Trump átti „gott“ símtal við Pútín um Sýrland: Vilja hittast í júlí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2017 23:30 Donald Trump og Vladimír Pútín. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, átti „góðar samræður“ við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um friðsamlega lausn á borgarastríðinu í Sýrlandi, sem og að koma á fót svokölluðum „öruggum svæðum“ í landinu, ef marka má tilkynningu frá Hvíta húsinu.Þetta er fyrsta samtalið á milli forsetanna, síðan að Trump ákvað að breyta um skoðun á málefnum Sýrlands og skjóta eldflaugum á flugvöll í eigu stjórnarliða Assad Sýrlandsforseta, eftir að fréttir bárust af efnavopnanotkun þeirra. Yfirvöld í Rússlandi gagnrýndu árásina harðlega en þau hafa stutt Assad frá upphafi. Segir meðal annars í tilkynningunni að forsetarnir hafi sammælst um að þjáningar borgara í Sýrlandi hafi viðgengist of lengi og að allir aðilar ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að binda enda á ofbeldið. Þannig hefðu þeir jafnframt rætt að koma á fót áðurnefndum „öruggum svæðum,“ til þess að binda jafnt og þétt enda á átökin. Auk þess ræddu þeir um leiðir til þess að sigrast á hryðjuverkum í miðausturlöndum, sem og ástandið í Norður-Kóreu.Samkvæmt upplýsingum frá Kremlin, ræddu forsetarnir hvernig hægt væri að sigrast á hryðjuverkum, í samhengi við að ljúka borgarastríðinu í Sýrlandi og koma á raunverulegu vopnahléi. Pútín kallar jafnframt eftir því að ástandið róist á Kóreuskaga. Þá sammældust leiðtogarnir tveir um að skipuleggja fund, sín á milli, þegar leiðtogar G20 ríkjanna hittast í Hamborg, í byrjun júlí næstkomandi. Það yrði þá í fyrsta skipti sem að Trump og Pútín hittast. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna símtalsins og þá sérstaklega af Demókrötum. Hann er sagður vera kominn aftur í gamla farið, með þóknunarstefnu sinni í garð rússneskra yfirvalda. Hann hefði átt gagnrýna Rússa fyrir tölvuárásir þeirra á bandarískar stofnanir, auk þess sem hann hefði átt að gera Pútín það ljóst, hve sterklega mótfallnir Bandaríkjamenn eru stuðningi hans við Assad Sýrlandsforseta. Þannig hafa tveir þingmenn, sem hve mest hafa gagnrýnt utanríkisstefnu Trump, þeir John McCain og Lindsey Graham, gefið frá sér tilkynningu vegna fregna af símtalinu, þar sem segir að „nú sé ekki tíminn til þess að senda Rússum þau skilaboð að allt sé gleymt og grafið.“ Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, átti „góðar samræður“ við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um friðsamlega lausn á borgarastríðinu í Sýrlandi, sem og að koma á fót svokölluðum „öruggum svæðum“ í landinu, ef marka má tilkynningu frá Hvíta húsinu.Þetta er fyrsta samtalið á milli forsetanna, síðan að Trump ákvað að breyta um skoðun á málefnum Sýrlands og skjóta eldflaugum á flugvöll í eigu stjórnarliða Assad Sýrlandsforseta, eftir að fréttir bárust af efnavopnanotkun þeirra. Yfirvöld í Rússlandi gagnrýndu árásina harðlega en þau hafa stutt Assad frá upphafi. Segir meðal annars í tilkynningunni að forsetarnir hafi sammælst um að þjáningar borgara í Sýrlandi hafi viðgengist of lengi og að allir aðilar ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að binda enda á ofbeldið. Þannig hefðu þeir jafnframt rætt að koma á fót áðurnefndum „öruggum svæðum,“ til þess að binda jafnt og þétt enda á átökin. Auk þess ræddu þeir um leiðir til þess að sigrast á hryðjuverkum í miðausturlöndum, sem og ástandið í Norður-Kóreu.Samkvæmt upplýsingum frá Kremlin, ræddu forsetarnir hvernig hægt væri að sigrast á hryðjuverkum, í samhengi við að ljúka borgarastríðinu í Sýrlandi og koma á raunverulegu vopnahléi. Pútín kallar jafnframt eftir því að ástandið róist á Kóreuskaga. Þá sammældust leiðtogarnir tveir um að skipuleggja fund, sín á milli, þegar leiðtogar G20 ríkjanna hittast í Hamborg, í byrjun júlí næstkomandi. Það yrði þá í fyrsta skipti sem að Trump og Pútín hittast. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna símtalsins og þá sérstaklega af Demókrötum. Hann er sagður vera kominn aftur í gamla farið, með þóknunarstefnu sinni í garð rússneskra yfirvalda. Hann hefði átt gagnrýna Rússa fyrir tölvuárásir þeirra á bandarískar stofnanir, auk þess sem hann hefði átt að gera Pútín það ljóst, hve sterklega mótfallnir Bandaríkjamenn eru stuðningi hans við Assad Sýrlandsforseta. Þannig hafa tveir þingmenn, sem hve mest hafa gagnrýnt utanríkisstefnu Trump, þeir John McCain og Lindsey Graham, gefið frá sér tilkynningu vegna fregna af símtalinu, þar sem segir að „nú sé ekki tíminn til þess að senda Rússum þau skilaboð að allt sé gleymt og grafið.“
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira