Góðar afsakanir fyrir að gera svona brjálæðislega hluti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2017 11:30 Mótettukórinn og Alþjóðlega Barokksveitin í Hallgrímskirkju munu tjalda öllu sem til er á tvennum tónleikum sem framundan eru og fá til liðs við sig söngvara sem ekki eru af verri endanum. H-moll messan eftir J.S. Bach hefur verið nefnd mesta tónverk allra tíma og þjóða. Með flutningi hennar nú um helgina fagna Mótettukórinn og Listvinafélag Hallgrímskirkju 35 ára afmæli á árinu. Ekki nóg með það heldur eru líka 35 ár frá því Hörður Áskelsson organisti hóf störf við kirkjuna. Hann brosir að því. ?Það er alltaf verið að finna einhverjar afsakanir fyrir að gera svona brjálæðislega hluti. Þegar maður er kominn á minn aldur eru ýmsir möguleikar. Þrjátíu og fimm ára starfsafmæli er ekki verra en hvað annað, það er gaman að upplifa það,? segir hann. Meðflytjendur Mótettukórsins að þessu sinni eru á heimsmælikvarða. Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju er skipuð einvala liði hljóðfæraleikara víða að úr heiminum og konsertmeistari er hinn finnski Tuomo Suni. Hörður hælir honum á hvert reipi. „Tuomo Suni er alger lykilmaður. Hann er afar metnaðarfullur fyrir hönd þessarar sveitar og kemur sjálfur svo vel undirbúinn að heilmikill tími sparast á æfingum.“Hörður heldur upp á 35 ára starfsafmæli. Fréttablaðið/Anton BrinkEinsöngvararnir eru líka í sérflokki, að sögn Harðar. ?Fyrir utan Odd Jónsson bassa og Elmar Gilbertsson tenór koma tvær stjörnur barokkheimsins fram. Það eru hin skosk-íslenska sópransöngkona Hannah Morrison og enski kontratenórinn Alex Potter. Þau syngja reglulega með virtustu barokksveitum og stjórnendum heims og hafa sungið inn á fjölda diska. Það var Árni Heimir hjá Sinfóníunni sem sagði mér frá Hönnuh og ég var inni á síðu agents erlendis að leita að kontratenór þegar ég rakst á nafnið hennar. Spurði hana í tölvupósti hvort hún væri laus til að syngja H-messuna á þessum tíma. Hún svaraði um hæl að hún vildi ekkert í heiminum frekar gera. Síðar uppgötvaðist að ég og mamma hennar höfðum verið saman í tónlistarskólanum á Akureyri sem börn og að við hjónin höfðum hitt þær mæðgur einu sinni á jólaskemmtun í Þýskalandi.Hin hálfíslenska Hannah Morrison hlakkar til að syngja fyrir Íslendinga.Hannah býr í Þýskalandi en er komin til landsins vegna tónleikanna og svarar síma heima hjá frænku sinni. Fyrir mig er hátíð að syngja H-moll messuna heima á Íslandi. Það er músík sem ég elska,? segir hún. Hörður viðurkennir ekki stress vegna tónleikanna heldur eftirvæntingu. ?Ég þekki verkið. Þetta er í þriðja sinn sem ég tek það upp, spilaði orgelpartinn einu sinni með Pólýfónkórnum og söng það einu sinni á námsárunum.? Tónleikarnir verða tvennir um helgina, á laugardag og sunnudag, báða dagana klukkan 17. Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
H-moll messan eftir J.S. Bach hefur verið nefnd mesta tónverk allra tíma og þjóða. Með flutningi hennar nú um helgina fagna Mótettukórinn og Listvinafélag Hallgrímskirkju 35 ára afmæli á árinu. Ekki nóg með það heldur eru líka 35 ár frá því Hörður Áskelsson organisti hóf störf við kirkjuna. Hann brosir að því. ?Það er alltaf verið að finna einhverjar afsakanir fyrir að gera svona brjálæðislega hluti. Þegar maður er kominn á minn aldur eru ýmsir möguleikar. Þrjátíu og fimm ára starfsafmæli er ekki verra en hvað annað, það er gaman að upplifa það,? segir hann. Meðflytjendur Mótettukórsins að þessu sinni eru á heimsmælikvarða. Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju er skipuð einvala liði hljóðfæraleikara víða að úr heiminum og konsertmeistari er hinn finnski Tuomo Suni. Hörður hælir honum á hvert reipi. „Tuomo Suni er alger lykilmaður. Hann er afar metnaðarfullur fyrir hönd þessarar sveitar og kemur sjálfur svo vel undirbúinn að heilmikill tími sparast á æfingum.“Hörður heldur upp á 35 ára starfsafmæli. Fréttablaðið/Anton BrinkEinsöngvararnir eru líka í sérflokki, að sögn Harðar. ?Fyrir utan Odd Jónsson bassa og Elmar Gilbertsson tenór koma tvær stjörnur barokkheimsins fram. Það eru hin skosk-íslenska sópransöngkona Hannah Morrison og enski kontratenórinn Alex Potter. Þau syngja reglulega með virtustu barokksveitum og stjórnendum heims og hafa sungið inn á fjölda diska. Það var Árni Heimir hjá Sinfóníunni sem sagði mér frá Hönnuh og ég var inni á síðu agents erlendis að leita að kontratenór þegar ég rakst á nafnið hennar. Spurði hana í tölvupósti hvort hún væri laus til að syngja H-messuna á þessum tíma. Hún svaraði um hæl að hún vildi ekkert í heiminum frekar gera. Síðar uppgötvaðist að ég og mamma hennar höfðum verið saman í tónlistarskólanum á Akureyri sem börn og að við hjónin höfðum hitt þær mæðgur einu sinni á jólaskemmtun í Þýskalandi.Hin hálfíslenska Hannah Morrison hlakkar til að syngja fyrir Íslendinga.Hannah býr í Þýskalandi en er komin til landsins vegna tónleikanna og svarar síma heima hjá frænku sinni. Fyrir mig er hátíð að syngja H-moll messuna heima á Íslandi. Það er músík sem ég elska,? segir hún. Hörður viðurkennir ekki stress vegna tónleikanna heldur eftirvæntingu. ?Ég þekki verkið. Þetta er í þriðja sinn sem ég tek það upp, spilaði orgelpartinn einu sinni með Pólýfónkórnum og söng það einu sinni á námsárunum.? Tónleikarnir verða tvennir um helgina, á laugardag og sunnudag, báða dagana klukkan 17.
Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“