Tvo sólarhringa á leiðinni heim en WOW segist ekki bótaskylt Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. maí 2017 11:15 Wamos breiðþotan sem WOW Air leigði tekur um 500 manns í sæti. Wiki Commons WOW Air telur sig ekki vera bótaskylt gagnvart farþegum flugs WW132 frá Miami, þann 20. apríl síðastliðinn, þegar farangurkerrur fuku á breiðþotu WOW þannig að hún varð óflugfær. Brá flugfélagið því á það ráð að sameina farþegalista tveggja flugferða og leigja stærri þotu til að rúma sem flesta farþega. Eftir um tveggja klukkustunda óvissuástand, eins og einn farþeganna lýsti því, tókst WOW að ferja rúmlega 500 farþega aftur til Íslands með breiðþotunni.Sjá einnig: Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í MiamiTuttugu farþegar sem voru komnir á flugvöllinn komust ekki fyrir í flugvélinni og var gert að fljúga með WOW í gegnum New York og Minneapolis til landsins. Ferðalagið tók þá um 2 sólarhringa. WOW sendi farþegum tölvupóst í gærkvöldi þar sem flugfélagið gerði grein fyrir sinni sýn á málið og bendir á að farangurkerrurnar sem skemmdu þotuna hafi ekki verið á þeirra vegum. Starfsmenn WOW hafi því ekki haft umsjón með kerrunum og gátu þannig ekki, að sögn flugfélagsins, komið í veg fyrir tjónið sem varð á hreyfli vélarinnar við áreksturinn. „Kerrurnar klesstu á flugvélina vegna þess að þær voru skyldar eftir eftirlitslausar á flugvellinum. Ekki var staðið nógu vel að frágangi þeirra með hliðsjón af þeim öryggiskröfum sem almennt eru gerðar til starfsmanna á þessu sviði,“ segir í tölvupóstinum.Sjá einnig: „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“Að mati WOW air er þetta atvik sem að flugrekendur megi ekki búast við og geti heldur ekki komið í veg fyrir. „Er því um óviðráðanlegar aðstæður að ræða í skilningi 3. mgr. 5. gr. reglugerðar EB nr. 261/2004 sem leysir WOW air undan bótaskyldu,“ eins og það er orðað í póstinum. Vísir ræddi við einn þeirra 20 farþega sem flaug í gegnum Minneapolis með WOW, heimferð sem tók um 2 sólarhringa sem fyrr segir. Hann segir að í þeirra hópi séu allir „ansi reiðir“ vegna þessara málalykta og að þeir hyggist fara með málið lengra. Samgöngustofa hafði ekki tök á því að tjá sig um þetta tiltekna mál við Vísi þegar eftir því var leitað. WOW Air Tengdar fréttir Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. 20. apríl 2017 20:45 „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og fjölskylda voru á meðal þeirra tuttugu sem eftir urðu á Miami í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir síðustu farþegana fljúga heim frá Boston í kvöld. 21. apríl 2017 10:51 Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
WOW Air telur sig ekki vera bótaskylt gagnvart farþegum flugs WW132 frá Miami, þann 20. apríl síðastliðinn, þegar farangurkerrur fuku á breiðþotu WOW þannig að hún varð óflugfær. Brá flugfélagið því á það ráð að sameina farþegalista tveggja flugferða og leigja stærri þotu til að rúma sem flesta farþega. Eftir um tveggja klukkustunda óvissuástand, eins og einn farþeganna lýsti því, tókst WOW að ferja rúmlega 500 farþega aftur til Íslands með breiðþotunni.Sjá einnig: Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í MiamiTuttugu farþegar sem voru komnir á flugvöllinn komust ekki fyrir í flugvélinni og var gert að fljúga með WOW í gegnum New York og Minneapolis til landsins. Ferðalagið tók þá um 2 sólarhringa. WOW sendi farþegum tölvupóst í gærkvöldi þar sem flugfélagið gerði grein fyrir sinni sýn á málið og bendir á að farangurkerrurnar sem skemmdu þotuna hafi ekki verið á þeirra vegum. Starfsmenn WOW hafi því ekki haft umsjón með kerrunum og gátu þannig ekki, að sögn flugfélagsins, komið í veg fyrir tjónið sem varð á hreyfli vélarinnar við áreksturinn. „Kerrurnar klesstu á flugvélina vegna þess að þær voru skyldar eftir eftirlitslausar á flugvellinum. Ekki var staðið nógu vel að frágangi þeirra með hliðsjón af þeim öryggiskröfum sem almennt eru gerðar til starfsmanna á þessu sviði,“ segir í tölvupóstinum.Sjá einnig: „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“Að mati WOW air er þetta atvik sem að flugrekendur megi ekki búast við og geti heldur ekki komið í veg fyrir. „Er því um óviðráðanlegar aðstæður að ræða í skilningi 3. mgr. 5. gr. reglugerðar EB nr. 261/2004 sem leysir WOW air undan bótaskyldu,“ eins og það er orðað í póstinum. Vísir ræddi við einn þeirra 20 farþega sem flaug í gegnum Minneapolis með WOW, heimferð sem tók um 2 sólarhringa sem fyrr segir. Hann segir að í þeirra hópi séu allir „ansi reiðir“ vegna þessara málalykta og að þeir hyggist fara með málið lengra. Samgöngustofa hafði ekki tök á því að tjá sig um þetta tiltekna mál við Vísi þegar eftir því var leitað.
WOW Air Tengdar fréttir Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. 20. apríl 2017 20:45 „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og fjölskylda voru á meðal þeirra tuttugu sem eftir urðu á Miami í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir síðustu farþegana fljúga heim frá Boston í kvöld. 21. apríl 2017 10:51 Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. 20. apríl 2017 20:45
„Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og fjölskylda voru á meðal þeirra tuttugu sem eftir urðu á Miami í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir síðustu farþegana fljúga heim frá Boston í kvöld. 21. apríl 2017 10:51
Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00