorfendum bauðst að hringja inn í þáttinn og spyrja Pútín spjörunum út. Í fyrirspurninni um James Comey og mál hans svaraði Pútín með kaldhæðnum hætti.„Hvað gerir forstjórann svo frábrugðinn Hr. Snowden? Mér virðist hann ekki vera forstjóri alríkislögreglunnar heldur aðgerðasinni sem hefur sína tilteknu skoðun. Ef hann verður ákærður vegna þessa, erum við líka reiðubúin til þess að veita honum pólitískt hæli.“ Comey mætti í síðustu viku fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar og svaraði spurningum varðandi samskipti sín við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem líkt og flestir vita rak Comey úr embætti. Þar lýsti hann til að mynda óþægilegum samskiptum sínum við Trump, sem spurði hann hvort að hann gæti ekki látið rannsókn á máli fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn niður falla. Edward Snowden fékk pólitískt hæli í Rússlandi árið 2013 eftir að hafa lekið mikilvægum gögnum frá NSA, þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna til almennings en bandarísk stjórnvöld hafa allar götur síðan viljað hafa hendur í hári hans vegna þess. Var ákvörðun Rússa um að veita honum hæli ekki til þess að létta á samskiptum ríkjanna. Margir hafa velt vöngum yfir því hvort að uppátæki Pútíns og ákvörðun hans um að svara spurningum rússnesku þjóðarinnar séu viðbrögð við mótmælum í landinu en á þriðjudaginn voru 1400 manns handteknir fyrir að mótmæla spillingu í landinu. Í fyrirspurnatímanum svaraði Pútín meðal annars spurningum um börn sín, sem hann sagði lifa eðlilegu lífi. Þá sagði hann að ef að Rússar hefðu ekki innlimað Krímskaga, „hefðu Vesturlönd líkast til fundið aðrar ástæður til þess að halda Rússum niðri.“ Pútín tók við völdum á ný sem forseti Rússlands árið 2012 og hófst þá hans þriðja kjörtímabil. Þar áður var hann forsætisráðherra í ríkisstjórn Dmitry Medvedev frá árinu 2008, sem þá var forseti en er nú forsætisráðherra. Þá var hann einnig forseti landsins árin 2000 til 2008.
Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31 Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30
Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45
Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56
Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31