Lokakappræður Macron og Le Pen: Hnattvæðing og hryðjuverk í brennidepli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2017 23:30 Kappræðurnar í kvöld voru síðasta tækifæri beggja frambjóðenda til þess að sannfæra franska kjósendur. Vísir/EPA Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Emmanuel Macron tókust á í kvöld í lokasjónvarpskappræðum fyrir frönsku forsetakosningarnar sem haldnar verða á laugardaginn, 7. maí. Þar bar hæst umræða frambjóðandanna um stöðu Frakklands í alþjóðasamfélaginu, hnattvæðingu og hryðjuverk. Fyrstu kannanir gefa til kynna að Frökkum hafi þótt Macron meira sannfærandi í kappræðunum. Í kappræðunum lagði Le Pen áherslu á að gera mikið úr bakgrunni Macron og fyrrum starfa hans sem bankamaður og stuðningi hans við „gegndarlausa hnattvæðingu“. Hún sagði Macron í raun vera „glottandi bankamann.“Herra Macron er frambjóðandi hnattvæðingar sem er án hafta, Uber-væðingar, félagslegrar grimmdar, og slátrunar efnahagslegra hagsmuna Frakklands fyrir stórfyrirtæki. Þá lagði hún mikið upp úr því að spyrða Macron við núverandi forseta landsins, Francois Hollande, en hann er meðal óvinsælustu forseta í sögu Frakklands. Macron var efnahagsráðherra í ríkisstjórn Hollande um skamman tíma. Að sama skapi sakaði Macron hana um að leggja ekki á borðið neinar lausnir, heldur einungis benda á það sem illa hefði farið í Frakklandi. Aðferðir þínar miðast við að segja fullt af lygum, halda þig einfaldlega við að benda á það sem er ekki að ganga upp í landinu og ala þannig á ótta í hjörtum Frakka. Le Pen sakaði Macron jafnframt um að gefa hættunni af hryðjuverkum íslamskra öfgamanna, ekki nægilegan gaum. Macron svaraði því fullum hálsi og líkti Le Pen við snákaolíusölumann, þegar hann gagnrýndi tillögur Le Pen um lokun landamæra Frakklands. Fyrstu skoðanakannanir á frammistöðu frambjóðandanna í kappræðunum, benda til þess að Macron hafi farið með nauman sigur af hólmi. Samkvæmt könnun BFM sjónvarpsstöðvarinnar, þóttu 63 prósentum Frakka, sem að Macron hefði verið meira sannfærandi í kvöld. Báðir frambjóðendur hafa nú róið að því öllum árum að fá óákveðna kjósendur til þess að kjósa sig og var Le Pen til að mynda sökuð um að hafa stolið hluta úr ræðu Francois Fillon, frambjóðenda Repúblikana.Kannanir benda flestar til stórsigurs Macron í kosningunum, sem fara fram á laugardaginn, en forsetaframbjóðendur Repúblikana og Sósíalista hafa hvatt stuðningsmenn sína til þess að styðja Macron, til að halda Le Pen frá völdum. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Emmanuel Macron tókust á í kvöld í lokasjónvarpskappræðum fyrir frönsku forsetakosningarnar sem haldnar verða á laugardaginn, 7. maí. Þar bar hæst umræða frambjóðandanna um stöðu Frakklands í alþjóðasamfélaginu, hnattvæðingu og hryðjuverk. Fyrstu kannanir gefa til kynna að Frökkum hafi þótt Macron meira sannfærandi í kappræðunum. Í kappræðunum lagði Le Pen áherslu á að gera mikið úr bakgrunni Macron og fyrrum starfa hans sem bankamaður og stuðningi hans við „gegndarlausa hnattvæðingu“. Hún sagði Macron í raun vera „glottandi bankamann.“Herra Macron er frambjóðandi hnattvæðingar sem er án hafta, Uber-væðingar, félagslegrar grimmdar, og slátrunar efnahagslegra hagsmuna Frakklands fyrir stórfyrirtæki. Þá lagði hún mikið upp úr því að spyrða Macron við núverandi forseta landsins, Francois Hollande, en hann er meðal óvinsælustu forseta í sögu Frakklands. Macron var efnahagsráðherra í ríkisstjórn Hollande um skamman tíma. Að sama skapi sakaði Macron hana um að leggja ekki á borðið neinar lausnir, heldur einungis benda á það sem illa hefði farið í Frakklandi. Aðferðir þínar miðast við að segja fullt af lygum, halda þig einfaldlega við að benda á það sem er ekki að ganga upp í landinu og ala þannig á ótta í hjörtum Frakka. Le Pen sakaði Macron jafnframt um að gefa hættunni af hryðjuverkum íslamskra öfgamanna, ekki nægilegan gaum. Macron svaraði því fullum hálsi og líkti Le Pen við snákaolíusölumann, þegar hann gagnrýndi tillögur Le Pen um lokun landamæra Frakklands. Fyrstu skoðanakannanir á frammistöðu frambjóðandanna í kappræðunum, benda til þess að Macron hafi farið með nauman sigur af hólmi. Samkvæmt könnun BFM sjónvarpsstöðvarinnar, þóttu 63 prósentum Frakka, sem að Macron hefði verið meira sannfærandi í kvöld. Báðir frambjóðendur hafa nú róið að því öllum árum að fá óákveðna kjósendur til þess að kjósa sig og var Le Pen til að mynda sökuð um að hafa stolið hluta úr ræðu Francois Fillon, frambjóðenda Repúblikana.Kannanir benda flestar til stórsigurs Macron í kosningunum, sem fara fram á laugardaginn, en forsetaframbjóðendur Repúblikana og Sósíalista hafa hvatt stuðningsmenn sína til þess að styðja Macron, til að halda Le Pen frá völdum.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira