Elliði svarar fyrir sig: Segist aldrei hafa gagnrýnt áhöfn Baldurs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. maí 2017 13:48 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. vísir/eyþór Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson, segir að hann kannist ekki við að hafa hallað máli gagnvart starfsmönnum ferjunnar Baldurs, líkt og Halldór Jóhannesson yfirstýrimaður á Baldri, segir hann hafa gert. Halldór skrifaði opið bréf þar sem hann bað Elliða um afsökunarbeiðni vegna ummæla sinna í garð áhafnar Baldurs en hann segir Elliða hafa verið með endalaus leiðindi og skítkast í þeirra garð.Sjá einnig: Krefur bæjarstjóra Vestmannaeyja um afsökunarbeiðniÍ svari sínu til Halldórs biður Elliði hann um að benda sér á hvar hann hefur hallað máli gagnvart starfsfólki Baldurs. Hann segir að gagnrýni á Vegagerðina sé ekki það sama og gagnrýni á Eimskip eða það góða fólk sem þar starfi. „Þekkt er ég er afar ósáttur við framgöngu Vegagerðarinnar gagnvart Vestmannaeyjum og Eyjamönnum. Ferðir ferjunnar eru skammtaðar úr hnefa, gjaldskrá í ferjuna er of há, bókunarkerfið er vonlaust og lengi má áfram telja.“ Hann segir að fullyrðingar Halldórs um meint skítkast sitt og leiðindi í garð áhöfn Baldurs séu alvarlegar aðdróttanir. Hann hafi hrósað áhöfninni bæði í ræðu og riti og ekki hitt nokkurn Eyjamann sem gagnrýnt hefur áhöfnina eða fundið að þjónustu hennar. „Ég verð því að biðja þig um að finna þessum orðum þínum stað með tilvísun í hvar og hvenær ég hallaði máli gagnvart starfsmönnum Baldurs. Á meðan þú leitar væri ágæt ef þú myndir einnig kanna hvort ég halla orði hvað þetta varðar gagnvart Eimskip, vinnuveitanda þínum. Við það kannast ég heldur ekki. Finnir þú ásökunum þínum ekki stað, heldur bara gagnrýni á samgönguyfirvöld, verður þú að sýna þá kurteisi að draga orð þín til baka. Okkur getur öllum orðið á. Það er mannlegt.“ Tengdar fréttir Krefur bæjarstjóra Vestmannaeyja um afsökunarbeiðni Halldór Jóhannesson, yfirstýrimaður á Baldri, segir að Elliði Vignisson skuldi sér afsökunarbeiðni. 25. maí 2017 11:57 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson, segir að hann kannist ekki við að hafa hallað máli gagnvart starfsmönnum ferjunnar Baldurs, líkt og Halldór Jóhannesson yfirstýrimaður á Baldri, segir hann hafa gert. Halldór skrifaði opið bréf þar sem hann bað Elliða um afsökunarbeiðni vegna ummæla sinna í garð áhafnar Baldurs en hann segir Elliða hafa verið með endalaus leiðindi og skítkast í þeirra garð.Sjá einnig: Krefur bæjarstjóra Vestmannaeyja um afsökunarbeiðniÍ svari sínu til Halldórs biður Elliði hann um að benda sér á hvar hann hefur hallað máli gagnvart starfsfólki Baldurs. Hann segir að gagnrýni á Vegagerðina sé ekki það sama og gagnrýni á Eimskip eða það góða fólk sem þar starfi. „Þekkt er ég er afar ósáttur við framgöngu Vegagerðarinnar gagnvart Vestmannaeyjum og Eyjamönnum. Ferðir ferjunnar eru skammtaðar úr hnefa, gjaldskrá í ferjuna er of há, bókunarkerfið er vonlaust og lengi má áfram telja.“ Hann segir að fullyrðingar Halldórs um meint skítkast sitt og leiðindi í garð áhöfn Baldurs séu alvarlegar aðdróttanir. Hann hafi hrósað áhöfninni bæði í ræðu og riti og ekki hitt nokkurn Eyjamann sem gagnrýnt hefur áhöfnina eða fundið að þjónustu hennar. „Ég verð því að biðja þig um að finna þessum orðum þínum stað með tilvísun í hvar og hvenær ég hallaði máli gagnvart starfsmönnum Baldurs. Á meðan þú leitar væri ágæt ef þú myndir einnig kanna hvort ég halla orði hvað þetta varðar gagnvart Eimskip, vinnuveitanda þínum. Við það kannast ég heldur ekki. Finnir þú ásökunum þínum ekki stað, heldur bara gagnrýni á samgönguyfirvöld, verður þú að sýna þá kurteisi að draga orð þín til baka. Okkur getur öllum orðið á. Það er mannlegt.“
Tengdar fréttir Krefur bæjarstjóra Vestmannaeyja um afsökunarbeiðni Halldór Jóhannesson, yfirstýrimaður á Baldri, segir að Elliði Vignisson skuldi sér afsökunarbeiðni. 25. maí 2017 11:57 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Krefur bæjarstjóra Vestmannaeyja um afsökunarbeiðni Halldór Jóhannesson, yfirstýrimaður á Baldri, segir að Elliði Vignisson skuldi sér afsökunarbeiðni. 25. maí 2017 11:57