Allir brosandi út að eyrum á opnuninni 4. maí 2017 10:15 Jón Proppé sýningarstjóri við eina af sjálfsmyndum Louisu Matthíasdóttur. Fréttablaðið/GVA Það var virkilega skemmtilegt verkefni að setja upp þessa sýningu. Verkin hennar Louisu höfða sterkt til fólks með sínum sterku formum og tæru litum enda var kraðak á opnuninni síðasta sunnudag. Allir voru brosandi út að eyrum, sýndist mér,“ segir Jón Proppé heimspekingur glaðlega, staddur á sýningunni Kyrrð á Kjarvalsstöðum. Kyrrð er yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur, bæði úr eigu safna og einstaklinga á Íslandi. Jón sá um að setja þau upp og þar má fá glögga yfirsýn yfir feril listakonunnar. Fyrstu myndirnar eru frá 1939.Sjálfsmynd frá 1962Louisa væri 100 ára á þessu ári ef hún lifði, en hún lést aldamótaárið 2000. Hún fæddist í húsinu Höfða, sem nú er orðið friðarsetur, árið 1917 og hafði því vítt útsýni út um gluggana á æskuheimili sínu út á sundin blá og til fjallanna handan þeirra. Jón bendir á að eflaust gæti þess í verkum hennar. Hún hafi túlkað íslenskt landslag á einstakan hátt. Reykvískt borgarlíf, kyrralífsmyndir, uppstillingar og myndir af fjölskyldu Louisu og henni sjálfri sjást einnig í salnum og nærri einu horninu er íslenskt sjávarþorp með snotrum húsum og snævi þöktum fjöllum í fjarska. Undir henni stendur nafnið Eskifjörður – í sviga. Við Jón erum svo heppin að hitta sýningargest sem kveðst hafa alist upp á Eskifirði og staðfestir að myndin sé þaðan, sum húsin standi enn.Landslag með gulum himni 1989Louisa var aðeins 17 ára þegar hún fór út í heim í listnám, fyrst til Kaupmannahafnar og þaðan til Parísar. Eftir þriggja ára dvöl heima á Íslandi á stríðsárunum hélt hún í frekara nám til New York, þar kynntist hún bandarískum málara, Leland Bell, sem hún giftist og bjó með í Bandaríkjunum mestan hluta ævinnar. Jón segir hana hafa komið í heimsókn til föðurlandsins af og til og þá skissað mikið. En hversu þekkt er hún á alþjóðavísu? „Louisa var vel þekkt í Bandaríkjunum, enda hafði hún haldið margar sýningar þar áður en hún tók þátt í fyrstu samsýningu á Íslandi árið 1974,“ segir Jón. „Það var mjög lofsamlega skrifað um hana í blöð vestra og íslensk blöð birtu útdrætti úr þeim umsögnum en engar myndir.“ Leiðsögn verður um sýninguna Kyrrð alla föstudaga í þessum mánuði – á íslensku klukkan 12.30 og á ensku kl. 14. Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Það var virkilega skemmtilegt verkefni að setja upp þessa sýningu. Verkin hennar Louisu höfða sterkt til fólks með sínum sterku formum og tæru litum enda var kraðak á opnuninni síðasta sunnudag. Allir voru brosandi út að eyrum, sýndist mér,“ segir Jón Proppé heimspekingur glaðlega, staddur á sýningunni Kyrrð á Kjarvalsstöðum. Kyrrð er yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur, bæði úr eigu safna og einstaklinga á Íslandi. Jón sá um að setja þau upp og þar má fá glögga yfirsýn yfir feril listakonunnar. Fyrstu myndirnar eru frá 1939.Sjálfsmynd frá 1962Louisa væri 100 ára á þessu ári ef hún lifði, en hún lést aldamótaárið 2000. Hún fæddist í húsinu Höfða, sem nú er orðið friðarsetur, árið 1917 og hafði því vítt útsýni út um gluggana á æskuheimili sínu út á sundin blá og til fjallanna handan þeirra. Jón bendir á að eflaust gæti þess í verkum hennar. Hún hafi túlkað íslenskt landslag á einstakan hátt. Reykvískt borgarlíf, kyrralífsmyndir, uppstillingar og myndir af fjölskyldu Louisu og henni sjálfri sjást einnig í salnum og nærri einu horninu er íslenskt sjávarþorp með snotrum húsum og snævi þöktum fjöllum í fjarska. Undir henni stendur nafnið Eskifjörður – í sviga. Við Jón erum svo heppin að hitta sýningargest sem kveðst hafa alist upp á Eskifirði og staðfestir að myndin sé þaðan, sum húsin standi enn.Landslag með gulum himni 1989Louisa var aðeins 17 ára þegar hún fór út í heim í listnám, fyrst til Kaupmannahafnar og þaðan til Parísar. Eftir þriggja ára dvöl heima á Íslandi á stríðsárunum hélt hún í frekara nám til New York, þar kynntist hún bandarískum málara, Leland Bell, sem hún giftist og bjó með í Bandaríkjunum mestan hluta ævinnar. Jón segir hana hafa komið í heimsókn til föðurlandsins af og til og þá skissað mikið. En hversu þekkt er hún á alþjóðavísu? „Louisa var vel þekkt í Bandaríkjunum, enda hafði hún haldið margar sýningar þar áður en hún tók þátt í fyrstu samsýningu á Íslandi árið 1974,“ segir Jón. „Það var mjög lofsamlega skrifað um hana í blöð vestra og íslensk blöð birtu útdrætti úr þeim umsögnum en engar myndir.“ Leiðsögn verður um sýninguna Kyrrð alla föstudaga í þessum mánuði – á íslensku klukkan 12.30 og á ensku kl. 14.
Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“