„Það nötraði bókstaflega allt“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. maí 2017 10:37 Una Sighvatsdóttir í Herat, en þessi mynd var tekin af henni í gær. mynd/una „Það kom ofboðsleg höggbylgja. Ég hef aldrei fundið svona áður og það nötraði bókstaflega allt hérna,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýsingafulltrúi Nato í Afganistan og friðargæsluliði, um sprenginguna sem varð í Kabúl í morgun. Að minnsta kosti 80 eru látnir og 350 særðir eftir sprenginguna, sem var gríðarlega öflug. Um var að ræða bílasprengju sem sprakk á Zanbaq-torgi í miðbænum, nærri sendiráðum erlendra ríkja og forsetahöllinni. Flestir hinna látnu eru óbreyttir borgarar.Hélt þetta væri jarðskjálfti Una segir sprengjuna hafa sprungið í miðri morgunösinni. „Ég var búin að liggja andvaka í nótt. Ég lá og hlustaði á bænaköllin sem eru mjög hávær núna því það er ramadan. En síðan verður þessi sprenging í miðri morgunösinni, en vegna þess að ég var veik lá ég enn í rúminu,“ segir hún. „Ég hélt þetta væri jarðskjálfti því það komu nokkrir jarðskjálftar um daginn og hvellurinn sjálfur heyrðist ekki fyrr en eftir ár. En þá áttaði maður sig á því hvað þetta var og ég verð að viðurkenna að mér brá mjög.“Frá vettvangi árásarinnar.vísir/afpÁrásir eru tíðar þar í landi en síðasta sprenging sem Una varð vör við var í byrjun síðasta mánaðar. „Þá var ekið á bílalest. Það var mjög nálægt okkur og heyrðist rosalega vel en þá fann ég ekki þessa ofboðslegu höggbylgju eins og var núna. Þetta var svo stór sprenging. En mér skilst að fólk um alla borg hafi fundið höggbylgjuna og það skildi víst eftir sig stóran sprengjugíg úti á götu,“ útskýrir Una.Allir fluttir í höfuðstöðvar Nato Árásin átti sér stað skammt frá þýska sendiráðinu þar í borg og hefur Una fengið upplýsingar um að mikið tjón sé á sendiráðinu. „Sprengingin varð rétt fyrir utan þetta svokallaða græna svæði en þeim tókst ekki að komast inn á það. Það er sagt að afganskar öryggissveitir hafi komið í veg fyrir það, en þýska sendiráðið var það sem stóð næst og varð fyrir miklu tjóni. Það er komið gat á öryggisvegginn umhverfis sendiráðið og mér skilst að það sé búið að rýma sendiráðið og allir starfsmenn þess fluttir hingað í höfuðstöðvar Nato.“ Þá segir hún að almennt ríki mikil sorg í Afganistan, en að hún finni á sama tíma fyrir mikilli samstöðu landsmanna. Til að mynda sé hún meðlimur í Facebook-hóp þar sem fólk tilkynnir ef eitthvað óeðlilegt á sér stað, eða ef öryggisgæsla er óvenju mikil. Hún segist aðspurð ekki vita til þess að neinn hafi lýst ódæðinu á hendur sér. „Væntanlega eru þetta annað hvort Talíbanar eða ISIS. Það á eftir að koma í ljós hvor samtökin lýsa yfir ábyrgð en svo veit maður aldrei fyrir víst. Stundum eigna þau sér heiðurinn af svona ógeði án þess að það sé hægt að staðfesta fyrir víst að það séu þeir.“ Líkt og Una bendir á hefur enginn lýst ábyrgðinni á hendur sér en Talíbanar tilkynntu um hina árlegu vorsókn sína í síðasta mánuði og greindu frá því að margar árásir væru í farvatninu. Bandaríkjamenn eru enn með tæplega níu þúsund hermenn í Afganistan eftir innrásins 2001 og fimm þúsund hermenn til viðbótar eru frá hinum ýmsu Nató þjóðum. Tengdar fréttir Tugir látnir eftir öfluga sprengingu Gríðaröflug sprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans í nótt og eru að minnsta kosti áttatíu látnir og 350 særðir. 31. maí 2017 07:38 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
„Það kom ofboðsleg höggbylgja. Ég hef aldrei fundið svona áður og það nötraði bókstaflega allt hérna,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýsingafulltrúi Nato í Afganistan og friðargæsluliði, um sprenginguna sem varð í Kabúl í morgun. Að minnsta kosti 80 eru látnir og 350 særðir eftir sprenginguna, sem var gríðarlega öflug. Um var að ræða bílasprengju sem sprakk á Zanbaq-torgi í miðbænum, nærri sendiráðum erlendra ríkja og forsetahöllinni. Flestir hinna látnu eru óbreyttir borgarar.Hélt þetta væri jarðskjálfti Una segir sprengjuna hafa sprungið í miðri morgunösinni. „Ég var búin að liggja andvaka í nótt. Ég lá og hlustaði á bænaköllin sem eru mjög hávær núna því það er ramadan. En síðan verður þessi sprenging í miðri morgunösinni, en vegna þess að ég var veik lá ég enn í rúminu,“ segir hún. „Ég hélt þetta væri jarðskjálfti því það komu nokkrir jarðskjálftar um daginn og hvellurinn sjálfur heyrðist ekki fyrr en eftir ár. En þá áttaði maður sig á því hvað þetta var og ég verð að viðurkenna að mér brá mjög.“Frá vettvangi árásarinnar.vísir/afpÁrásir eru tíðar þar í landi en síðasta sprenging sem Una varð vör við var í byrjun síðasta mánaðar. „Þá var ekið á bílalest. Það var mjög nálægt okkur og heyrðist rosalega vel en þá fann ég ekki þessa ofboðslegu höggbylgju eins og var núna. Þetta var svo stór sprenging. En mér skilst að fólk um alla borg hafi fundið höggbylgjuna og það skildi víst eftir sig stóran sprengjugíg úti á götu,“ útskýrir Una.Allir fluttir í höfuðstöðvar Nato Árásin átti sér stað skammt frá þýska sendiráðinu þar í borg og hefur Una fengið upplýsingar um að mikið tjón sé á sendiráðinu. „Sprengingin varð rétt fyrir utan þetta svokallaða græna svæði en þeim tókst ekki að komast inn á það. Það er sagt að afganskar öryggissveitir hafi komið í veg fyrir það, en þýska sendiráðið var það sem stóð næst og varð fyrir miklu tjóni. Það er komið gat á öryggisvegginn umhverfis sendiráðið og mér skilst að það sé búið að rýma sendiráðið og allir starfsmenn þess fluttir hingað í höfuðstöðvar Nato.“ Þá segir hún að almennt ríki mikil sorg í Afganistan, en að hún finni á sama tíma fyrir mikilli samstöðu landsmanna. Til að mynda sé hún meðlimur í Facebook-hóp þar sem fólk tilkynnir ef eitthvað óeðlilegt á sér stað, eða ef öryggisgæsla er óvenju mikil. Hún segist aðspurð ekki vita til þess að neinn hafi lýst ódæðinu á hendur sér. „Væntanlega eru þetta annað hvort Talíbanar eða ISIS. Það á eftir að koma í ljós hvor samtökin lýsa yfir ábyrgð en svo veit maður aldrei fyrir víst. Stundum eigna þau sér heiðurinn af svona ógeði án þess að það sé hægt að staðfesta fyrir víst að það séu þeir.“ Líkt og Una bendir á hefur enginn lýst ábyrgðinni á hendur sér en Talíbanar tilkynntu um hina árlegu vorsókn sína í síðasta mánuði og greindu frá því að margar árásir væru í farvatninu. Bandaríkjamenn eru enn með tæplega níu þúsund hermenn í Afganistan eftir innrásins 2001 og fimm þúsund hermenn til viðbótar eru frá hinum ýmsu Nató þjóðum.
Tengdar fréttir Tugir látnir eftir öfluga sprengingu Gríðaröflug sprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans í nótt og eru að minnsta kosti áttatíu látnir og 350 særðir. 31. maí 2017 07:38 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Tugir látnir eftir öfluga sprengingu Gríðaröflug sprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans í nótt og eru að minnsta kosti áttatíu látnir og 350 særðir. 31. maí 2017 07:38