Gagnrýna hvernig óhollusta er markaðssett til barna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 19:45 Brynhildur Pétursdóttir, segir að Neytendasamtökin fylgist vel með málinu. Vísir/Getty/Valli Neytendasamtökin taka undir með Evrópusamtökum neytenda (BEUC) og kalla eftir því að matvælaframleiðendur hætti að markaðssetja óhollustu til barna með því að nota svokallaðar teiknimyndapersónur. Þetta kemur fram á heimasíðu Neytendasamtakanna. Ástæðan sé sú að flest matvæli sem auglýst eru með þessum hætti standast ekki þau næringarviðmið sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin setur. BEUC skoðaði stöðuna í þrettán Evrópulöndum og komst að því að framleiðendur nota í miklum mæli slíkar persónur til að ná til barna. Slík matvæli innihaldi þó mestmegnis hátt hlutfall sykurs, salts og fitu sem ekki ætti með réttu að beina að börnum en samtökin fundu aðeins eina holla vöru sem markaðssett er á slíkan hátt.Engar tilviljanir þegar kemur að markaðssetninguÍ samtali við Vísi segir Brynhildur Pétursdóttir, ritstýra Neytendablaðsins og starfsmaður Neytendasamtakanna, að samtökin hafi fylgst vel með málinu. „Það eru engar tilviljanir í þessu. Menn hafa verið að nota slíkar persónur í ríkum mæli. Við erum í evrópska efnahagssvæðinu og allar reglur um merkingu á matvælum eru samevrópskar, svo þetta skiptir okkur miklu máli.“ Við höfum í gegn um tíðina talað mikið gegn óábyrgri markaðssetningu hvað varðar börn. Við höfum fjallað um þessi mál og reynt að vekja athygli verslunarfólks á þeim.“Foreldrar fylgist vel meðBrynhildur segir að foreldrar þurfi einnig að hugsa sig vel og vandlega um þegar þau fari út í búð og versli vörur handa börnum sínum. „Sem foreldri þarf maður líka að staldra við og hugsa um þetta. Er Nemópakkinn besti morgunmaturinn fyrir barnið manns? Auðvitað vill barnið Nemópakkinn en stundum verður maður að hugsa betur út í þetta.“ Í tilkynningunni á vef Neytendasamtakanna kemur fram að heilbrigðisráðherrar Evrópusambandsins muni hittast á morgun, föstudaginn 16. júní, til þess að ræða aðgerðir til að takast á við offituvanda barna. BEUC kalla eftir því að ráðherrarnir tryggi að þær reglur sem settar verði í framtíðinni taki tillit til þeirra áhrifa sem teiknimyndapersónur geta haft á markaðssetningu til barna. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Neytendasamtökin taka undir með Evrópusamtökum neytenda (BEUC) og kalla eftir því að matvælaframleiðendur hætti að markaðssetja óhollustu til barna með því að nota svokallaðar teiknimyndapersónur. Þetta kemur fram á heimasíðu Neytendasamtakanna. Ástæðan sé sú að flest matvæli sem auglýst eru með þessum hætti standast ekki þau næringarviðmið sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin setur. BEUC skoðaði stöðuna í þrettán Evrópulöndum og komst að því að framleiðendur nota í miklum mæli slíkar persónur til að ná til barna. Slík matvæli innihaldi þó mestmegnis hátt hlutfall sykurs, salts og fitu sem ekki ætti með réttu að beina að börnum en samtökin fundu aðeins eina holla vöru sem markaðssett er á slíkan hátt.Engar tilviljanir þegar kemur að markaðssetninguÍ samtali við Vísi segir Brynhildur Pétursdóttir, ritstýra Neytendablaðsins og starfsmaður Neytendasamtakanna, að samtökin hafi fylgst vel með málinu. „Það eru engar tilviljanir í þessu. Menn hafa verið að nota slíkar persónur í ríkum mæli. Við erum í evrópska efnahagssvæðinu og allar reglur um merkingu á matvælum eru samevrópskar, svo þetta skiptir okkur miklu máli.“ Við höfum í gegn um tíðina talað mikið gegn óábyrgri markaðssetningu hvað varðar börn. Við höfum fjallað um þessi mál og reynt að vekja athygli verslunarfólks á þeim.“Foreldrar fylgist vel meðBrynhildur segir að foreldrar þurfi einnig að hugsa sig vel og vandlega um þegar þau fari út í búð og versli vörur handa börnum sínum. „Sem foreldri þarf maður líka að staldra við og hugsa um þetta. Er Nemópakkinn besti morgunmaturinn fyrir barnið manns? Auðvitað vill barnið Nemópakkinn en stundum verður maður að hugsa betur út í þetta.“ Í tilkynningunni á vef Neytendasamtakanna kemur fram að heilbrigðisráðherrar Evrópusambandsins muni hittast á morgun, föstudaginn 16. júní, til þess að ræða aðgerðir til að takast á við offituvanda barna. BEUC kalla eftir því að ráðherrarnir tryggi að þær reglur sem settar verði í framtíðinni taki tillit til þeirra áhrifa sem teiknimyndapersónur geta haft á markaðssetningu til barna.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira