Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2017 23:59 Davíð Þór Björgvinsson var metinn hæfastur af nefndinni. Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd en Kjarninn hefur lista nefndarinnar undir höndum og birti hann fyrr í kvöld. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sniðgekk fjóra af þeim fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta í tillögu sinni til Alþingis um skipan dómara við Landsrétt sem hún afhenti forseta þingsins í gær. Þeir Ástráður Haraldsson, Eiríkur Jónsson, Jóhannes Rúnar Jóhannsson og Jón Höskuldsson hlutu ekki náð fyrir augum ráðherrans heldur þau Arnfríður Einarsdóttir, Ragnheiður Bragadóttir, Ásmundur Helgason og Jón Finnbjörnsson. Eiríkur Jónsson er númer sjö á lista hæfnisnefndarinnar, Jón Höskuldsson er númer ellefu, Jóhannes Rúnar númer tólf og Ástráður númer fjórtán. Athygli vekur að Jón Finnbjörnsson er númer þrjátíu á listanum af 33 en Ásmundur er númer sautján, Arnfríður númer átján og Ragnheiður Bragadóttir númer 23. Ráðherra hefur sagt að hún hafi ekki talið hæfnisnefndina meta dómarastörf nóg í sínu mati en allir þeir fjórir einstaklingar sem hún leggur til þvert á mat nefndarinnar eru héraðsdómarar. Jón Höskuldsson er það reyndar líka en er þó ekki á lista ráðherra þó hann sé metinn einn af þeim hæfustu af nefndinni. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fjallaði á fundum sínum í dag um tillögu ráðherrans án þess að niðurstaða fengist í málið. Fundahöld halda áfram á morgun en skipa þarf dómara fyrir þinglok sem einmitt eru áætluð á morgun. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd en Kjarninn hefur lista nefndarinnar undir höndum og birti hann fyrr í kvöld. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sniðgekk fjóra af þeim fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta í tillögu sinni til Alþingis um skipan dómara við Landsrétt sem hún afhenti forseta þingsins í gær. Þeir Ástráður Haraldsson, Eiríkur Jónsson, Jóhannes Rúnar Jóhannsson og Jón Höskuldsson hlutu ekki náð fyrir augum ráðherrans heldur þau Arnfríður Einarsdóttir, Ragnheiður Bragadóttir, Ásmundur Helgason og Jón Finnbjörnsson. Eiríkur Jónsson er númer sjö á lista hæfnisnefndarinnar, Jón Höskuldsson er númer ellefu, Jóhannes Rúnar númer tólf og Ástráður númer fjórtán. Athygli vekur að Jón Finnbjörnsson er númer þrjátíu á listanum af 33 en Ásmundur er númer sautján, Arnfríður númer átján og Ragnheiður Bragadóttir númer 23. Ráðherra hefur sagt að hún hafi ekki talið hæfnisnefndina meta dómarastörf nóg í sínu mati en allir þeir fjórir einstaklingar sem hún leggur til þvert á mat nefndarinnar eru héraðsdómarar. Jón Höskuldsson er það reyndar líka en er þó ekki á lista ráðherra þó hann sé metinn einn af þeim hæfustu af nefndinni. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fjallaði á fundum sínum í dag um tillögu ráðherrans án þess að niðurstaða fengist í málið. Fundahöld halda áfram á morgun en skipa þarf dómara fyrir þinglok sem einmitt eru áætluð á morgun.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira