Annars flokks heilbrigðiskerfi Smári McCarthy skrifar 23. maí 2017 07:00 Í nýrri grein í Lancet-tímaritinu er dregin upp björt mynd af stöðu íslenska heilbrigðiskerfisins gagnvart öðrum. Röðin er ákveðin á grundvelli gilda sem reiknuð eru út frá ýmsum þáttum og getu heilbrigðiskerfa til að bregðast við ákveðnum sjúkdómum. Gildin eru reiknuð fyrir tímabilið 1990 til 2015 en á tímabilinu fer nánast öllum löndum heimsins fram. Til að mynda fór meðalland í Suðaustur-Asíu úr 38,6 stigum 1990 í 52,1 stig 2015, meðan rík lönd á heimsvísu fóru úr 71,1 stigi að meðaltali í 83,1 stig á tímabilinu. Ísland fór úr 81,9 stigum í 93,6 stig á tímabilinu. Við fyrstu sýn gefur þetta góða mynd af ástandinu en vert er að athuga nokkur atriði. Í fyrsta lagi hefur hægt nokkuð á framförum Íslands. Aukning á 5 ára tímabili náði mest 2,1 stigi um aldamót en stendur nú í um 0,8 stigum síðan fyrir hrun. Ef við hefðum haldið áfram að bæta heilbrigðiskerfið værum við í fyrsta sæti. Þá eru öll löndin í 20 efstu sætunum með ríkisrekin heilbrigðiskerfi en draumaland einkarekinnar heilbrigðisþjónustu, Bandaríkin, er í 35. sæti þrátt fyrir gríðarhá laun lækna, góðan tækjabúnað og mikla vísindaþátttöku. Ætla má út frá þessu að með einkavæðingartilburðum sé heilbrigðisráðherra að leita allra leiða til að koma Íslandi neðar á lista Lancet. Svo má spyrja sig hvort það sé ástæða til að treysta mælingunni. Minnumst þess að fyrir hrun mældist Ísland ítrekað með minnsta spillingu í heimi en þær mælingar byggðust á röngum upplýsingum og mælikvörðum. Mýmörg dæmi eru um að Ísland mælist undarlega hátt á svona listum. En í rauninni skiptir bara eitt atriði máli: Erum við sátt við stöðuna? Getum við sagt að það sé gott að vera í öðru sæti ef það felur í sér ónýtt húsnæði, viðvarandi starfsmannaskort og streituálagi á heilbrigðisstarfsfólk, sjúklingum liggjandi á göngum spítala og síhækkandi kostnaði sjúklinga? Sagt er að annað sætið taki sá sem tapaði fyrstur allra. Við getum betur og ættum að fara varlega í fagnaðarlætin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Smári McCarthy Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri grein í Lancet-tímaritinu er dregin upp björt mynd af stöðu íslenska heilbrigðiskerfisins gagnvart öðrum. Röðin er ákveðin á grundvelli gilda sem reiknuð eru út frá ýmsum þáttum og getu heilbrigðiskerfa til að bregðast við ákveðnum sjúkdómum. Gildin eru reiknuð fyrir tímabilið 1990 til 2015 en á tímabilinu fer nánast öllum löndum heimsins fram. Til að mynda fór meðalland í Suðaustur-Asíu úr 38,6 stigum 1990 í 52,1 stig 2015, meðan rík lönd á heimsvísu fóru úr 71,1 stigi að meðaltali í 83,1 stig á tímabilinu. Ísland fór úr 81,9 stigum í 93,6 stig á tímabilinu. Við fyrstu sýn gefur þetta góða mynd af ástandinu en vert er að athuga nokkur atriði. Í fyrsta lagi hefur hægt nokkuð á framförum Íslands. Aukning á 5 ára tímabili náði mest 2,1 stigi um aldamót en stendur nú í um 0,8 stigum síðan fyrir hrun. Ef við hefðum haldið áfram að bæta heilbrigðiskerfið værum við í fyrsta sæti. Þá eru öll löndin í 20 efstu sætunum með ríkisrekin heilbrigðiskerfi en draumaland einkarekinnar heilbrigðisþjónustu, Bandaríkin, er í 35. sæti þrátt fyrir gríðarhá laun lækna, góðan tækjabúnað og mikla vísindaþátttöku. Ætla má út frá þessu að með einkavæðingartilburðum sé heilbrigðisráðherra að leita allra leiða til að koma Íslandi neðar á lista Lancet. Svo má spyrja sig hvort það sé ástæða til að treysta mælingunni. Minnumst þess að fyrir hrun mældist Ísland ítrekað með minnsta spillingu í heimi en þær mælingar byggðust á röngum upplýsingum og mælikvörðum. Mýmörg dæmi eru um að Ísland mælist undarlega hátt á svona listum. En í rauninni skiptir bara eitt atriði máli: Erum við sátt við stöðuna? Getum við sagt að það sé gott að vera í öðru sæti ef það felur í sér ónýtt húsnæði, viðvarandi starfsmannaskort og streituálagi á heilbrigðisstarfsfólk, sjúklingum liggjandi á göngum spítala og síhækkandi kostnaði sjúklinga? Sagt er að annað sætið taki sá sem tapaði fyrstur allra. Við getum betur og ættum að fara varlega í fagnaðarlætin.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar