Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. maí 2017 14:51 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. Þetta segir Birgitta á Facebook-síðu sinni. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur haft tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómaranna til umfjöllunar í gær og í dag. Minnihluti nefndarinnar telur vafa á því að tillaga hennar standist lög, en Sigríður vill að fjórir einstaklingar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar, verði skipaðir í embættið. „Meirihlutinn vill ekki verða við ósk minnihlutans um að það sé gætt að fagmennsku í þessu máli, það að varpa vantrausti á nýtt dómstig er með öllu ólíðandi og að svo knappur meirihluti ætli sér að keyra þetta áfram, út af geðþótta dómsmálaráðherra er óþolandi og ólíðandi,“ segir Birgitta. Jón Þór Ólafsson, samflokksmaður Birgittu, ítrekaði afstöðu minnihlutans á þingfundi í morgun og sagði dómafordæmi fyrir því að dómsmálaráðherra hafi brotið lög með tilnefningu dómara til Landsréttar – sem Sigríður vísaði þó á bug. „Árni Matthiesen, fyrrverandi ráðherra, var dæmdur til að greiða skaðabætur í því máli. En stóri skaðinn þá og stóri skaðinn af þessu ferli, þar sem fjórir dómarar eru teknir út og fjórir aðrir settir inn – ef það er ekki gert með rökstuðningi sem uppfyllir dómafordæmi þá er stóri skaðinn sá að það er verið að grafa undan dómskerfi landsins,“ sagði Jón Þór. Sigríður sagðist telja dóminn yfir Árna ekki eiga við í þessu máli. Lagaumhverfið nú sé allt annað. „Ég held að þessi dómur lúti ekki að þeim málsatvikum sem hér liggja fyrir þinginu. Það Hæstaréttarmál laut að skipun í embætti héraðsdómara á árinu 2007 í allt öðru lagaumhverfi en nú er,“ sagði Sigríður. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Umfjöllun um skipan dómara framhaldið í dag Fundi nefndarinnar lauk á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst að nýju klukkan tíu í morgun. 31. maí 2017 11:09 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. Þetta segir Birgitta á Facebook-síðu sinni. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur haft tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómaranna til umfjöllunar í gær og í dag. Minnihluti nefndarinnar telur vafa á því að tillaga hennar standist lög, en Sigríður vill að fjórir einstaklingar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar, verði skipaðir í embættið. „Meirihlutinn vill ekki verða við ósk minnihlutans um að það sé gætt að fagmennsku í þessu máli, það að varpa vantrausti á nýtt dómstig er með öllu ólíðandi og að svo knappur meirihluti ætli sér að keyra þetta áfram, út af geðþótta dómsmálaráðherra er óþolandi og ólíðandi,“ segir Birgitta. Jón Þór Ólafsson, samflokksmaður Birgittu, ítrekaði afstöðu minnihlutans á þingfundi í morgun og sagði dómafordæmi fyrir því að dómsmálaráðherra hafi brotið lög með tilnefningu dómara til Landsréttar – sem Sigríður vísaði þó á bug. „Árni Matthiesen, fyrrverandi ráðherra, var dæmdur til að greiða skaðabætur í því máli. En stóri skaðinn þá og stóri skaðinn af þessu ferli, þar sem fjórir dómarar eru teknir út og fjórir aðrir settir inn – ef það er ekki gert með rökstuðningi sem uppfyllir dómafordæmi þá er stóri skaðinn sá að það er verið að grafa undan dómskerfi landsins,“ sagði Jón Þór. Sigríður sagðist telja dóminn yfir Árna ekki eiga við í þessu máli. Lagaumhverfið nú sé allt annað. „Ég held að þessi dómur lúti ekki að þeim málsatvikum sem hér liggja fyrir þinginu. Það Hæstaréttarmál laut að skipun í embætti héraðsdómara á árinu 2007 í allt öðru lagaumhverfi en nú er,“ sagði Sigríður.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Umfjöllun um skipan dómara framhaldið í dag Fundi nefndarinnar lauk á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst að nýju klukkan tíu í morgun. 31. maí 2017 11:09 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Umfjöllun um skipan dómara framhaldið í dag Fundi nefndarinnar lauk á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst að nýju klukkan tíu í morgun. 31. maí 2017 11:09